Wednesday, June 20, 2007

Cut, cut, cut!

Eftir að hafa horft á mynd Dawkins, Root of all evil?, þá hlýtur maður að spyrja sig: hvar var almennilegt upplýst og yfirvegað kristið andsvar gegn ásökunum Dawkins? Svarið er: á gólfi klippi-herbergisins. Nú? Já, það er nefnilega þannig að í lok ferðalags síns þá tók Dawkins viðtal við "besta sögulega guðfræðingin" í dag (samkvæmt Grétari) Alister McGrath frá Oxford, en að einhverjum ástæðum var það ekki haft með í myndinni...bara klippt út. Og þá spyr maður sig af hverju? McGrath sagði reyndar sjálfur að á meðan á viðtalinu stóð hafi hann tekið eftir því að Dawkins hafi liðið illa, verið hálf flóttalegur, og því hefði það alls ekki komið honum á óvart þegar hringt var í hann og honum tilkynnt að framlag hans yrði klippt út. Það kemur mér hins vegar á óvart að vissu leyti, en að vissu leyti ekki. Þetta kemur mér á óvart að því leyti að Dawkins er vísindamaður, og sem slíkur getur hann varla talið það í lagi að henda vísindalegum kröfum um að gæta fyllstu hlutlægni út um gluggann þegar kemur að gerð heimildarmynda, með því að sýna sumt en ekki annað sem kann að vera óþægilegt og veikja stöðu hans. En þetta kemur mér ekki á óvart að því leytinu til, að hjá prúðmenninu McGrath (sem aðhyllist, svo við látum þess getið, þróunarkenningu Darwins) fær Dawkins einfaldlega skynsamleg svör við mörgum af fordómum sínum og alhæfingum sem undirbyggja stöðu hans gagnvart trú. Þetta endar með því að Dawkins lætur út úr sér, frústreraður á svip, yndislegar setningar eins og: "ég skil vel trú þína, en ég skil ekki af hverju þú trúir" - nei nei, cut cut cut þetta verður ekki með! Ekki veit ég hver náði þessu af tæknimönnunum, en ég var svo lánsamur að finna þetta á vefnum: http://video.google.com/videoplay?docid=6474278760369344626&q=mcgrath+dawkins

19 comments:

Sólskinsfífl nútímans said...

Hahaha – ég hélt að þú hefðir fengið nóg!
Er þetta ekki alveg hrikalega sorglegt? Fyrst nefnir þú að McGrath trúir á þróunarkenninguna en felur heimsmynd raunvísindanna ekki einmitt í sér sjálfkrafa trúleysi? Hugmyndafræði vísindanna grundvallast jú á því að engir yfirnáttúrulegir kraftar séu til staðar í náttúrunni. Það er svo ekki gott útlitið ef að McGrath er fremsti guðfræðingurinn í dag (OK, þú segir besti sögulegi guðfræðingurinn í dag) því að ,,Dawkins Delusion” og ,,Dawkins God” hafa fengið vægast sagt slæma dóma hjá mönnum sem ólíkt okkur hafa vit á umræðunni og þar hefur nánast ekkert verið að finna um ,, skynsamleg svör við mörgum af fordómum sínum (Dawkins) og alhæfingum sem undirbyggja stöðu hans gagnvart trú.” Svo að þú afsakar þó að ég EYÐI ekki rúmlega klukkutíma af lífi mínu í þarflaust bull þegar að maðurinn er árangurslaust búinn að reyna að koma höggi á Dawkins í tveimur bókum… hann ætti kanski að byrja á heilagri þrenningu og sínum eiginn Guði áður en hann ræðst á hinn mannlega og því skeikula Dawkins Þar að auki, (miðað við upphafið) eru þeir að rökræða um tilvist Guðs, sem fyrir mér er bjánaleg. Minn áhugi snýr að trúarbrögðunum sjálfum (t.d. kristinni trú) og hversu slæmar afleiðingar þau hafa haft á mannkynssöguna – hvort Guð sé til eða ekki hefur eins og ég hef áður komið inn á ekkert með þá umræðu að gera – gæti þá verið hvaða Guð sem er… svo að ég endurtaki mig nú: Vona að það sé bara ekki Guð gamla testamentisins.
Hefðir þú unnið heimavinnuna þína aðeins betur sjálfur, þá hefðir þú líka getað sleppt því að efast um vísindaleg vinnubrögð hjá Dawkins – því að á heimasíðu Alister McGrath blasir við eftirfarandi: ,, VIDEO of an extended discussion between Richard Dawkins and Alister McGrath on science and faith now available, through the courtesy of Richard Dawkins. Click here. “ (Sjá http://users.ox.ac.uk/~mcgrath/ ). Raunar færir Dawkins mun sterkari rök fyrir því að hann sé alvöru vísindamaður með því að gefa leyfi sitt fyrir þessu, ólíkt t.d. trúbræðrum McGrath sem sáu lítið því til fyrirstöðu að láta ýmis gögn hverfa við endanlega gerð Biblíunnar – enda ástæðulaust að koma fram með einhverjar óþægilegar vangaveltur eða hopa eins og kristnir menn samanber Þjóðkirkjan hafa þurft að gera, hafi þeir ekki haft áhuga á því að vera taldir sturlaðir meðal þjóðarinnar.
Ef þú hefðir auk þess haft fyrir því að kanna hvaðan þetta myndbrot á uppruna sinn af Google Video þá reynist það vera heimasíða Dawkins og þar má auk þess finna fleiri myndbrot (sjá. http://richarddawkins.net/mainPage.php?bodyPage=search.php&varType=post ) og ennfremur stendur það við hliðina á myndinni (á Goggle Video) hvers vegna það var ekki notað svo að ég segi bara SPEGILL þegar þú efast um vísindaleg vinnubrögð, nema auðvitað að þú hafir ætlað að gera lítið úr Dawkins til að styrkja einhvern fáránlegan málflutning.
Mcgrath virðist hins vegar takast best upp, eins og mönnum almennt þegar að hann hættir þessum hugarburði sínum og einbeitir sér að vísindalegum vinnubrögðum því að hann skrifaði bókina ,, The Twillight of Atheism (2005)” og þar segir: ,, Í sínum nútímabúningi er trúleysið án efa í hópi mestu afreka mannshugans”.

Sólskinsfífl nútímans said...

Annars finnst mér rétt að benda þér á nýja bloggsíðu Péturs Tyrfingssonar sem tileinkuð er hugrænni atferlismeðferð:

http://peturty.wordpress.com/

Þar fann ég strax grein sem þú hefðir eflaust gaman af að lesa:

http://www.prospect-magazine.co.uk/pdfarticle.php?id=7457

A.F.O said...

Fengið nóg af hverju spyr ég nú bara?

"Fyrst nefnir þú að McGrath trúir á þróunarkenninguna en felur heimsmynd raunvísindanna ekki einmitt í sér sjálfkrafa trúleysi? Hugmyndafræði vísindanna grundvallast jú á því að engir yfirnáttúrulegir kraftar séu til staðar í náttúrunni".

Af hverju segir þú það? Það er einmitt þetta sem McGrath er að reyna að rökstyðja í viðtalinu, þ.e. að raunvísindi og trú á Guð geti vel farið saman. Burt séð frá því hvort menn eru sammála eða ekki, þá verður ekki framhjá því litið að MacGrath rökstyður mál sitt nokkuð vel...ja allavega svo vel að Dawkins sjálfur segist skilja trú hans.

"Það er svo ekki gott útlitið ef að McGrath er fremsti guðfræðingurinn í dag (OK, þú segir besti sögulegi guðfræðingurinn í dag) því að ,,Dawkins Delusion” og ,,Dawkins God” hafa fengið vægast sagt slæma dóma hjá mönnum sem ólíkt okkur hafa vit á umræðunni og þar hefur nánast ekkert verið að finna um ,, skynsamleg svör við mörgum af fordómum sínum (Dawkins) og alhæfingum sem undirbyggja stöðu hans gagnvart trú.”

ohh! Þessi týpa. Bókin hefur bæði fengið góða og slæma dóma, rétt eins og bók Dawkins. Það voru til dæmis einhverjir kollegar Dawkins sem sögðust skammast sín fyrir að vera trúleysingjar eftir að hafa lesið bókina. En þetta skiptir mig engu máli. Ertu virkilega að leita uppi bókardóma til þess að flétta inn í mál þitt. Og hvað fékk hún svo margar stjörnur! Menn eiga að temja sér er að lesa bækurnar sjálfir að hluta til eða í heild sinni og skrifa svo um það sem þeir hafa lesið. Ég hef ekki lesið bók McGrath og því studdist ég við viðtalið þegar ég sagði að þar fengi Dawkins skynsamleg svör við fordómum sínum og staðhæfingum (sem hann fékk alls ekki í mynd sinni).

"Svo að þú afsakar þó að ég EYÐI ekki rúmlega klukkutíma af lífi mínu í þarflaust bull þegar að maðurinn er árangurslaust búinn að reyna að koma höggi á Dawkins í tveimur bókum… hann ætti kanski að byrja á heilagri þrenningu og sínum eiginn Guði áður en hann ræðst á hinn mannlega og því skeikula Dawkins"

Bíddu þú ákveður að horfa ekki en telur þér engu að síður full fært um að staðhæfa að þetta sé bara bull, út frá einhverjum stjörnudómum. Ertu ekki á kunnuglegum slóðum hér? Og þar sem þú horfðir ekki á viðtalið þá vil ég segja þér að McGrath útskýrir ágætlega hugmynd sína um Guð í viðtalinu, áður en hann fer að gagnrýna hinn mannlega Dawkins eins og þú segir með tveimur árangurslausum bókum...sem þú hefur vitanlega lesið er það ekki? McGrath hrósar Dawkins fyrir fyrri bækur hans, en gagnrýnir margar þær hugmyndir og alhæfingar (t.d. það að ráðast á neoconista og alhæfa um alla trú út frá því) sem Dawkins keyrir mynd sína og bók áfram á, og sýnir um leið að hægt er að setja fram skynsamlegt, vel rökstutt, kristið svar sem er laust við allar sleggjur. Heimurinn er ekki svarthvítur.

"Þar að auki, (miðað við upphafið) eru þeir að rökræða um tilvist Guðs, sem fyrir mér er bjánaleg. Minn áhugi snýr að trúarbrögðunum sjálfum (t.d. kristinni trú) og hversu slæmar afleiðingar þau hafa haft á mannkynssöguna – hvort Guð sé til eða ekki hefur eins og ég hef áður komið inn á ekkert með þá umræðu að gera – gæti þá verið hvaða Guð sem er… svo að ég endurtaki mig nú: Vona að það sé bara ekki Guð gamla testamentisins".

Nú?, en það er einmitt það sem Dawkins vill ólmur gera. Hann vill nálgast hugmyndina um Guð sem vísindalega tilgáta og komast að því hvort að hann sé til í raun og veru eða ekki, hann vill fá að vita hvort þetta sé satt eða ekki. Þess vegna er hann tilbúinn að rökræða þetta út frá trúleysi sínu og halda því fram að það sé alls ekki hægt aðs sýna fram á tilvist GUðs með reunvísandlegum aðferðum.

"Hefðir þú unnið heimavinnuna þína aðeins betur sjálfur, þá hefðir þú líka getað sleppt því að efast um vísindaleg vinnubrögð hjá Dawkins – því að á heimasíðu Alister McGrath blasir við eftirfarandi: ,, VIDEO of an extended discussion between Richard Dawkins and Alister McGrath on science and faith now available, through the courtesy of Richard Dawkins. Click here"

Hefur þú eitthvað pælt í því hvernig það hefði litið út ef Dawkins hefði neitað beiðni McGrath um að fá mynbrotið? Hann hefði einfaldlega gefið enn þyngri höggstað á sér sem vísindamaður, og því "nauðbeygður" að játa beiðni McGrath. Dawkins átti einfaldlega þennan kost vænstan og hefur eflaust hugsað félaga sínum þegjandi þörfina. Auk þess breytir það litlu að Dawkins hafi veitt leyfið, vegna þess að eftir stendur óhaggað: klippt var út úr myndinni, í heild sinni, yfir klukkutíma myndbrot með McGrath sem helst hefði átt að vera í myndinni ef hún ætti að fá hlutlægnisstimpilinn. Það sama gildir um uppruna myndbandanna, sem hefði auðvitað átt að vera í myndinni sjálfri, en ekki sem aukaefni inná heimasíðu. Er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að svona vinna menn ekki. Þetta er ósköp einfalt.

"Mcgrath virðist hins vegar takast best upp, eins og mönnum almennt þegar að hann hættir þessum hugarburði sínum og einbeitir sér að vísindalegum vinnubrögðum því að hann skrifaði bókina ,, The Twillight of Atheism (2005)” og þar segir: ,, Í sínum nútímabúningi er trúleysið án efa í hópi mestu afreka mannshugans”."

Það er eflaust ágæt aðferð að lesa bækur eða fletta upp á netinu setningum sem í þeim eru og styðja manns eigin afstöðu og sleppa öllu hinu. Ég sé þú notar orðið "virðist" og það er vegna þess að þú ert ekki viss, vegna þess að þú hefur ekki lesið þessa bók og veist ekki hvað hún er um. Í þessari bók rekur fyrrum trúleysinginn McGrath sögu trúleysis og segir að það sé ein af mikilvægustu hreyfingum mannsandans síðastliðin 200ár, en sé í dag ófær um að bregðast við og veita siðferðislega og fræðilega andspyrnu gegn flóknum síð-nútímanum. Hann vill meina að við þurfum trúarlega staðfestu og tryggð. Hann er sem sagt að skrifa um upprisu og fall trúleysis og hvers vegna trú sé ætlað aðalhlutverkið á 21.öldinni. En ég tek það fram að ég hef ekki lesið bókina og þess vegna ætla ég ekki að fara að vitna í einhverjar setningar á stangli gjörsamlega úr öllu samhengi.

