Ég hef komist að því að hversdagslegar samræður fólks snúast iðulega um eitthvað annað eða einhvern annan en um þá sem eiga í samræðum. Ég hitti til dæmis kunningja um daginn og hann byrjaði strax: "blessaður hvað segirðu, veistu hvernig fór hjá frömmurunum"? og ég svaraði um hæl "nei ég hef ekki hugmynd, en ég veit að KR rústaði Njarvík". Ef ég hitti Hjalta þá eru allar líkur á því að annar okkar spyrji: "ertu búinn að heyra eitthvað í Óskari, er markús með heitt á grillinu, á hvaða útsölu er Guðbrandur, hvar er mullinn o.s.frv." En ef ég hitti Markús þá líður ekki á löngu áður en við erum farnir að tala um glingurbangsann Helga og ef ég hitti Helga þá snúast samræðurnar fljótlega um fátt annað en úthverfapabbann tilvonandi Hjalta, og ef ég hitti Árbæing þá er aldrei talað um annað en Loga. Það er merkilegt að vinir og kunningjar tali oftast um vini og kunningja. Ég held því ekki fram að það eigi ekki að vera þannig, að það ætti að vera einhvern veginn öðruvísi, finnst þetta bara eðlilegt, en samt merkilegt. Án þessa samræðuforms værum við alltaf á trúnó og væri það nú slítandi!
Saturday, February 28, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)