Það kemur stundum til mín maður og þrumar yfir mér eftirfarandi orð sem hann undirstrikar með ákveðnum handahreyfingum: "Sahara, Sahara, Sahara, Sahara, Sahara, Sahara." Að því loknu er hann horfinn á braut. Er hann að tala við mig? Hvað á þetta að þýða? Hvernig ttengist Sahara eyðimörkin minni persónu? Ég hef tilhneigingu til þess að lesa í þetta einhverja merkingu. Það er mannskepnunni eiginlegt að breiða yfir sig hlýja værðarvoð þar sem hún liggur með andlitið slegið rauðum bjarma frá snarkandi arineldinum með kakó í öruggu húsaskjóli merkingarinnar. Nei, djöfull er ég orðinn skáldlegur! En stóra spurningin er hvernig Sahara eyðimörkin tengist minni persónu.
Er ég á einhvern hátt staddur í eyðimörk? Ó nei!... er ég þessi frægi hrópandi í eyðimörkinni? Ef litið er á athugasemdakerfið á síðunni minni þá er ekki hægt að segja annað en að hún sé sviðin eyðimörk og enginn á ferli nema ég og úlfaldinn minn. Æææ hvað ég gæfi fyrir vatnssopa. Ég sé vin í eyðimörkinni, þarna er hún, en aðeins í hillingum. Og ekkert nema beinagrindur grafnar til hálfs í sandinum og steikjandi hiti.
Er ég á einhvern hátt staddur í eyðimörk? Ó nei!... er ég þessi frægi hrópandi í eyðimörkinni? Ef litið er á athugasemdakerfið á síðunni minni þá er ekki hægt að segja annað en að hún sé sviðin eyðimörk og enginn á ferli nema ég og úlfaldinn minn. Æææ hvað ég gæfi fyrir vatnssopa. Ég sé vin í eyðimörkinni, þarna er hún, en aðeins í hillingum. Og ekkert nema beinagrindur grafnar til hálfs í sandinum og steikjandi hiti.
Ég er samt ekkert svo einmanna, ég meina ég á vini. Óskar sendi mér t.d. sms skilaboð um daginn þegar hann var á Megasartónleikunum í Norrænahúsinu: "dr, á hvaða plötu er lagið Þóra, Megas í öllum klámvísunum". Þetta var nú almennilegt af honum hugsaði ég. Eða nei bíddu...helvítis paddan hefur einungis sent mér skilaboð vegna þess að hann var að horfa á Megas og Megas hefur minnt hann á mig og einhvern veginn hefur hann séð sig knúinn til þess að senda mér skilaboð vegna þess að hann var að horfa á Megas. Þannig var þá í pottinn búið. Það er oft þannog að þegar maður sér vin í eyðimörkinni þá reynast það vera hillingar.
En mér er drullu sama, vegna þess að Hjalti hringdi í mig í gær og sýndi þar með og sannaði að
En mér er drullu sama, vegna þess að Hjalti hringdi í mig í gær og sýndi þar með og sannaði að
honum er ekki sama um mig. Hann hringdi ekki bara vegna þess að hann heyrði Megaslag í útvarpinu. Nei hann hringdi í mig upp úr þurru og sagðist ætla að kíkja á mig í dag. Ég hugsaði með mér flott djöfull er hann almennilegur. En nú er dagurinn senn á enda og hvergi bólar á Hjalta. Helvítis paddan hefur þá hringt af innantómri skyldurækni, hann hefur hringt til þess að viðhalda fjarlægðinni frá mér undir því yfirskyni að hann væri að reyna að mæla sér mót við mig. Það er oft þannig að þegar maður krípur fyrir framan vin í eyðimörk og fær sér sopa að maður endar með því að japla á sandi. Hillingar á hillingar ofan.
Það eina sem blautt er í þessari eyðimörk eru tárin sem renna niður kvarma mína og falla í eyðimerkursandinn þar sem þau þeysast úm ekki ósviða og dropar á heitri hellu. Það er svo sem fögur sjón en sorgleg þegar þau gufa upp og yfirgefa mig að lokum.
Það er þó huggun harmig gegn að Bjarni Þór skuli hafa sent mér skilaboð eftir Megasar tónleikana: "Magnús Þór Jónsson, maður er bara orðlaus". Mikið var þetta nú almennilegt af honum. Eða hvað?...af hverju segist hann orðlaus? Vill hann ekki tala við mig! Helvítis paddan hefur þá sent mér skilaboð til þess að segja mér að hann væri orðlaus til þess að hann þyrfti ekki að tala við mig. Æ þessar hillingar.
Ég er við það að gefast upp mér er erfitt um mál tunga mín er stirð enda skrjáfandi þurr og ég get ekki hugsað...nema Sahara, Sahara, Sahara, Sahara, Sahara, Sahara! En þá skyndilega kem ég auga á hvítt hús í fjarska - ha! Grettisgata í miðri Sahara. Þvílíkur staður þvílík stund! Ég kyssi úlfaldann á ennið, strýk honum um bungurnar tvær á bakinu og hvísla loks í eyra hans: "það er gott að eiga vin í eyðimörkinni Sahara".
Það eina sem blautt er í þessari eyðimörk eru tárin sem renna niður kvarma mína og falla í eyðimerkursandinn þar sem þau þeysast úm ekki ósviða og dropar á heitri hellu. Það er svo sem fögur sjón en sorgleg þegar þau gufa upp og yfirgefa mig að lokum.
Það er þó huggun harmig gegn að Bjarni Þór skuli hafa sent mér skilaboð eftir Megasar tónleikana: "Magnús Þór Jónsson, maður er bara orðlaus". Mikið var þetta nú almennilegt af honum. Eða hvað?...af hverju segist hann orðlaus? Vill hann ekki tala við mig! Helvítis paddan hefur þá sent mér skilaboð til þess að segja mér að hann væri orðlaus til þess að hann þyrfti ekki að tala við mig. Æ þessar hillingar.
Ég er við það að gefast upp mér er erfitt um mál tunga mín er stirð enda skrjáfandi þurr og ég get ekki hugsað...nema Sahara, Sahara, Sahara, Sahara, Sahara, Sahara! En þá skyndilega kem ég auga á hvítt hús í fjarska - ha! Grettisgata í miðri Sahara. Þvílíkur staður þvílík stund! Ég kyssi úlfaldann á ennið, strýk honum um bungurnar tvær á bakinu og hvísla loks í eyra hans: "það er gott að eiga vin í eyðimörkinni Sahara".