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Af hverju segir þú það? Það er einmitt þetta sem McGrath er að reyna að rökstyðja í viðtalinu, þ.e. að raunvísindi og trú á Guð geti vel farið saman. Burt séð frá því hvort menn eru sammála eða ekki, þá verður ekki framhjá því litið að MacGrath rökstyður mál sitt nokkuð vel...ja allavega svo vel að Dawkins sjálfur segist skilja trú hans."

Eins og ég segi þá nennti ég ekki að horfa á þetta - en þetta er merkilegur punktur þar sem að McGrath hefur áður sagt (að mig minnir í annarri gagnrýnisbókinni á dawkins) að vísindin eigi ekki að skipta sér að trúnni... en það er sem sagt allt í lagi ef að trúin skiptir sér af vísindum?

,,ohh! Þessi týpa. Bókin hefur bæði fengið góða og slæma dóma, rétt eins og bók Dawkins. Það voru til dæmis einhverjir kollegar Dawkins sem sögðust skammast sín fyrir að vera trúleysingjar eftir að hafa lesið bókina. En þetta skiptir mig engu máli. Ertu virkilega að leita uppi bókardóma til þess að flétta inn í mál þitt. Og hvað fékk hún svo margar stjörnur! Menn eiga að temja sér er að lesa bækurnar sjálfir að hluta til eða í heild sinni og skrifa svo um það sem þeir hafa lesið. Ég hef ekki lesið bók McGrath og því studdist ég við viðtalið þegar ég sagði að þar fengi Dawkins skynsamleg svör við fordómum sínum og staðhæfingum (sem hann fékk alls ekki í mynd sinni)."

Ég veit ekki upp úr hvaða niðurníddu kirkju Mcgrath hefur sótt þessa trúleysingja sína en sagnfræðingar hafa ekki gefið þeim bókunum góða dóma og ég hef lesið þar kafla úr þeim sem hafa verið heldur barnalegir og farið út í persónulegar árásir, sem varð hreinlega til þess að ég hafði ekki áhuga á meiru. Steindór J.Erlingsson skrifaði McGrath meðal annars bréf sem þú ættir að finna á bloggsvæðinu hans.

,,Bíddu þú ákveður að horfa ekki en telur þér engu að síður full fært um að staðhæfa að þetta sé bara bull, út frá einhverjum stjörnudómum. Ertu ekki á kunnuglegum slóðum hér? Og þar sem þú horfðir ekki á viðtalið þá vil ég segja þér að McGrath útskýrir ágætlega hugmynd sína um Guð í viðtalinu, áður en hann fer að gagnrýna hinn mannlega Dawkins eins og þú segir með tveimur árangurslausum bókum...sem þú hefur vitanlega lesið er það ekki? McGrath hrósar Dawkins fyrir fyrri bækur hans, en gagnrýnir margar þær hugmyndir og alhæfingar (t.d. það að ráðast á neoconista og alhæfa um alla trú út frá því) sem Dawkins keyrir mynd sína og bók áfram á, og sýnir um leið að hægt er að setja fram skynsamlegt, vel rökstutt, kristið svar sem er laust við allar sleggjur. Heimurinn er ekki svarthvítur."

Guðfræði er bjánaleg gervivísindi/gervifræði og af hverju ætti einhver að hafa áhuga á hugmyndum McGrath um Guð. Maðurinn er að verja fáránlega hugmynd og vill ekki að vísindin séu að kafa ofan í bullið sitt sem hann sennilega trúir ekki sjálfur á. Auðvitað byggir Dawkins bók sína og mynd aðallega á öfgunum það er svo hægt að gera aðra mynd um hlutlausa þjóðkirkjupakkið.
,,Skynsamlegt vel rökstutt kristið svar"... er einfaldlega ekki til.
Það hafa löngum verið til menn eins og McGrath sem standa fyrir hugmyndir á vægast sagt gráu svæði, þar sem þeir telja að vísindin geti ekki afsannað kjaftæðið en fæstir hafa staðist tímans tönn eins og mikið af svokallaðri andlegri heimspeki fyrrum biskupa bæði hérlendis og erlendis til að nefna dæmi - sem sálfræðin og önnur vísindi hafa hlegið að. Kirkjunarmenn eru nefninlega eins og við vitum báðir bara að babbla eitthvað bull sem þeir hafa ekki hundsvit á og ættu ekki að koma nálægt - því þeir hafa engar sannanir, hugmyndirnar standa í stað eða hopa með framförum vísindanna og hafa ekkert fram að færa hvorki í nútíð né þátíð. Hugsaðu þér, allt þetta tal þitt um frjóa texta (hvort sem þeir eru það eða ekki) er rugl textarnir voru skrifaðir fyrir fáfróðar portkonur og ógæfumenn, realískt rit fyrir málstaðinn.

,,Nú?, en það er einmitt það sem Dawkins vill ólmur gera. Hann vill nálgast hugmyndina um Guð sem vísindalega tilgáta og komast að því hvort að hann sé til í raun og veru eða ekki, hann vill fá að vita hvort þetta sé satt eða ekki. Þess vegna er hann tilbúinn að rökræða þetta út frá trúleysi sínu og halda því fram að það sé alls ekki hægt aðs sýna fram á tilvist GUðs með reunvísandlegum aðferðum."

Já, enda hef ég ekki ofurtrú á Dawkins, pikka hins vegar upp þá punkta sem mér finnst góðir hjá honum.

,,Hefur þú eitthvað pælt í því hvernig það hefði litið út ef Dawkins hefði neitað beiðni McGrath um að fá mynbrotið? Hann hefði einfaldlega gefið enn þyngri höggstað á sér sem vísindamaður, og því "nauðbeygður" að játa beiðni McGrath. Dawkins átti einfaldlega þennan kost vænstan og hefur eflaust hugsað félaga sínum þegjandi þörfina. Auk þess breytir það litlu að Dawkins hafi veitt leyfið, vegna þess að eftir stendur óhaggað: klippt var út úr myndinni, í heild sinni, yfir klukkutíma myndbrot með McGrath sem helst hefði átt að vera í myndinni ef hún ætti að fá hlutlægnisstimpilinn. Það sama gildir um uppruna myndbandanna, sem hefði auðvitað átt að vera í myndinni sjálfri, en ekki sem aukaefni inná heimasíðu. Er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að svona vinna menn ekki. Þetta er ósköp einfalt."

Nei þetta er ekki ósköp einfalt vegna þess að Dawkins var að gera mynd um öfgarnar, en McGrath fellur ekki í þann part. Ef að allt upptekið efni yrði að vera í heimildarmyndum yrðu þær hundruðir klukkutíma að lengd. Hann notar eflaust tækifærið eða aðrir til að benda á bjánagang og hræsni þjóðkrikna seinna meir. Dawkins gerði þetta af eintómum heiðarleika og vísindamennsku - hann hefði alveg getað tekið vestræna pólitíkusinn á þetta og þagað yfir þessu og látið þetta líða yfir eins og mönnum er tamt nú til dags. Heldur þú að þjóðkirkjan á Íslandi, Páfagarður eða McGrath hefði birt myndband í sinni einkaeign sem kæmi þeim illa?

,,Það er eflaust ágæt aðferð að lesa bækur eða fletta upp á netinu setningum sem í þeim eru og styðja manns eigin afstöðu og sleppa öllu hinu. Ég sé þú notar orðið "virðist" og það er vegna þess að þú ert ekki viss, vegna þess að þú hefur ekki lesið þessa bók og veist ekki hvað hún er um. Í þessari bók rekur fyrrum trúleysinginn McGrath sögu trúleysis og segir að það sé ein af mikilvægustu hreyfingum mannsandans síðastliðin 200ár, en sé í dag ófær um að bregðast við og veita siðferðislega og fræðilega andspyrnu gegn flóknum síð-nútímanum. Hann vill meina að við þurfum trúarlega staðfestu og tryggð. Hann er sem sagt að skrifa um upprisu og fall trúleysis og hvers vegna trú sé ætlað aðalhlutverkið á 21.öldinni. En ég tek það fram að ég hef ekki lesið bókina og þess vegna ætla ég ekki að fara að vitna í einhverjar setningar á stangli gjörsamlega úr öllu samhengi."

Sem þú gerir nú samt. Ég hef nú fylgst nokkuð vel með umræðunni bæði á Vantrú (sem NB er sennilega upplýstasta umræðan um trúmál á Íslandi) og eins hjá Steindóri og tel mig því alveg fullhæfan til að taka þátt í umræðu þó að ég lesi ekki fleiri doðranta eftir þennan hræsnara, sem ég vissi til að hafa það á hreinu að var trúlaus - sumir eru bara svo vonlitlir og veikir á sjálfa sig.

,,veita siðferðislega og fræðilega andspyrnu gegn flóknum síð-nútímanum"

Er þetta grín? Trúlausir menn sækja nefninlega í vísindi og þó að eitthvað verði flóknara þá leggjumst við ekki bara á kné og lokum augum og vonum að Jesú finni fyrir okkur lausnina. Ég endurtek Guðfræði hefur ekki leitt til neina framfara og mun ekki gera það - hún né trúin hefur engin svör við vandmálum né hraða nútímans, ef að þú horfir á þau þjóðfélög þar sem trúin er hve mest þá eru það þau þjóðfélög sem eiga í hve mestu vandræðunum - þar sem afturhaldið er algjört. Svo að við tölum nú ekki um þá siðferðilegu andspyrnu sem hefur nú heldur betur flogið á rassgatið undir kristnum áhrifum í Bandaríkjunum. Guðfræði er það sem oft hefur verið sagt um marga mæta menn, faguryrði án innihalds.
Við getum sitið hér endalaust og rifist um hið algjörlega óþarfa aukaatriði, sem er það hvort að McGrath geti varið sínar brengluðu sjúku hugsanir um Guð í rökræðu við Dawkins eða horft á mannkynssöguna og heiminn eins og hann lítur út í dag og fullyrt: Mikið væri nú mannkynið heilbrigðara og þróaðra ef að trúarbrögðin hefðu ekki og stæðu ekki enn í veginum fyrir því!!!
Vísindin forði okkur frá því að mannkynið gangi veg trúarbragðanna á 21.öldinni - þá fyrst er þörf á andspyrnu í samtímanum.

A.F.O said...

"Eins og ég segi þá nennti ég ekki að horfa á þetta - en þetta er merkilegur punktur þar sem að McGrath hefur áður sagt (að mig minnir í annarri gagnrýnisbókinni á dawkins) að vísindin eigi ekki að skipta sér að trúnni... en það er sem sagt allt í lagi ef að trúin skiptir sér af vísindum?"

Hver segir þetta? Allavega ekki ég og örugglega ekki McGrath.

"Ég veit ekki upp úr hvaða niðurníddu kirkju Mcgrath hefur sótt þessa trúleysingja sína en sagnfræðingar hafa ekki gefið þeim bókunum góða dóma og ég hef lesið þar kafla úr þeim sem hafa verið heldur barnalegir og farið út í persónulegar árásir, sem varð hreinlega til þess að ég hafði ekki áhuga á meiru. Steindór J.Erlingsson skrifaði McGrath meðal annars bréf sem þú ættir að finna á bloggsvæðinu hans"

Ég dreg það stórlega í efa að í þessum bókum sé um einhverjar persónulegar árásir að ræða, þ.e. sem snúa að persónu Dawkins fremur en hugmyndum hans. Ég fann bréf Steindórs til McGraths, en fann svosem ekkert merkilegt í bréfinu sjálfu. Steindór benti McGrath reyndar á einhvern fræðimann sem leitast við að rannsaka sálfræðilegar og hugfræðilegar rætur á uppruna trúar. Það sem vakir fyrir þessum manni er auðvitað að finna algildan (universal) grunn allrar trúar. McGrath svarar því þannig í grófum dráttum, að leitin að algildi sé marklaus innan hugvísinda og meira í takt við 19.öld og fyrri hluta þeirrar 20. Ég get ekki verið annað en sammála honum. Menn geta auðvitað reynt og það er ekki hægt að útiloka neitt, en virðist engu að síður blindgöturáf þessi leit að hinum algilda grunni.

"Guðfræði er bjánaleg gervivísindi/gervifræði og af hverju ætti einhver að hafa áhuga á hugmyndum McGrath um Guð. Maðurinn er að verja fáránlega hugmynd og vill ekki að vísindin séu að kafa ofan í bullið sitt sem hann sennilega trúir ekki sjálfur á. Auðvitað byggir Dawkins bók sína og mynd aðallega á öfgunum það er svo hægt að gera aðra mynd um hlutlausa þjóðkirkjupakkið.
,,Skynsamlegt vel rökstutt kristið svar"... er einfaldlega ekki til.
Það hafa löngum verið til menn eins og McGrath sem standa fyrir hugmyndir á vægast sagt gráu svæði, þar sem þeir telja að vísindin geti ekki afsannað kjaftæðið en fæstir hafa staðist tímans tönn eins og mikið af svokallaðri andlegri heimspeki fyrrum biskupa bæði hérlendis og erlendis til að nefna dæmi - sem sálfræðin og önnur vísindi hafa hlegið að. Kirkjunarmenn eru nefninlega eins og við vitum báðir bara að babbla eitthvað bull sem þeir hafa ekki hundsvit á og ættu ekki að koma nálægt - því þeir hafa engar sannanir, hugmyndirnar standa í stað eða hopa með framförum vísindanna og hafa ekkert fram að færa hvorki í nútíð né þátíð. Hugsaðu þér, allt þetta tal þitt um frjóa texta (hvort sem þeir eru það eða ekki) er rugl textarnir voru skrifaðir fyrir fáfróðar portkonur og ógæfumenn, realískt rit fyrir málstaðinn."

