Munkur spurði Zen meistarann Ma-Tsu: "Hver er grundvallarmerking Zen?"
Ma-Tsu sló hann í jörðina með einu hnefahöggi um leið og hann sagði: "ef ég slæ þig ekki mun þjóðin hlæja að mér."
Munkurinn uppljómaðist á staðnum.
Hér er önnur...
Munkur segir við Zen meistarann Joshu: "hefur hundur Búdda-eðli, eða ekki"?
Joshu svaraði um hæl: "MU!"
Og hér er sú þriðja:
Munkur segir við Zen meistarann: "Hugur minn er algjörlega friðlaus, vertu svo vænn að hjálpa mér að friða hann"
Zen meistarinn: "Komdu með hug þinn hingað og ég skal friða hann."
Munkurinn: "Ég hef leitað út um allt en ég finn hann ekki."
Zen meistarinn: "Þarna sérðu! Ég hef friðað hann!
Thursday, December 6, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)