Nú skrifa ég hér og krossbregður þá ef til vill einhverjum af þeim sem mig þekkja af ástæðulausu. Reyndar sagði Gummi lati við Magnús Björn að hann gæti alveg eins sent mér bréfdúfu þegar hann hugðist senda mér tölvupóst. En það var fyrir löngu síðan. Gummi varð líka einu sinni alveg sótillur út í mig fyrir að kunna ekki á tölvur, þegar ég bað hann um hjálp við að prenta út glærur, ég man ekki hvað hann sagði við mig en það var með samanbitnum tönnum og miklum æsingi svo ég varla greindi orðin. Gaman að því. Hey ég samdi ljóð í dag af því að mér datt það í hug:
ég er með höfuðverk;
þoli illa endurskinið
frá snjónum.
Svona gengur þetta!