Þessi langa athugasemd þín er uppfull af óútskýrðri bræði (orð eins og rugl, blaðrandi bull, bjánalegt, fáfróðar portkonur og ógæfumenn, kjaftæði o.s.frv). Það er oft þannig, eins og ég hef áður sagt, að þegar menn spenna bogann of hátt þá slitnar strengurinn. Þú vilt kannski endurskoða þetta eitthvað, því textinn einkennist af tilfinningalegri ofhleðslu og við vitum báðir að slíkt er ekki við hæfi (nema hjá eldklerkum)?

"Já, enda hef ég ekki ofurtrú á Dawkins, pikka hins vegar upp þá punkta sem mér finnst góðir hjá honum."

Og það hafa verið punktar sem snúa að hugmyndinni um Guð, eðli hans og eiginleika, hvort um sé að ræða vísindalega tilgátu eður ei. Dæmi um þetta er þegar þú talar um að trúin á Guð sé líkt og að trúa á tannálfinn.

"Nei þetta er ekki ósköp einfalt vegna þess að Dawkins var að gera mynd um öfgarnar, en McGrath fellur ekki í þann part. Ef að allt upptekið efni yrði að vera í heimildarmyndum yrðu þær hundruðir klukkutíma að lengd. Hann notar eflaust tækifærið eða aðrir til að benda á bjánagang og hræsni þjóðkrikna seinna meir. Dawkins gerði þetta af eintómum heiðarleika og vísindamennsku - hann hefði alveg getað tekið vestræna pólitíkusinn á þetta og þagað yfir þessu og látið þetta líða yfir eins og mönnum er tamt nú til dags. Heldur þú að þjóðkirkjan á Íslandi, Páfagarður eða McGrath hefði birt myndband í sinni einkaeign sem kæmi þeim illa?"

Þetta er nú lítið annað en, eins og það er kallað, eftirá skýring og réttlæting fyrir afglöpunum. Hvergi í myndinni tekur Dawkins það fram að myndin sé eingöngu beint gegn öfgunum, sem hann hefði auðvitað átt að gera ef þetta stenst. Og af hverju tók hann þá viðtal við McGrath yfir höfuð til að byrja með? Til þess að eiga það á lager þegar hann gerir mynd um hófsamari og skynsamari trúmenn eftir að hafa afgreitt öfgarnar? Sér ekki hver maður að þetta nær engri átt?

"Sem þú gerir nú samt. Ég hef nú fylgst nokkuð vel með umræðunni bæði á Vantrú (sem NB er sennilega upplýstasta umræðan um trúmál á Íslandi) og eins hjá Steindóri og tel mig því alveg fullhæfan til að taka þátt í umræðu þó að ég lesi ekki fleiri doðranta eftir þennan hræsnara, sem ég vissi til að hafa það á hreinu að var trúlaus - sumir eru bara svo vonlitlir og veikir á sjálfa sig."

Nei ég geri það ekki, ég set ekki fram beinar tilvitnanir úr öllu samhengi. Eru þeir sem eru þér ekki sammála sem sagt hræsnarar? En þeir sem eru þér sammála starfrækja á hinn bóginn "upplýstustu umræðu um trúmál á Íslandi". Afar ódýrt og einstrengingslegt.

"Trúlausir menn sækja nefninlega í vísindi og þó að eitthvað verði flóknara þá leggjumst við ekki bara á kné og lokum augum og vonum að Jesú finni fyrir okkur lausnina."

Hver gerir það? Hver bíður aðgerðarlaus eftir því að Jesús bjargi málunum? Enginn. Ekki nema við horfum á:

"þá siðferðilegu andspyrnu sem hefur nú heldur betur flogið á rassgatið undir kristnum áhrifum í Bandaríkjunum"

sem gagnrýna má með réttu, en ekki alhæfa út frá um alla trú (þar með talið trú McGraths). Auk þess er þetta engin siðferðisleg andspyrna hjá neoconistunum.

"Ég endurtek Guðfræði hefur ekki leitt til neina framfara og mun ekki gera það - hún né trúin hefur engin svör við vandmálum né hraða nútímans"

Já þú endurtekur enn og aftur að Guðfræði hafi ekki leitt til neinna framfara og því vil ég leyfa mér að endurtaka spurninguna mína: ertu þá að tala um vísindalegar framfarir eða? Ég spyr vegna þess að það er eitt að tala um framfarir í vísindum en annað í hugvísindum. Vísindin hjálpa okkur að komast til tunglsins, mæla mengun, stunda neðansjávarrannsóknir og berjast gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum o.s.frv., en það gera hugvisindin ekki. Og út frá hvaða guðfræði lestri dregur þú þessa ályktun? Er hún ekki bara úr lausu lofti gripin? Eða leist þér ekkert á verk Ágústínusar, Tómasar frá Akvínó, Barths, Moltmann, Lúthers og McGraths? Þessir menn fást við hugtök og það er eins gott því eins og Derrida sagði þá er ekkert utan textans.

"Guðfræði er það sem oft hefur verið sagt um marga mæta menn, faguryrði án innihalds."

Hér er ég sammála þér að vissu leyti. En samkvæmt þeim guðfræðingum sem ég hef gluggað í þá er þetta ekkert slæmt. Fyrir þeim (t.d. Barth) þá er Guð einmitt án innihalds í þeim skilningi að við getum ekkert sagt um hann, mannleg orð megna ekki að tjá guðdóminn sem er allt um kring en um leið í óendanlegri fjarlægð og birtist hvergi í náttúrunni eða í manninum. En hann opinberast í Jesú Krist og Biblíunni sem er ekki vísbending um fyrrnefnda opinberun. Það sem einkennir þá Guð er fjarvist sem við getum ekki eignað neina eiginleika. Á þessum grunni tel ég að guðfræðingar þeyti líkingunni við tannálfinn, Lagafljótsorminn, jólasveininn, grýlu og leppalúða út í veður og vind þar sem öll þessi fyrirbæri hafa ákveðna eiginleika sem hægt er að telja upp. ólíkt Guði sem er allt um kring en við getum þó ekki höndlað með orðum vegna þess að hann er ekkert annað en "faguryrði án innihalds" eins og þú kemur svo skemmtilega inná. Bíddu erum við að horfa upp á ómeðvitaða skápatrú hér!!! Nhheee:)

Þetta ætti að nægja.

A.F.O said...

Ein villa í síðasta dálki: þar átti auðvitað að standa að Biblían sé, samkvæmt Barth, vísbending um fyrrnefnda opinberun (þ.e. ekki opinberun sem slík). En ég skrifaði óvart að hún væri "ekki vísbending" sem er auðvitað ekkert annað en Freudískt mismæli að minni hálfu.

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Ég dreg það stórlega í efa að í þessum bókum sé um einhverjar persónulegar árásir að ræða, þ.e. sem snúa að persónu Dawkins fremur en hugmyndum hans"

Þú dregurþað í efa, ég hef lesið það og greinar sem hann er að skíta yfir hann.

,,Þessi langa athugasemd þín er uppfull af óútskýrðri bræði (orð eins og rugl, blaðrandi bull, bjánalegt, fáfróðar portkonur og ógæfumenn, kjaftæði o.s.frv). Það er oft þannig, eins og ég hef áður sagt, að þegar menn spenna bogann of hátt þá slitnar strengurinn. Þú vilt kannski endurskoða þetta eitthvað, því textinn einkennist af tilfinningalegri ofhleðslu og við vitum báðir að slíkt er ekki við hæfi (nema hjá eldklerkum)?"

Það er ekkert að þessum texta!
Þú vilt meina að þetta sé ofhleðsla, en ég segi að þetta sé staðreynd, heldur þú virkilega að skrif geðsjúklingsins Páls postula hafi verið guðlegs eðlis eða að hann hafi ritað þetta fyrir heimspekinga 2000 árum seinna?
Nei, þetta var auðvitað áróðusrpési. Hvað á ég að þurfa að endurtaka söguna oft áður en ég get farið að kalla eitthvað sínu rétta nafni t.d. lygi, kjaftæði og bjánaskapur. Þú ættir nú að þekkja það úr þinni sálgreiningu/sálfræði athugunum að það kemur að þeim tímapunkti að það er ekki talið börnum lengur hollt að eiga ósýnilega vina og hvað er þessi fáránlega guðshugmynd annað en aumkunverð tilraun fullorðina til að halda í slíkt - burt með bull!!!

,,Og það hafa verið punktar sem snúa að hugmyndinni um Guð, eðli hans og eiginleika, hvort um sé að ræða vísindalega tilgátu eður ei. Dæmi um þetta er þegar þú talar um að trúin á Guð sé líkt og að trúa á tannálfinn."

Það hafa verið fáir punktar en þeir standa þrátt fyrir það - hvað er ólíkt því að trúa annars vegar á Guð eða tannálfinn eða jólasveininn? Er ekki alveg jafn líklegt að jólasveininn hafi skapað hér allt eins og Guð?

,,Þetta er nú lítið annað en, eins og það er kallað, eftirá skýring og réttlæting fyrir afglöpunum. Hvergi í myndinni tekur Dawkins það fram að myndin sé eingöngu beint gegn öfgunum, sem hann hefði auðvitað átt að gera ef þetta stenst. Og af hverju tók hann þá viðtal við McGrath yfir höfuð til að byrja með? Til þess að eiga það á lager þegar hann gerir mynd um hófsamari og skynsamari trúmenn eftir að hafa afgreitt öfgarnar? Sér ekki hver maður að þetta nær engri átt?"

Þú getur litið á þetta hvernig sem er. Dawkins tók fram áður en myndin var gerð að hann áskyldi sér rétt til þess að birta ekki allt það efni sem hann kæmist yfir og já ég held að það hafi verið mistök að taka viðtal við hófsaman og hopandi trúmann hver sem hann var - þjónar engum tilgangi, sem er líklegasta ástæðan eins og áður segir fyrir því að efnið var ekki notað.

,,Nei ég geri það ekki, ég set ekki fram beinar tilvitnanir úr öllu samhengi. Eru þeir sem eru þér ekki sammála sem sagt hræsnarar? En þeir sem eru þér sammála starfrækja á hinn bóginn "upplýstustu umræðu um trúmál á Íslandi". Afar ódýrt og einstrengingslegt."

Nú? Maðurinn er hræsnari af eftirfarandi ástæðu. Allt í lagi með það að gagnrýna vantrú og/eða vísindi - en hann telur að trúleysi
geti ekki tekist á við vandamál samtímans eins og t.d. siðferðileg en básúnar svo út úr rassgatinu á sér að hann sé kristinn maður sem hafa eins og allir vita átt einhverja ömurlegustu sögu frá upphafi mannkyns og þverrt á móti verið siðferðilega brenglað pakk. sem NB! hefur engin svör við nútíð, fortíð né framtíð enda byggð á sandi... það er hræsni!

,,sem gagnrýna má með réttu, en ekki alhæfa út frá um alla trú (þar með talið trú McGraths). Auk þess er þetta engin siðferðisleg andspyrna hjá neoconistunum."

Þetta er svokölluð yfirhafnartrú.
Ekki benda á mig, því að við erum aðrir.Síðan gera menn eitthvað rangt í nafni trúar og eru fordæmdir en eru þá bara mættir með annan söfnuð og kennitölu daginn eftir! Og burt séð frá þessu þá þiggur þessi maður laun fyrir ófræðilega kennslu (og án þess að vita það) mögulega preststarf sem almenningur borgar fyrir. Hér á landi gerist það t.d. árlega að deildum fyrir heilabilaða og geðdeildum er lokað og þá er gott að vita til þess að 4 milljörðum er eytt í helvítis þjóðkirkjuna.
Segðu svo neoconservatistum og kristilegu öfgamönnunum í BNA að þetta sé ekki siðferðileg andspyrna - þetta er massíft unit sem notar Biblíuna og fjármagn til að laða að fólk í vandræðum til liðs við málsstað gegn trúlausum og öðrum trúarbrögðum.

,,Já þú endurtekur enn og aftur að Guðfræði hafi ekki leitt til neinna framfara og því vil ég leyfa mér að endurtaka spurninguna mína: ertu þá að tala um vísindalegar framfarir eða? Ég spyr vegna þess að það er eitt að tala um framfarir í vísindum en annað í hugvísindum. Vísindin hjálpa okkur að komast til tunglsins, mæla mengun, stunda neðansjávarrannsóknir og berjast gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum o.s.frv., en það gera hugvisindin ekki. Og út frá hvaða guðfræði lestri dregur þú þessa ályktun? Er hún ekki bara úr lausu lofti gripin? Eða leist þér ekkert á verk Ágústínusar, Tómasar frá Akvínó, Barths, Moltmann, Lúthers og McGraths? Þessir menn fást við hugtök og það er eins gott því eins og Derrida sagði þá er ekkert utan textans."

Það er ömurlegt til þess að vita að þú takir ekki undir þetta. Við værum ekki verr stödd án þessara texta og manna! Guðfræðin byggir ekki á neinu. Engu staðföstu og reynir að tengja ýmsa hluti í kringum sinn Guð sem er ekki til og Biblíuna sem er að mestu leyti uppspuni og áróðursrit sem stenst enga gagnrýni.
Svo að við tökum nú aðeins Lúther fyrir, af hverju ætti nokkur maður að vera betur settur með orð manns sem varð valdurinn að hrottalegu trúarbragðastríði innan kristinnar trúar um aldir sem auk þess hefur sagt eftirfarandi (af því að þú elskar tilvitnanir):

1.Hvern sá sem óskar að vera kristinn, látum hann stinga augun úr rökhugsun sinni.

2.Kristur vill slátra rökhugsuninni og brjóta á bak aftur óstýrilæti júðanna...

3. Hver sá, sem kristinn vill vera, verður af heilum hug að þagga niður í rödd skynseminnar.

4. Kona hefur eigi stjórn á sjálfri sér

Þarf ekki að strika þennan mann út úr lífi hvers friðelskandi Íslendings?

,,Hér er ég sammála þér að vissu leyti. En samkvæmt þeim guðfræðingum sem ég hef gluggað í þá er þetta ekkert slæmt. Fyrir þeim (t.d. Barth) þá er Guð einmitt án innihalds í þeim skilningi að við getum ekkert sagt um hann, mannleg orð megna ekki að tjá guðdóminn sem er allt um kring en um leið í óendanlegri fjarlægð og birtist hvergi í náttúrunni eða í manninum. En hann opinberast í Jesú Krist og Biblíunni sem er ekki vísbending um fyrrnefnda opinberun. Það sem einkennir þá Guð er fjarvist sem við getum ekki eignað neina eiginleika. Á þessum grunni tel ég að guðfræðingar þeyti líkingunni við tannálfinn, Lagafljótsorminn, jólasveininn, grýlu og leppalúða út í veður og vind þar sem öll þessi fyrirbæri hafa ákveðna eiginleika sem hægt er að telja upp. ólíkt Guði sem er allt um kring en við getum þó ekki höndlað með orðum vegna þess að hann er ekkert annað en "faguryrði án innihalds" eins og þú kemur svo skemmtilega inná. Bíddu erum við að horfa upp á ómeðvitaða skápatrú hér!!! Nhheee:)"

Guð er auðvitað hvergi nema í höfðinu á vitleysingum og heilaþvegnum börnum og ógæfumönnum sem leita réttlætingar á eiginn óförum og eru ekki tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig.
Guð hefur nú heldur betur samkvæmt Biblíunni, mannkynssögunni, biskupum og konungum og listamönnum eiginleika og ásýnd - ef ekki rífið þá bls úr biblíunni úr. Nú ef að við getum litið framhjá biblíunni og notað hana bara þegar hentar þá ættu þessir Guðfræðingar ekki að kalla sig kristna menn heldur guðstrúandi menn - það hafa þeir flestir ekki gert. Þess vegna er tannálfurinn og álfar og aðrir ósýnilegir furðafuglar jafn mikið til (til að fara niður á barnalegt stig kristninnar) og Guð og samlíkingin lifir. menn þurfa t.d. ekki að greina neitt útlit né eiginleika álfa þó að þeir segist trúa á þá.

Niðurstaðan:

1. Guð er álfur
2. Saga kristinna manna er blóði drifin og hatursfull. Trúin er byggð á riti sem stenst ekki, er fullt af lygum og áróðri.
3. McGrath er hræsnari.
4. Trúleysi er líklegri til að leysa vandamál samtímans en trú (sem er stór hluti vandamálsins).
5. Vísindi>Trú
6.Raunvísindi>Hugvísindi:)
7. Við erum betur sett án trúar.

Sólskinsfífl nútímans said...

Eitt atriði sem ég kom kannski ekki nógu vel inná áðan, þegar ég var upptekin við að rifja upp voðaverk og fáránleg orð Lúthers sem varðar eftirfarandi:

,,Ég spyr vegna þess að það er eitt að tala um framfarir í vísindum en annað í hugvísindum. Vísindin hjálpa okkur að komast til tunglsins, mæla mengun, stunda neðansjávarrannsóknir og berjast gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum o.s.frv., en það gera hugvisindin ekki. Og út frá hvaða guðfræði lestri dregur þú þessa ályktun? Er hún ekki bara úr lausu lofti gripin? Eða leist þér ekkert á verk Ágústínusar, Tómasar frá Akvínó, Barths, Moltmann, Lúthers og McGraths? Þessir menn fást við hugtök og það er eins gott því eins og Derrida sagði þá er ekkert utan textans."

Maður þarf ekki að lesa einhverja ,,vitringa" til að átta sig á því hvað er bull. Eins og þú myndir ekki leggjast yfir verk manna sem trúa á jólasveinninn eða til dæmis þá sem skrifa um geimverur. Eflaust voða fallega framsett og skrifað af lærðum mönnum, en blaður engu að síður.
Til að koma kannski með dæmi úr raunveruleikanum sem við þekkjum betur þá þarftu ekki að lesa mikið í fræðimennsku á vegum Vísindakirkjunnar eða tilbúning Mormóna til að geta hlegið upphátt og spurt ,, Er ykkur alvara?" - Guðfræðin og kristin trú er af nákvæmlega sama meiði, þó að vissulega sé fáránleikinn og réttlætingin grafinn lengst aftur í aldir og því byggt að staðreyndaleysu.
Varðandi Vísindi vs Hugvísindi þá ætlar þú ekki að setja heimspeki og guðfræði í sama hatt er það nokkuð?
Þú ert verr haldin en mig grunaði ef að þú getur ekki séð muninn á því sem J.S. Mill, Jean Bodin, Montesquieu, Hobbes og fleiri höfðu fram að færa hugmyndafræðilega sem breytti mannkynssögunni en menn á borð við Lúther, Ágústínus og alla þá dólga sem þú hefur áður nefnt - sem hafa verið sannkölluð byrði á þróuninni, staðið í vegi fyrir upplýsingu, skynsemi, lýðræði og öllu því sem við teljum í dag sjálfsagðan hlut.

Heimspeki>Guðfræði

Sólskinsfífl nútímans said...

Þarf að drepa smá tíma...
,,Hver gerir það? Hver bíður aðgerðarlaus eftir því að Jesús bjargi málunum? Enginn. Ekki nema við horfum á:"

Fyrir utan BNA má nefna trúboð Bandaríkjanna víðsvegar í Afríku sem byggir á þessum heimsendahugmyndum, kristnir menn fyrir botni miðjarðarhafs eru í sömu hugleiðingum. Baptistum og kaþólikkum er víða haldið í fáfræði með því að raunir þeirra í þessu lífi séu ekkert á miðað við gleðina sem tekur við í himnaríki (sem sagt dregið úr krafti skynseminnar og sjálfsbjargar).
Hér á Íslandi höfum við kristna söfnuði sem gera út á þetta - en við höfum líka einnig hið gagnstæða þ.e. ,,gefðu pening og drottinn mun blessa þig". Þá er nú ósagt látið heilaþvottur foreldra og ættingja í garð barna sem eru látin fara með bænir og jafnvel beðin um að biðja fyrir öðrum (og auðvitað gera þau það í fáfræði sinni enda myndi samviskubitið naga þau ef að eitthvað kæmi fyrir og þau hefðu ekki beðið - væri þetta að koma fram núna í annarri mynd, yrðu slíkir söfnuðir undir stöðugu eftirliti og börn tekin af slíkum foreldrum.)
Allt er þetta mjög heilbrigt.

A.F.O said...

"Þú dregurþað í efa, ég hef lesið það og greinar sem hann er að skíta yfir hann."

Persónulega? Eitthvað sem snýr ekki að hugmyndum Dawkins og skrifum, heldur persónu hans? Nei varla, ekki prúðmennið McGrath.

"Það er ekkert að þessum texta!
Þú vilt meina að þetta sé ofhleðsla, en ég segi að þetta sé staðreynd, heldur þú virkilega að skrif geðsjúklingsins Páls postula hafi verið guðlegs eðlis eða að hann hafi ritað þetta fyrir heimspekinga 2000 árum seinna?
Nei, þetta var auðvitað áróðusrpési."

Ég hef ekkert sagt um það hverjum skrif Páls voru ætluð. Það sem ég talaði um voru ólíkar nálganir, ólíkar túlkanir. Það skiptir máli hvernig við lesum. Vissulega voru skrif hans guðlegs eðlis, en hvort hann var geðsjúkur áróðursmeistari veit ég ekki. Hann var einfaldlega að skrifa um upplifun sína og reynslu.

"Hvað á ég að þurfa að endurtaka söguna oft áður en ég get farið að kalla eitthvað sínu rétta nafni t.d. lygi, kjaftæði og bjánaskapur. Þú ættir nú að þekkja það úr þinni sálgreiningu/sálfræði athugunum að það kemur að þeim tímapunkti að það er ekki talið börnum lengur hollt að eiga ósýnilega vina og hvað er þessi fáránlega guðshugmynd annað en aumkunverð tilraun fullorðina til að halda í slíkt - burt með bull!!!"

Það má aldrei missa móðinn, aldrei missa hlutina út í spól. Þú hefur klifað á einhverjum sögulegum atburðum og gagnrýnt neoconista eða aðra bókstafstrúarmenn, og það með réttu. Ég er sammála þér að þarna er um bull að ræða í þessum einstöku dæmum, en það réttlætir ekki alhæfingar um bull og rugl því þar tekur tilfinningalega ofhleðslan við.

"Það hafa verið fáir punktar en þeir standa þrátt fyrir það - hvað er ólíkt því að trúa annars vegar á Guð eða tannálfinn eða jólasveininn? Er ekki alveg jafn líklegt að jólasveininn hafi skapað hér allt eins og Guð?"

Þessu var ég búinn að svara með því að benda þér á guðfræði Barths, í kjölfar þess að þú talaðir um guðfræði sem "faguryrði án innihalds."

"Þú getur litið á þetta hvernig sem er. Dawkins tók fram áður en myndin var gerð að hann áskyldi sér rétt til þess að birta ekki allt það efni sem hann kæmist yfir og já ég held að það hafi verið mistök að taka viðtal við hófsaman og hopandi trúmann hver sem hann var - þjónar engum tilgangi, sem er líklegasta ástæðan eins og áður segir fyrir því að efnið var ekki notað."

Ég ætla ekki að afskrifa Dawkins, en þarna gerðist hann sekur um að hagræða upplýsingum sér í hag. Það er synd.

"Nú? Maðurinn er hræsnari af eftirfarandi ástæðu. Allt í lagi með það að gagnrýna vantrú og/eða vísindi - en hann telur að trúleysi
geti ekki tekist á við vandamál samtímans eins og t.d. siðferðileg en básúnar svo út úr rassgatinu á sér að hann sé kristinn maður sem hafa eins og allir vita átt einhverja ömurlegustu sögu frá upphafi mannkyns og þverrt á móti verið siðferðilega brenglað pakk. sem NB! hefur engin svör við nútíð, fortíð né framtíð enda byggð á sandi... það er hræsni!"

Ég veit ekki betur en að McGrath fagni hreinlega allri gagrýni á trúarbrögð í myndbandinu sem ég benti þér á. Og hann tekur undir með Dawkins hvað varðar bókstafstrúarmenn sem hafa afvegaleitt fólk og setja iðulega út trúartrompið til þess að loka allri rökræðu. En í framhaldinu setur hann svo fram vel rökstudda og skynsama trú sína (einnig rökstyður hann það hvers vegna hann telji hana skynsama. Og hvernig endar þetta? Jú, með því að Dawkins segir: "ég skil trú þína, en ég skil ekki af hverju þú trúir". Þannig að allt tal þitt um siðferðislega brenglað pakk (það eru til guðfræðingar sem hafa hafa staðið traustum fótum á hinu hála siðferðissvelli) og að menn séu að básuna eitthvað út úr rassgatinu á sér er í besta falli fyndið, en í versta falli...tja, óviðeigandi alhæfingar.

"Þetta er svokölluð yfirhafnartrú.
Ekki benda á mig, því að við erum aðrir.Síðan gera menn eitthvað rangt í nafni trúar og eru fordæmdir en eru þá bara mættir með annan söfnuð og kennitölu daginn eftir! Og burt séð frá þessu þá þiggur þessi maður laun fyrir ófræðilega kennslu (og án þess að vita það) mögulega preststarf sem almenningur borgar fyrir. Hér á landi gerist það t.d. árlega að deildum fyrir heilabilaða og geðdeildum er lokað og þá er gott að vita til þess að 4 milljörðum er eytt í helvítis þjóðkirkjuna.
Segðu svo neoconservatistum og kristilegu öfgamönnunum í BNA að þetta sé ekki siðferðileg andspyrna - þetta er massíft unit sem notar Biblíuna og fjármagn til að laða að fólk í vandræðum til liðs við málsstað gegn trúlausum og öðrum trúarbrögðum"

Ég er ekkert fylgjandi því að geðdeildum sé lokað og 4milljörðum sé sópað í þjóðkirkjuna ár hvert. Ég henti gaman af því þegar Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur lagði nelgdi þessu í andlitið á einum af svartstökkum þjóðkirkjunnar í Kastljósinu. En það var líka annað skemmtilegt, því að Hjörtur Magni sagði að "sú stofnun sem teldi sig hafa höndlað sannleikann væri hættuleg og beinlínis djöfuleg." Hér er hann auðvitað að tala um bókstafstrú. Hann vill meina (eins og Barth) að við séum "breisk og brothætt, lítil og smá" og að ekkert mannlegt orð eða hugtak megni að tjá eða höndla sannleikann - guðdóminn - heldur sé það hann sem höndlar okkur (eða þá sem heyra orð Guðs og samsama sig Kristi). Þessu svaraðii þjóðkirkjupresturinn hálf aulalega: "ja, ég veit ekki hvernig ég gæti sinnt starfi mínu ef ég teldi mig ekki hafa höndlað sannleikann." En þessu með neoconistana er ég alveg sammála þannig að óþarfi er að ræða það. En hitt er annað mál að þú getur ekki, eins og ég hef oft sagt, alhæft út frá þeim. Eins og í heimspeki, stjórnmálum, sálfræði o.s.frv. þá eru margar stefnur í guðfræði, sumar slæmar aðrar ekki. Sjáðu t.d. Barth og McGrath - þetta eru flottir gaurar.

"Það er ömurlegt til þess að vita að þú takir ekki undir þetta. Við værum ekki verr stödd án þessara texta og manna! Guðfræðin byggir ekki á neinu. Engu staðföstu og reynir að tengja ýmsa hluti í kringum sinn Guð sem er ekki til og Biblíuna sem er að mestu leyti uppspuni og áróðursrit sem stenst enga gagnrýni."

Ég get einfaldlega ekki tekið undir þetta. Þessir menn hafa haft gríðarleg áhrif í hugmyndasögunni eins og ég hef áður komið inná. Ekki í vísindum vitanlega, en það er vegna þess að þessir menn fengust við manninn og tilvist hans. Það gerðu þeir með því að fást við hin ýmsu hugtök. Þú segir að við værum ekkert verr stödd án þessara manna, og ég spyr í hvaða skilningi "verr stödd". Ég meina við værum ekkert verr stödd hvað varðar lífsviðurværi án texta Megasar og Bob Dylan, við myndum alveg hafa það af, en við værum þeim mun verr stödd að öðru leyti. Það sama gildir um skrif Ágústínusar, Tómasar, Barths, MOltmann, McGrath, Derrida, Freud, Lacan, Heidegger, Hegel og svona mætti lengi telja. Við hefðum það alveg af, við værum ekkert verr stödd að því leytinu til en GUð minn góðu hvað við værum fátæk að öðru leyti. Svo segir þú að Biblían sé áróðursrit sem stanst enga gagnrýni, en ég segi að hún hafi verið notuð sem áróðursrit og þar af leiðandi hafin yfir gagnrýni, sem hún er vitanlega ekki frekar en önnur rit. Það myndi t.d. Barth taka undir...þar sérðu það. En ég meina ef við tökum bara Ágústínus sem dæmi, þá hefur hann eflaust skrifað einhverja vitleysu, maðurinn skrifaði heilu hillumetrana (8-10 milljón orð ef ekki meira), en það er alls ekki allt bull og vitleysa.
En svo er það Lúther. Ég viðraði svipaðar athugasemdir við Grétar einhvern tímann og þá sagði hann mér að hann (Lúther) hafi iðulega verið með mikinn mannsöfnuð í kringum sig sem safnaðist fyrir á heimili hans og skráð niður margar af þeim sláandi setningum sem hann lét frá sér fara við matarborðið í miklum galsa, svona eins og menn gera. (Zizek talar t.d. um að senda menn beint í Gúlagið þegar hann kemst til valda). Svo gætum við þurft að taka það með í reikninginn að maðurinn var með geðhvarfasýki og hver skrifar ekki eitthvað bölsýnt og hræðilegt á sínum myrkustu kvöldum. Ég er ekki að segja að allt það slæma sem hann skrifaði hafi hann fest á blað annaðhvort í maníu eða í svartasta þunglyndi, en við verðum að gæta hófs í að plammera menn og taka alla þætti með í reikninginn áður en við förum að beita strokleðrinu sem þú talar um í þágu friðelskandi manna.

"Guð er auðvitað hvergi nema í höfðinu á vitleysingum og heilaþvegnum börnum og ógæfumönnum sem leita réttlætingar á eiginn óförum og eru ekki tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig.
Guð hefur nú heldur betur samkvæmt Biblíunni, mannkynssögunni, biskupum og konungum og listamönnum eiginleika og ásýnd - ef ekki rífið þá bls úr biblíunni úr. Nú ef að við getum litið framhjá biblíunni og notað hana bara þegar hentar þá ættu þessir Guðfræðingar ekki að kalla sig kristna menn heldur guðstrúandi menn - það hafa þeir flestir ekki gert. Þess vegna er tannálfurinn og álfar og aðrir ósýnilegir furðafuglar jafn mikið til (til að fara niður á barnalegt stig kristninnar) og Guð og samlíkingin lifir. menn þurfa t.d. ekki að greina neitt útlit né eiginleika álfa þó að þeir segist trúa á þá."

Þú segir að Guð sé fyrir þá sem séu ekki tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig. Aðrir myndu segja áð þvert á móti sé Guð fyrir þá sem séu einmitt tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig og gangast við því að vera ekki annað en úrgangur Guðs eins og Lúther átti að hafa sagt. En ég skil hvað þú átt við, sumir þurfa föðurlega handleiðslu í gegnum lífið. Svo segir þú að Guð hafi heldur betur eiginleika og ásýnd samkvæmt Biblíu og biskupum. Þetta er rétt hjá þér að einhverju leyti, sumir líta á Guð sem gamlan mann með skegg og telja sig geta lýst honum. En eins og ég hef bent á þá eru til aðrar og frjóari stefnur í guðfræði og nefndi ég Barth í því samhengi. Hann aðhyllist "Kristólógíu", þ.e. guðfræði hans er algerlega Kristsmiðuð og hverfist um persónu hans. Og samkvæmt honum hefur Guð allt um kring en um leið í óendanlegri fjarlægð frá manninum í þeim skilningi að við getum ekki höndlað hann með orðum eða hugtökum okkar, við getum ekki eignað honum einhverja eiginleika eða lýst honum að öðru leyti. Það eina sem við getum spáð í eru mannlegar og þar af leiðandi skeikular frásagnir manna í biblíunni af Jesú krist því að þar opinberast Guð samkvæmt Barth. Líkingin við jólasveinin er því víðs fjarri því að vera nothæf ef litið er til guðfræði Barths. Þú talar um að rífa blaðsíður úr biblíunni og ég er viss um að Barth, Grétar og fleiri guðfræðingar myndu ekki stoppa þig. Svo talar þú um að menn eigi ekki að kalla sig kristna ef þeir lesa biblíuna eftir því sem þeim hentar, heldur eigi þeir að kalla sig guðstrúa. En ég spyr af hverju þurfa guðfræðingar að lesa biblíuna orð fyrir orð til þess að teljast kristnir, af hverju þurfa þeir að vera bókstafstrúa til þess að vera kristnir? Ég skal bara svara þessu: þeir þurfa það alls ekki. GUðfræðingar lesa ekki biblíuna eins og þeim hentar, biblían er byggð á mannlegum skeikulum frásögnum sem hver og einn vegur og metur eftir eigin skynsemi. Ég myndi segja að menn eins og Barth séu kristnir einmitt vegna þess að þeir lesa Biblíuna ekki bókstaflega heædur eru tilbúnir að rífa blaðsíður úr ef þeim mislíkar. Barth segir t.d. að sannleikurinn (Guð) sé ekki milliliðalaus, heldur sé hann miðlaður, hann á sér millilið sem er auðvitað Jesú kristur sem gekk hér á meðal vor samkvæmt þeim mannlegu frásögnum sem við höfum í Biblíunni og í þeim þurfum við að pæla vegna þess að þær eru vísbendingar um opinberun. En hvað sem öðru líður þá skulum við hafa eitt á hreinu að til þess að vera kristin er ekki nauðsynlegt að vera bókstafstrúarmaður...nei þvert á móti. Og annað skulum við hafa alveg á hreinu að líkingin við álfa eða önnur fyrirbæri á ekki bara alls ekki við þó að spaugileg sé. Þú segir að álfar "þurfi" ekki að hafa eiginleika til þess að fólk trúi á þá, en það er nú bara einu sinni þannig að þeir hafa eiginleika rétt eins og jólasveinninn og lagafljótsormurinn. Þegar þú lest um álfa og huldufólk í þjóðsögunum þá er það í mannsmynd. Þannig að það gengurur ekki að segja bara "ef að þessi fyrirbæri hefðu ekki þessa eiginleika þá væru þeir eins og Guð". Þetta er ekki til umræðu, þessi fyrirbæri hafa ákveðna eiginleika. Og auðvitað líka spagettískrímslið.

Þar með hef ég sýnt fram á að það eru brestir í atugasemdum þínum, forsendum, og því þarf ekki að fjölyrða um niðurstöðuna. Viðbótinni þinni um að guðfræði og kristin trú séu af sama meiði og rit um jólasveininn, geimverur og vísindakirkjuna get ég ekki svarað öðruvísi en með þveru NEI-i. Ástæðuna er að finna í því sem ég skrifaði um Barth t.d.

Sólskinsfífl nútímans said...

Nei, nei, nei skoðanir mínar eru byggðar á bjargi - það eru aðrir menn sem hafa byggt á sandi og fengið holskeflu réttmætrar gagnrýni yfir sig.

,, Ég hef ekkert sagt um það hverjum skrif Páls voru ætluð. Það sem ég talaði um voru ólíkar nálganir, ólíkar túlkanir. Það skiptir máli hvernig við lesum. Vissulega voru skrif hans guðlegs eðlis, en hvort hann var geðsjúkur áróðursmeistari veit ég ekki. Hann var einfaldlega að skrifa um upplifun sína og reynslu."

Það er það sem ég er að segja, við eigum ekki að vera að túlka textana vegna þess að þeir voru ætlaðir sem einfaldur áróður fyrir samtímafólk en ekki fyrir siðmenntað fólk 2000 árum seinna - það var engin þannig hugsjón í gangi. Heimspekingar færu aldrei að reyna að túlka álíka gamla texta sem væru jafn mikil svívirða og lygi og þessir textar eru með jákvæðum hætti eða að sjá eitthvað nýtt í þeim - NB! Það er fullt af nothæfu drasli í dagbókarskrifum Hitlers en við segjum líkt og vinur þinn Zizek ,,nei þetta er ekki til umræðu - punktur".

Varðandi McGrath og Barth þá er auðvitað lítið mál að finna sér afmarkað ímyndað hugmyndafræðilegt svæði til að verja sem alltaf er hægt að hopa eða þrengja.
Guð án eiginleika og ásýndar auk hentistefnu sem kemur að Biblíu - bíddu hver sér ekki í gegnum svona kjánaskap? Ertu ekki að grínast?
...og bætir svo við að vegna þess að við séum svo breisk og brothætt, lítil og smá að þá skiljum við ekki né vitum neitt, en aðeins ,,Hann" skilur:/
Þetta er í rauninni innihald þeirrar kaþólsku trúar sem hélt manneskjunni frá framförum í fleiri aldir!!!

,,Eins og í heimspeki, stjórnmálum, sálfræði o.s.frv. þá eru margar stefnur í guðfræði, sumar slæmar aðrar ekki. Sjáðu t.d. Barth og McGrath - þetta eru flottir gaurar."

En ólíkt heimspeki, stjórnmála(fræði) og sálfræði þá er meginmarkmið Guðfræðinnar að vera í vörn - verja ímyndaða afmarkaða svæðið sem ég talaði um áðan, með mismunandi aðferðum vissulega. Það er ekkert nýtt - bara hugmynd sem er, þó að auðvitað séu útfærslurnar með ýmsum hætti. Hjá McGrath og Barth, virðast því samkvæmt þínum skrifum útilokað að afsanna kenninguna eða fræðin. T.d. ef að með einhverjum undraverðum hætti menn myndu finna líkamsleifar Krists og geta greint DNA bæði úr jarðneskum föður og móður, þá myndu menn segja ,,skiptir engu máli - hugmyndafræðilega var hann sonur guðs" eða ef að menn gætu staðhæft það að Jesú var aldrei til þá myndu menn segja ,, en það rýrir ekki gildi dæmisögunnar né kristinnar trúar, við höfum ennþá Guð". Þess vegna er þetta grátlega hlægileg hræsni og gervivísindi sem á heima í miðaldakirkjum en ekki háskólum.

,,Ég get einfaldlega ekki tekið undir þetta. Þessir menn hafa haft gríðarleg áhrif í hugmyndasögunni eins og ég hef áður komið inná. Ekki í vísindum vitanlega, en það er vegna þess að þessir menn fengust við manninn og tilvist hans. Það gerðu þeir með því að fást við hin ýmsu hugtök. Þú segir að við værum ekkert verr stödd án þessara manna, og ég spyr í hvaða skilningi "verr stödd". Ég meina við værum ekkert verr stödd hvað varðar lífsviðurværi án texta Megasar og Bob Dylan, við myndum alveg hafa það af, en við værum þeim mun verr stödd að öðru leyti. Það sama gildir um skrif Ágústínusar, Tómasar, Barths, MOltmann, McGrath, Derrida, Freud, Lacan, Heidegger, Hegel og svona mætti lengi telja. Við hefðum það alveg af, við værum ekkert verr stödd að því leytinu til en GUð minn góðu hvað við værum fátæk að öðru leyti. Svo segir þú að Biblían sé áróðursrit sem stanst enga gagnrýni, en ég segi að hún hafi verið notuð sem áróðursrit og þar af leiðandi hafin yfir gagnrýni, sem hún er vitanlega ekki frekar en önnur rit. Það myndi t.d. Barth taka undir...þar sérðu það. En ég meina ef við tökum bara Ágústínus sem dæmi, þá hefur hann eflaust skrifað einhverja vitleysu, maðurinn skrifaði heilu hillumetrana (8-10 milljón orð ef ekki meira), en það er alls ekki allt bull og vitleysa."

Þessir menn fengust vissulega við manninn og tilvist hans. Þeir voru bara hugmyndafræðilega heftir um framgang hans. Í stað þess að reyna að koma á framförum sem þeir virðast hafa verið ófærir um bentu þeir á Guð og héldu þannig fólki í gíslingu í þessu lífi. Þeir lugu að fólki og kirkjan var eins og þú veist mjög áhrifamikil allt fram að upplýsingu - fólk hafði ekki kosti. Það er það sem greinir þessa menn frá Megas og Dylan, þeir halda ekki fólki í fáfræði, það hafa flestir rétt til að hafna því eða velja að hlusta á þá og enginn verður brenndur eða hengdur fyrir að gera það ekki.
Varðandi Ágústínus og brjálæðinga á borð við Lúther ert þú sem sagt að segja að ég gæti farið hér um og skrifað bækur um að við eigum að murka lífið úr rauðhærðu fólki, nauðga börnum og gamalmennum og brenna frjálsíþróttafólk en að fólk ætti samt að lesa og taka alvarlega hugmynd mína um að fyrir 5000 árum hafi gengið hér um jörðina Sara dóttir yfirnáttúrulegrar veru sem ég kýs að kalla ,,Bull" og er ósjáanleg fyrirbæri án eiginleika?

,,(Lúther) hafi iðulega verið með mikinn mannsöfnuð í kringum sig sem safnaðist fyrir á heimili hans og skráð niður margar af þeim sláandi setningum sem hann lét frá sér fara við matarborðið í miklum galsa, svona eins og menn gera. (Zizek talar t.d. um að senda menn beint í Gúlagið þegar hann kemst til valda). Svo gætum við þurft að taka það með í reikninginn að maðurinn var með geðhvarfasýki og hver skrifar ekki eitthvað bölsýnt og hræðilegt á sínum myrkustu kvöldum. Ég er ekki að segja að allt það slæma sem hann skrifaði hafi hann fest á blað annaðhvort í maníu eða í svartasta þunglyndi, en við verðum að gæta hófs í að plammera menn og taka alla þætti með í reikninginn áður en við förum að beita strokleðrinu sem þú talar um í þágu friðelskandi manna."

En ástæðan fyrir því að Zizek getur látið slíkt útúr sér er vegna hins frjálsa nútíma sem við lifum í - það gerði Lúther ekki.
Gætum við ekki að sama skapi sagt þetta um allar gjörðir mannanna.
María mey var sennilega svo rosalega kaldhæðin að hún sagðist ganga með son Guðs undir belti vegna þess að hún skammaðist sín fyrir föðurómyndina. Upphafsmenn KKK voru eflaust líka bara að djóka með það að murka lífið úr blökkumönnum, grínið gekk bara aðeins of langt - það sér hver maður að þetta eru virkilega slæmar afsakanir.
Nú ef að Lúther hefur verið svona bullandi veikur eins og þú segir að þá er það nú eitt það fyrsta sem menn gera er að sjá sýnir og verða oft ofsatrúar - kannski að það sé orsök þess sem hann skrifaði?
Það er enginn að biðja menn um að stroka út einstaklinga úr mannkynssögunni eins og félagar þínir í Sovétríkjunum gerðu, þverrt á móti að halda þessum viðbjóði fyrir augum friðelskandi fólks svo að það hugsi með sér hvort að það vilji kalla sig kristið, hvað þá lúterstrúar.

,,Hann aðhyllist "Kristólógíu", þ.e. guðfræði hans er algerlega Kristsmiðuð og hverfist um persónu hans. Og samkvæmt honum hefur Guð allt um kring en um leið í óendanlegri fjarlægð frá manninum í þeim skilningi að við getum ekki höndlað hann með orðum eða hugtökum okkar, við getum ekki eignað honum einhverja eiginleika eða lýst honum að öðru leyti. Það eina sem við getum spáð í eru mannlegar og þar af leiðandi skeikular frásagnir manna í biblíunni af Jesú krist því að þar opinberast Guð samkvæmt Barth. Líkingin við jólasveinin er því víðs fjarri því að vera nothæf ef litið er til guðfræði Barths. Þú talar um að rífa blaðsíður úr biblíunni og ég er viss um að Barth, Grétar og fleiri guðfræðingar myndu ekki stoppa þig."

Af hverju rífa þeir þá ekki blaðsíðurnar úr bókinni?
Þú segir að guðfræði hans sé algjörlega Kristsmiðuð og hverfist um persónu hans en samt er í góðu lagi að velja þar og hafna úr - enda Jesú auðvitað með marga menn í kringum sig og endalaust að djóka með einhverja pólitíska ranghugsun. Varðandi þessa bjánalegu nálgun á Guð og samanburðinn við jólasveinninn og aðrar barnaverur - myndir þú taka mig alvarlega ef að ég á morgunn segðist í einlægni trúa á jólasveininn og að hann væri skyldur Guði McGrath eða Barth og hefði sömu óeiginleika og óásýnd - þessu má alveg halda fram rétt eins og það sem þeir kumpánar gera - ég veit að ég er kominn niður á verulega lágt stig, en maður þarf greinilega að teygja sig niður fyrir guðfræðinni, sem japlar á leðjunni á botni mannlegrar hugmyndafræði.
Barth byggir alla sína heimsmynd og Guðsdýrkun sem sagt í kringum skeikular frásagnir manna á bronsöld, sem voru ritaðar löngu seinna, þar sem ekki er þverfótað fyrir misræmi, áróðri og lygum jafnvel andlegra veikra manna... Hvað getur maður sagt um slíkt? Á maður að standa upp og klappa? Ja, ætli það lýsi ekki manninum best sjálfum, en á auðvitað ekki nokkuð skylt við fræðimennsku.

,,Svo talar þú um að menn eigi ekki að kalla sig kristna ef þeir lesa biblíuna eftir því sem þeim hentar, heldur eigi þeir að kalla sig guðstrúa. En ég spyr af hverju þurfa guðfræðingar að lesa biblíuna orð fyrir orð til þess að teljast kristnir, af hverju þurfa þeir að vera bókstafstrúa til þess að vera kristnir? Ég skal bara svara þessu: þeir þurfa það alls ekki. GUðfræðingar lesa ekki biblíuna eins og þeim hentar, biblían er byggð á mannlegum skeikulum frásögnum sem hver og einn vegur og metur eftir eigin skynsemi. Ég myndi segja að menn eins og Barth séu kristnir einmitt vegna þess að þeir lesa Biblíuna ekki bókstaflega heædur eru tilbúnir að rífa blaðsíður úr ef þeim mislíkar."

Veit ekki alveg af hverju ég er að svara þessu, kjánalegt að halda áfram umræðu um Barth EN!!!! Það sem ég átti við er að ef að menn eru tilbúnir til að strika meirihlutann jafnvel mest út úr Biblíunni eins og skynsamir gagnrýnir menn gera - af hverju ekki þá að halda sig við ósýnilega veru og auka ekki á kjaftæðið (best væri þó auðvitað að sleppa því líka). Það væri hins vegar gaman að vita hversu langt þeir vilja ganga í að rífa og hverju þeir trúa af frásögnunum og hvers vegna? Út frá þessu sjónarhorni (EF að við gefum okkur ansi margt, t.d. að Jesú hafi verið til og eitthvað sé að marka nokkuð af því sem einhver sagði áratugum eftir meintan dauða hans) þá mætti líkja þessu við að sagnfræðingar gæfu út 5 mismunandi útgáfur af 20.öldinni og menn myndu velja sér útgáfu eftir stjórnmálaskoðunum, sem þeir síðan gætu túlkað á sinn veg til að það hentaði þeim betur - mikið væri veröldin nú góð ef að allir lifðu í þannig blekkingu - já eða íþróttasögu, menn gætu t.d. bitið í sig ,,Nei, Henry fór aldrei til Barcelona" löngu eftir dauða hans.

,,En hvað sem öðru líður þá skulum við hafa eitt á hreinu að til þess að vera kristin er ekki nauðsynlegt að vera bókstafstrúarmaður...nei þvert á móti. "

...og það er einmitt það sem gerir það svo yndislegt að vera kristinn? Jú Jesú var sonur Guðs og við eigum að leita eftir opinberunum, en samt er í lagi að rífa fullt af þessu drasli í burtu þó að hér leynist kannski sannleikur - ekki satt?
Í Jesú opinberast Guð fyrir Barth, en við skulum samt ekki taka mark á öllu því sem hann segir og halda áfram að rífa blaðsíðurnar úr.
Nú fer tvennum ef ekki þrennum sögum af því hvað Jesú átti að hafa sagt á krossinum - sannnleikurinn? Þitt er valið!
Páll var andlega veikur maður sem áður hafði grýtt kristna menn, við skulum ekki taka mark á Opinberunarbókinni en það er samt satt að þessi veiki ofstækismaður sá Guð - er það ekki?
Það var allt í klessu þegar að Hitler tók við, en hann reif þjóðfélagið af stað og skyndilega var kominn 8% hagvöxtur í Þýskalandi og allt í bullandi uppgangi - útrýmingarbúðir og seinni heimsstyrjöldinni? - Nei gerðist aldrei - ekki satt?
Hvað sagði Jesú um samkynhneigð?
Eiga kristnir menn að taka mark á því? Nei - er það nokkuð.

Síðan segja menn þverrt Nei við hræsni og hentistefnu???

,,Og annað skulum við hafa alveg á hreinu að líkingin við álfa eða önnur fyrirbæri á ekki bara alls ekki við þó að spaugileg sé. Þú segir að álfar "þurfi" ekki að hafa eiginleika til þess að fólk trúi á þá, en það er nú bara einu sinni þannig að þeir hafa eiginleika rétt eins og jólasveinninn og lagafljótsormurinn. Þegar þú lest um álfa og huldufólk í þjóðsögunum þá er það í mannsmynd. Þannig að það gengurur ekki að segja bara "ef að þessi fyrirbæri hefðu ekki þessa eiginleika þá væru þeir eins og Guð". Þetta er ekki til umræðu, þessi fyrirbæri hafa ákveðna eiginleika. Og auðvitað líka spagettískrímslið."

Eins og ég kom inn á áðan, þá get ég notað nákvæmlega sömu rök og þessir ,,flottu guðfræðingar". Af hverju ættu McGrath og Barth að hafa eitthvað einkaleyfi á það að segja ekkert um þessa yfirnáttúrulegu veru sem þeir trúa á?
Það að kristin trú sé ekki það sama og t.d. vísindakirkajn eða Mormónar er kjaftæði, vegna þess að annars hefðu þessi skáldsögutrúarbrögð (eins og kristni er líka) ekki fúnkerað.

Púú á trúarbrögð!!!

A.F.O said...

"Nei, nei, nei skoðanir mínar eru byggðar á bjargi - það eru aðrir menn sem hafa byggt á sandi og fengið holskeflu réttmætrar gagnrýni yfir sig."

Réttmæt gagnrýni já? Ég myndi telj þetta meira í ætt við það sem menn kalla strámannsgagnrýni. Það gemgur ekki hvað eftir annað að stilla upp einhverri afbakaðri og úrkynjaðri "kristni" (sem er jú gagnrýni verð) og alhæfa svo út frá því. Það tekur enginn mark á slíku.

"Það er það sem ég er að segja, við eigum ekki að vera að túlka textana vegna þess að þeir voru ætlaðir sem einfaldur áróður fyrir samtímafólk en ekki fyrir siðmenntað fólk 2000 árum seinna - það var engin þannig hugsjón í gangi. Heimspekingar færu aldrei að reyna að túlka álíka gamla texta sem væru jafn mikil svívirða og lygi og þessir textar eru með jákvæðum hætti eða að sjá eitthvað nýtt í þeim - NB! Það er fullt af nothæfu drasli í dagbókarskrifum Hitlers en við segjum líkt og vinur þinn Zizek ,,nei þetta er ekki til umræðu - punktur"."

Þú segir að það hafi ekki verið nein hugsjón í gangi að skrifa þessa texta fyrir fólk 2000árum síðar, heldur hafi þeir verið ætlaðir samtímafólki. Ég vil ekki fara út í það hverjum einhverjir ákveðnir textar eru ætlaðir. Ég meina það gefur auga leið að auðvitað eru textar skrifaðir fyrir samtímafólk og væntanlega komandi kynslóðir þannig að allt slíkt tal um það hverjum textar eru ætlaðir hljómar einkennilega í mínum eyrum...ég get nú ekki sagt annað. Hvort að þetta hafi verið áróður eða ekki skal ég ekkert segja um. Og já Zizek segir að við eigum að lesa Mein Kampf ekki til þess að finna þar jákvæða punkta heldur til þess að afhjúpa hrottaskapinn sem getur á köflum haft snotr ásýnd. En þetta segir hann alls ekki um kristnina sem hann telur að við eigum að lesa og berjast fyrir þar sem hún bjóði hverjum og einum, rétt eins og buddisminn, að eiga hlutdeild í hinu guðlega hvort (s.s. frelsi og jafnrétti). Þar liggur munurinn.

"Varðandi McGrath og Barth þá er auðvitað lítið mál að finna sér afmarkað ímyndað hugmyndafræðilegt svæði til að verja sem alltaf er hægt að hopa eða þrengja.
Guð án eiginleika og ásýndar auk hentistefnu sem kemur að Biblíu - bíddu hver sér ekki í gegnum svona kjánaskap? Ertu ekki að grínast?
...og bætir svo við að vegna þess að við séum svo breisk og brothætt, lítil og smá að þá skiljum við ekki né vitum neitt, en aðeins ,,Hann" skilur:/
Þetta er í rauninni innihald þeirrar kaþólsku trúar sem hélt manneskjunni frá framförum í fleiri aldir!!!"

Hopa, þrengja, afmarkað hugmyndafræðilegt svið? Hér fylgi ég þér ekki alveg. Punkturinn er þessi: það þarf ekki að vera bókstafstrúar til þess að vera kristinn. Innan guðfræði eru straumar og stefnur eins og annars staðar og svo aðhyllast menn eitt en ekki annað. Guðfræði Barths er, eins og ég hef sagt kristsmiðuð. Það er það sem hann aðhyllist. Hann hopar og þrengir einungis vegna þess að hann er ekki bókstafstrúarmaður. Ef ég aðhyllist gagrýna kenningu Frankfurtarskólans (Adorno, Horkheimer) og horfi á allt annað út frá þeim sjónarhóli þá mætti segja að ég sé að hopa og þrengja mitt hugmyndafræðilega svið, en það er ekkert slæmt við það. Menn verða jú að staðsetja sig einhversstaðar. Eins og þú stillir þessu upp þá er bara um tvennt að ræða: bókstafs trú eða ekkert (ja nema það sem þú kallar guðstrú). Ég vil leyfa mér að halda því fram að slíkir afarkostir hafi ekkert með upplýsta umræðu að gera. Það hafna auðvitað allir slíkum afarkostum.

"þessir menn fengust vissulega við manninn og tilvist hans. Þeir voru bara hugmyndafræðilega heftir um framgang hans. Í stað þess að reyna að koma á framförum sem þeir virðast hafa verið ófærir um bentu þeir á Guð og héldu þannig fólki í gíslingu í þessu lífi. Þeir lugu að fólki og kirkjan var eins og þú veist mjög áhrifamikil allt fram að upplýsingu - fólk hafði ekki kosti. Það er það sem greinir þessa menn frá Megas og Dylan, þeir halda ekki fólki í fáfræði, það hafa flestir rétt til að hafna því eða velja að hlusta á þá og enginn verður brenndur eða hengdur fyrir að gera það ekki.
Varðandi Ágústínus og brjálæðinga á borð við Lúther ert þú sem sagt að segja að ég gæti farið hér um og skrifað bækur um að við eigum að murka lífið úr rauðhærðu fólki, nauðga börnum og gamalmennum og brenna frjálsíþróttafólk en að fólk ætti samt að lesa og taka alvarlega hugmynd mína um að fyrir 5000 árum hafi gengið hér um jörðina Sara dóttir yfirnáttúrulegrar veru sem ég kýs að kalla ,,Bull" og er ósjáanleg fyrirbæri án eiginleika?"

Ég sé að þú ert hættur að tala um "framfarir" (að skrif guðfræðinganna hafi ekki leitt til neinna framfara) og þess í stað farinn að tala um "framgang mannsins". Og ég spyr bara aftur: ertu að tala um framgang mannsins í vísindalegu tilliti eða hvað varðar lífviðurværi? Og þegar þú talar um að menn eins og Ágústínus hafi haldið mönnum í fáfræði þá get ekki í hneykslan minni annað en vísað til þess sem ég hef áður sagt um ríkan þátt hans og annarra í hugmyndasögunni. Í rauninni á ég ekki að vera að svara athugasemdum sem þessari sem ég hef áður svarað. En kannski hef ég komið einhverju til leiðar þar sem þú hefur lagt "framfarahugtakið" niður og ert farinn að notast við "framgang mannsins." Það er öllu skárri þó svo að í grunninn sé það hið sama. En svona rétt í lokinn þá værum við einmitt fáfróð hefði manna eins og Ágústínusar ekki notið við.

"En ástæðan fyrir því að Zizek getur látið slíkt útúr sér er vegna hins frjálsa nútíma sem við lifum í - það gerði Lúther ekki.
Gætum við ekki að sama skapi sagt þetta um allar gjörðir mannanna.
María mey var sennilega svo rosalega kaldhæðin að hún sagðist ganga með son Guðs undir belti vegna þess að hún skammaðist sín fyrir föðurómyndina. Upphafsmenn KKK voru eflaust líka bara að djóka með það að murka lífið úr blökkumönnum, grínið gekk bara aðeins of langt - það sér hver maður að þetta eru virkilega slæmar afsakanir.
Nú ef að Lúther hefur verið svona bullandi veikur eins og þú segir að þá er það nú eitt það fyrsta sem menn gera er að sjá sýnir og verða oft ofsatrúar - kannski að það sé orsök þess sem hann skrifaði?
Það er enginn að biðja menn um að stroka út einstaklinga úr mannkynssögunni eins og félagar þínir í Sovétríkjunum gerðu, þverrt á móti að halda þessum viðbjóði fyrir augum friðelskandi fólks svo að það hugsi með sér hvort að það vilji kalla sig kristið, hvað þá lúterstrúar."

Þetta fyrsta skil ég ekki: Zizek getur sagt eitthvað í frjálsum nútímanum en það gerði Lúther ekki. Hvað gerði Lúther ekki? Og svo ætle ég ekki að gera neina atugasemd við Maríu mey og KKK dæmum þínum sem þú notar til þess að sína fram á einhverjar lélegar afsakanir. Í fyrsta lagi er þetta óviðeigandi og í öðru lagi var ekki um neinar afsakanir að ræða. Það eina sem ég sagð að það þirfti að gæta hófs áður en farið væri út í að plammera menn og taka alla þætti með í reikninginn. Það má vissulega finna eitthvað vafasamt í þeim hillumetrum sem Lúther hefur fyllt með skrifum sínum en það þarf að skoða allar hliðar málsins. En svo máttu ekki gleyma því að hina kristmiðuðu guðfræði (kristólógíu) má rekja aftur til hans. Þannig að strákur verður að sitja á hest sínum.

"Af hverju rífa þeir þá ekki blaðsíðurnar úr bókinni?
Þú segir að guðfræði hans sé algjörlega Kristsmiðuð og hverfist um persónu hans en samt er í góðu lagi að velja þar og hafna úr - enda Jesú auðvitað með marga menn í kringum sig og endalaust að djóka með einhverja pólitíska ranghugsun. Varðandi þessa bjánalegu nálgun á Guð og samanburðinn við jólasveinninn og aðrar barnaverur - myndir þú taka mig alvarlega ef að ég á morgunn segðist í einlægni trúa á jólasveininn og að hann væri skyldur Guði McGrath eða Barth og hefði sömu óeiginleika og óásýnd - þessu má alveg halda fram rétt eins og það sem þeir kumpánar gera - ég veit að ég er kominn niður á verulega lágt stig, en maður þarf greinilega að teygja sig niður fyrir guðfræðinni, sem japlar á leðjunni á botni mannlegrar hugmyndafræði.
Barth byggir alla sína heimsmynd og Guðsdýrkun sem sagt í kringum skeikular frásagnir manna á bronsöld, sem voru ritaðar löngu seinna, þar sem ekki er þverfótað fyrir misræmi, áróðri og lygum jafnvel andlegra veikra manna... Hvað getur maður sagt um slíkt? Á maður að standa upp og klappa? Ja, ætli það lýsi ekki manninum best sjálfum, en á auðvitað ekki nokkuð skylt við fræðimennsku."

Ég er búinn að segja þér frá kristmiðaðri guðfræði Barths. að sannleikurinn samkvæmt honum er ekki milliliðalaus heldur miðlaður í gegnum Jesú Krist sem við höfum frásagnir af í Biblíunni, ég er líka búinn að segja þér frá guðshugmynd hans sem ekkert mannlegt hugtak eða orð megnar að tjá með fátæklegasta hætti, samferða því, og á þessum grunni sagði ég þér að líkingar við jólasveina og huldufólk eru víðs fjarri, ég er búinn að segja þér að kristni á ekkert skylt með bókstafstrú. Þú nefnir misræmi og lygar, og Barth myndi taka undir með þér að einhverju leyti vegna þess að hann heldur því einmitt fram að Biblían sé alls ekki óskeikul (að halda því fram er bókstafstrú).

"Veit ekki alveg af hverju ég er að svara þessu, kjánalegt að halda áfram umræðu um Barth EN!!!! Það sem ég átti við er að ef að menn eru tilbúnir til að strika meirihlutann jafnvel mest út úr Biblíunni eins og skynsamir gagnrýnir menn gera - af hverju ekki þá að halda sig við ósýnilega veru og auka ekki á kjaftæðið (best væri þó auðvitað að sleppa því líka). Það væri hins vegar gaman að vita hversu langt þeir vilja ganga í að rífa og hverju þeir trúa af frásögnunum og hvers vegna? Halda sig við ósýnilega veru og henda rest í ruslið eða á bókabrennu er ekki til umræðu. Guðfræði Barths er mun flóknari en svo að hægt sé að tala bara ósýnilega veru og punktur. Guð er óendanlega fjarlægur mönnunum, hann birtist hvergi í okkur mönnunum eða í náttúrunni og ekkert orð eða hutak getur fangað hann. Það var á þessum grunni sem Barth tók eindregna afstöðu gegn persónudýrkun nasismanum. Honum var skipað að byrja hvern ritningarlestur á "sieg heil" en hann neitaði, fannst það afar ósmekklegt, pakkaði niður og fór til Sviss. Hér vill einhver spyrja hvort hann hefði ekki getað tekið þessa ákvörðun og afstöðu án guðfræði sinnar? Þessu vilja ég svara með því að benda á að menn verða að standa á einhverjum grunni og sérstaklega á stundum sem þessum þar sem alls ekki var gefið að menn bæri kennsl á hrottann (sérstakleg þeir sem höfðu engan grunn og léku í lausu lofti). Hér vill annar bæta því við hvort ekki sé nóg að hafa skynsemina að grunni? Því vil ég svara með því að benda á að þarna var fullt af skynsömu fólki sem engu að síður lét glepjast (t.d. Heidegger), svo það er alls óvíst hvort skynsemin nægi ein og sér. Skynsemin sjálf þarf að eiga sér einhvern grundvöll ef hún á ekki að vera tómt hugtak. En hvað um það Barth lét ekki glepjast því að hann vissi að Guð gat ekki birst í hugmyndafræði nasismans, þriðja ríkinu eða Hitler.

"Út frá þessu sjónarhorni (EF að við gefum okkur ansi margt, t.d. að Jesú hafi verið til og eitthvað sé að marka nokkuð af því sem einhver sagði áratugum eftir meintan dauða hans) þá mætti líkja þessu við að sagnfræðingar gæfu út 5 mismunandi útgáfur af 20.öldinni og menn myndu velja sér útgáfu eftir stjórnmálaskoðunum, sem þeir síðan gætu túlkað á sinn veg til að það hentaði þeim betur - mikið væri veröldin nú góð ef að allir lifðu í þannig blekkingu - já eða íþróttasögu, menn gætu t.d. bitið í sig ,,Nei, Henry fór aldrei til Barcelona" löngu eftir dauða hans."

Ég endurtek: Guðfræðingar lesa ekki biblíuna eins og þeim hentar, biblían er byggð á mannlegum skeikulum frásögnum sem hver og einn vegur og metur eftir eigin skynsemi. Út úr því getur margt frjótt sprottið og ég freistast til þess að nefna Barth í því samhengi. Þannig að þetta er ekki spurning um hentugleika, heldur það sem samræmist skynsemi Barths í þessu tilfelli. Og svona rétt ó lokin þá spyr sá sem ekki veit: er til ein algild útgáfa af 20. öldinni?

"Síðan segja menn þverrt Nei við hræsni og hentistefnu???"

Já kannski. En ekki kristni. Þú vilt eflaust segja jú víst. En aðhyllast menn hentistefnu ef þeir eru ekki bókstaftrúa. Aldeilis ekki. Barth étur til dæmis ekki upp hvert orð og hverja blaðsíðu upp eftir Biblíunni, heldur vegur hann og metur hlutina með skynseminni.

"...og það er einmitt það sem gerir það svo yndislegt að vera kristinn? Jú Jesú var sonur Guðs og við eigum að leita eftir opinberunum, en samt er í lagi að rífa fullt af þessu drasli í burtu þó að hér leynist kannski sannleikur - ekki satt?
Í Jesú opinberast Guð fyrir Barth, en við skulum samt ekki taka mark á öllu því sem hann segir og halda áfram að rífa blaðsíðurnar úr.
Nú fer tvennum ef ekki þrennum sögum af því hvað Jesú átti að hafa sagt á krossinum - sannnleikurinn? Þitt er valið!
Páll var andlega veikur maður sem áður hafði grýtt kristna menn, við skulum ekki taka mark á Opinberunarbókinni en það er samt satt að þessi veiki ofstækismaður sá Guð - er það ekki?
Það var allt í klessu þegar að Hitler tók við, en hann reif þjóðfélagið af stað og skyndilega var kominn 8% hagvöxtur í Þýskalandi og allt í bullandi uppgangi - útrýmingarbúðir og seinni heimsstyrjöldinni? - Nei gerðist aldrei - ekki satt?
Hvað sagði Jesú um samkynhneigð?
Eiga kristnir menn að taka mark á því? Nei - er það nokkuð."

Biblían er byggð á mannlegum orðum og þar af leiðandi er hún skeikul, og því er engin ástæða til að éta upp hvert einasta orð. En það er ekki þar hægt að segja guðfræðingar eins og Barth haldi því fram að "sannleikurinn. Þitt er valið" bara vegna þess að þeir neita að taka ritninguna bókstaflega. Það er ekki hægt að segja: "Barth tekur Biblíunni ekki bókstaflega, segir að hún sé óskeikul og væri jafnvel hlyntur því að rífa blaðsíður úr henni og þar af leiðandi hentistefnukall sem segir "sannleikurinn, þitt er valið"" Þetta væri röng fullyrðing. Af hverju? Vegna þess að það er grundvallarmunur á því að túlka eftir því sem manni hentar og að vega og meta þessi mannlegu orð Biblíunnar með skynseminni. Ef Barth myndi rífa blaðsíður úr Biblíunni þá myndi hann ekki gera það vegna þess að þær henta honum ekki, heldur vegna þess að þær samræmast ekki skynsemi hans. Líkingin við nasisman er meingölluð. Við erum annasr vegar með Biblíu sem er ekkert annað en mannlegir textar sem guðfræðingar og annað fólk túlkar eftir eigin skynsemi og þó svo að hún sé ekki tekin bókstaflega og menn telji að einhverjir atburðir sem frásagnirnar lýsa séu í engu samræmi við það sem skynsamlegt þykir og hafi því ekki átt sér stað, þá er það alls ekki það sama og að halda því fram að helförin hafi ekki átt sér stað.

"Eins og ég kom inn á áðan, þá get ég notað nákvæmlega sömu rök og þessir ,,flottu guðfræðingar". Af hverju ættu McGrath og Barth að hafa eitthvað einkaleyfi á það að segja ekkert um þessa yfirnáttúrulegu veru sem þeir trúa á?
Það að kristin trú sé ekki það sama og t.d. vísindakirkajn eða Mormónar er kjaftæði, vegna þess að annars hefðu þessi skáldsögutrúarbrögð (eins og kristni er líka) ekki fúnkerað."

McGrath talar, að mig minnir, um Guð sem almáttugan skapara himins og jarðar. En um leið trúir hann á þróunarkenningu Darwins. Þetta telur hann mögulegt vegna þess að Guð er utan tímans og var á undan öllu lífi. Eftir sköpun lífs hófst þróun þess (Guð fyrst svo Darwin). Eftir að hafa pælt í heiminum og lesið Biblíuna finnst honum þetta skynsamleg kenning, en hún er jú einungis byggð á líkum eins og aðrar kenningar (og sérstaklega þegar kemur að uppruna heims og lífs). Þannig að McGrath segir eitt og annað um sinn Guð. Barth er sammála og telur að Guð sé skapari himin og jarðar og sé okkur því fjarlægur og óskiljanlegur þannig að við getum ekki lýst honum með orðum eða hugtökum...við höndlum hann ekki því sannleikurinn er ekki milliliðalaus heldur opinberast hann í Jesú krist. Það er ekki hægt að lýsa þessu við þjóðsögur um álfa og huldufólk eða jólasveina sem hafa ákveðna eiginleika og er ávallt lýst í mannsmynd í sögunum. Guð er hvergi í mannsmynd, en hann opinberast Krist samkvæmt Barth. Hér er augljóslega ólíku saman að jafna.

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Réttmæt gagnrýni já? Ég myndi telj þetta meira í ætt við það sem menn kalla strámannsgagnrýni. Það gemgur ekki hvað eftir annað að stilla upp einhverri afbakaðri og úrkynjaðri "kristni" (sem er jú gagnrýni verð) og alhæfa svo út frá því. Það tekur enginn mark á slíku."

Já og það er auðvitað alltaf hægt að segja svona og fela sig á bakvið ný afbrigði af kristni. Öfgatrú er apaskapur en tíðaranda-þjóðkirkju trú er jafnvel meiri hræsni.

,,En þetta segir hann alls ekki um kristnina sem hann telur að við eigum að lesa og berjast fyrir þar sem hún bjóði hverjum og einum, rétt eins og buddisminn, að eiga hlutdeild í hinu guðlega hvort (s.s. frelsi og jafnrétti). "

Segðu þeim sem eru annarar trúar það þegar kemur að kristninni öfgatrú, samkynhneigðum þegar kemur að þjóðkirkju Íslands, konum sem eru óléttar eftir nauðgun þegar kemur að kaþólikkum, þeim sem smitast af AIDS í Afríku vegna barnalegrar heimsendakrisni og dæmi má finna á öllum ,,stigum kristninnar - nema kannski afmarkaðri grein sem stofnuð var í gær af því að hún vill ekki svara óþægilegum spurningum um sögu kristinnar trúar.

,,Hopa, þrengja, afmarkað hugmyndafræðilegt svið? Hér fylgi ég þér ekki alveg. Punkturinn er þessi: það þarf ekki að vera bókstafstrúar til þess að vera kristinn. Innan guðfræði eru straumar og stefnur eins og annars staðar og svo aðhyllast menn eitt en ekki annað. Guðfræði Barths er, eins og ég hef sagt kristsmiðuð. Það er það sem hann aðhyllist. Hann hopar og þrengir einungis vegna þess að hann er ekki bókstafstrúarmaður. Ef ég aðhyllist gagrýna kenningu Frankfurtarskólans (Adorno, Horkheimer) og horfi á allt annað út frá þeim sjónarhóli þá mætti segja að ég sé að hopa og þrengja mitt hugmyndafræðilega svið, en það er ekkert slæmt við það. Menn verða jú að staðsetja sig einhversstaðar. Eins og þú stillir þessu upp þá er bara um tvennt að ræða: bókstafs trú eða ekkert (ja nema það sem þú kallar guðstrú). Ég vil leyfa mér að halda því fram að slíkir afarkostir hafi ekkert með upplýsta umræðu að gera. Það hafna auðvitað allir slíkum afarkostum."

Það sem ég er að benda á er hversu mikil hræsni það er, það geta allir afmarkað sig á gráu svæði sem enginn getur gagnrýnt og sagt ,,úúúú hvað ætlar þú að segja nú". Þeir sem horfa á allt út frá einu sjónarhorni eða sjónarhóli og þrengja sitt svið eftir því sem t.d. vísindin fletta ofan eru hræsnarar ættu ekki að kalla sig fræðimenn. Þess vegna er guðfræðin gervivísindi/gervifræðimennska líkt og kynjafræði eða eins og var eitt sinn í stjórnmálafræðinni að menn kenndu kommúnisma sem fræðimennsku - sem er auðvitað hlægilegt.
Varðandi afarkostina þá mega menn gera það sem þeir vilja, en leyfðu mér þá að njóta sömu forréttinda og Lenin og stilla þeim upp við vegg og skjóta þá... í kaf með gagnrýni. Menn eiga að minnsta kosti að koma hreint fram og setja í ramma hverju þeir trúa af Biblíunni og standa svo og falla með því - en það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess af slíkum gervivísindahræsnurum.

,,Ég sé að þú ert hættur að tala um "framfarir" (að skrif guðfræðinganna hafi ekki leitt til neinna framfara) og þess í stað farinn að tala um "framgang mannsins". Og ég spyr bara aftur: ertu að tala um framgang mannsins í vísindalegu tilliti eða hvað varðar lífviðurværi? Og þegar þú talar um að menn eins og Ágústínus hafi haldið mönnum í fáfræði þá get ekki í hneykslan minni annað en vísað til þess sem ég hef áður sagt um ríkan þátt hans og annarra í hugmyndasögunni. Í rauninni á ég ekki að vera að svara athugasemdum sem þessari sem ég hef áður svarað. En kannski hef ég komið einhverju til leiðar þar sem þú hefur lagt "framfarahugtakið" niður og ert farinn að notast við "framgang mannsins." Það er öllu skárri þó svo að í grunninn sé það hið sama. En svona rétt í lokinn þá værum við einmitt fáfróð hefði manna eins og Ágústínusar ekki notið við."

Ég stend ennþá við það sem ég sagði, það virðist hins vegar vera afstætt hvað mönnum finnst um það og ég þarf ekkert að þræta við þig um það. En hvað er það sem er svona frábært við Ágústínus og alla hina geðsjúklingana?
Hugmyndir þeirra um guð - nei hættu nú. Þessir menn gerðu meira slæmt en gott í sínu lífi - kannski að trúin hafi spilað þar inn í?

,,Þetta fyrsta skil ég ekki: Zizek getur sagt eitthvað í frjálsum nútímanum en það gerði Lúther ekki. Hvað gerði Lúther ekki? Og svo ætle ég ekki að gera neina atugasemd við Maríu mey og KKK dæmum þínum sem þú notar til þess að sína fram á einhverjar lélegar afsakanir. Í fyrsta lagi er þetta óviðeigandi og í öðru lagi var ekki um neinar afsakanir að ræða. Það eina sem ég sagð að það þirfti að gæta hófs áður en farið væri út í að plammera menn og taka alla þætti með í reikninginn. Það má vissulega finna eitthvað vafasamt í þeim hillumetrum sem Lúther hefur fyllt með skrifum sínum en það þarf að skoða allar hliðar málsins. En svo máttu ekki gleyma því að hina kristmiðuðu guðfræði (kristólógíu) má rekja aftur til hans. Þannig að strákur verður að sitja á hest sínum."

Zizek getur sagt slíkt á þeim tímum sem við lifum, annað gilti um Lúther, hann hefði varla farið að vera kaldhæðin sem hefði getað kostað höfuð hans nema auðvitað að veikur væri. Megas myndi t.d. átta sig á því að hann gæti ekki grínast með trú og sögu landsins ef að hann hefði fæðst í Íran.
Af hverju ætti ég að gæta hófs g af hverju er þetta meira óviðeigandi en þegar þú gefur í skyn að mögulega hafi Lúther verið að grínast eins og Zizek?
Mér er andskotans sama um Lúther, guðfræðingar geta smjaðrað fyrir daufum eyrum sagnfræðinga.

Afgangurinn er auðvitað ekki svara verður því að ef að McGrath og Barth væru svona skynsamir menn þá létu þeir alfarið frá sér Biblíuna og snéru sér að annars konar hræsni - kannski stjórnmálum:)
Kannski að þeir ættu að skvetta framan í sig köldu vatn og spyrja sig að því hvort að stærsti punkturinn við það að Biblían sé ekki óskeikul er sá að í henni er ekki að finna nokkurn sannleik og ef að Jesú var þá til var hann alls enginn sonur Guðs (án eiginleika og ásýndar - hvað þá með). Biblían var einfaldlega skrifuð af skítugum barbörum um lítinn mann sem vissi fátt og hefði sómað sér vel sem fávís þræll miðaldakirkjunnar.

,,Það er ekki hægt að lýsa þessu við þjóðsögur um álfa og huldufólk eða jólasveina sem hafa ákveðna eiginleika og er ávallt lýst í mannsmynd í sögunum. Guð er hvergi í mannsmynd, en hann opinberast Krist samkvæmt Barth. Hér er augljóslega ólíku saman að jafna."


Nú? Ef ð þú hefðir tekið tvennt eftirfarandi úr skrifum mínum, þá getur þú vel séð að þar er engin minni speki eða minni Guð en þeirra ,,stórbrotna hugmynd" sem þú heldur varla vatni yfir:

1.Varðandi þessa bjánalegu nálgun á Guð og samanburðinn við jólasveinninn og aðrar barnaverur - myndir þú taka mig alvarlega ef að ég á morgunn segðist í einlægni trúa á jólasveininn og að hann væri skyldur Guði McGrath eða Barth og hefði sömu óeiginleika og óásýnd - þessu má alveg halda fram rétt eins og það sem þeir kumpánar gera - ég veit að ég er kominn niður á verulega lágt stig, en maður þarf greinilega að teygja sig niður fyrir guðfræðinni, sem japlar á leðjunni á botni mannlegrar hugmyndafræði.

sem tengist:

2.taka alvarlega hugmynd mína um að fyrir 5000 árum hafi gengið hér um jörðina Sara dóttir yfirnáttúrulegrar veru sem ég kýs að kalla ,,Bull(eða jólasveinninn)" og er ósjáanleg fyrirbæri án eiginleika?

Nei, ég held að ég myndi meira að segja fá ,,djöfulsins fáviti ert þú" look frá litlu systur minni.

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Vegna þess að það er grundvallarmunur á því að túlka eftir því sem manni hentar og að vega og meta þessi mannlegu orð Biblíunnar með skynseminni"

Er það? Nýtir hann ekki (að þínu mati) einmitt skynsemina til að túlka það sem honum hentar? Er ekki valið hans að túlka?

,,Guð er óendanlega fjarlægur mönnunum, hann birtist hvergi í okkur mönnunum eða í náttúrunni og ekkert orð eða hutak getur fangað hann."

Hefur einhvers staðar átt betur við að tala um innihaldsleysi í orðaflaumi?

,,Hér vill einhver spyrja hvort hann hefði ekki getað tekið þessa ákvörðun og afstöðu án guðfræði sinnar? Þessu vilja ég svara með því að benda á að menn verða að standa á einhverjum grunni og sérstaklega á stundum sem þessum þar sem alls ekki var gefið að menn bæri kennsl á hrottann (sérstakleg þeir sem höfðu engan grunn og léku í lausu lofti). Hér vill annar bæta því við hvort ekki sé nóg að hafa skynsemina að grunni? Því vil ég svara með því að benda á að þarna var fullt af skynsömu fólki sem engu að síður lét glepjast (t.d. Heidegger), svo það er alls óvíst hvort skynsemin nægi ein og sér. Skynsemin sjálf þarf að eiga sér einhvern grundvöll ef hún á ekki að vera tómt hugtak. En hvað um það Barth lét ekki glepjast því að hann vissi að Guð gat ekki birst í hugmyndafræði nasismans, þriðja ríkinu eða Hitler."

Það hefði auðvitað verið best fyrir þig að benda fyrst á hið augljósa - að hugmyndafræði nasismans gekk að miklu leyti út á kristna trú og þaðan auðvitað komin gyðingahatrið í gegnum Jesú.
Vissulega var fullt af skynsömu fólki sem lét glepjast en mest af því í gegnum gyðingahatur og trú - yfirgaf skynsemina fyrir trú og fordóma (vanþekkingu)... við höfum nú rekist á þetta tvennt áður í yfirferðinni um kristna trú.
Auðvitað er dæmið þó flóknara en svo að við getum bara bent á kristna trú, það hafði verið kreppa sem Hitler breytti í velsæld og það hafði gengið vel hjá honum, hann hafði endurvakið trú í brjóstum Þjóðverja á sjálfa sig sem höfðu verið frekar skömmustulegir eftir fyrri heimsstyrjöldina en hún varð fljótlega að þeirri hugmynd Hitlers að Aríar væru betri en annað fólk - það var sem sagt alið á tilfinningum í bland við trú, sem á fátt skylt við skynsemi.
Það er rétt hjá þér að skynsemin þarf að eiga sér grundvöll og það er ,,trúin" á lög og reglur sem fylgja hugmyndinni um réttarríki og lýðræði - þ.e. að við tökum ákvarðanir saman og fylgjum lögum þó ekki væri nema vegna þess að ef að við gerðum það ekki þá yrði brotið á okkur. Það þarf allra síst ímyndaðan Guð til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir. Í því tilliti er best að líta á þau þjóðfélög sem vegna vel og fylgja lögum og reglum, þar er trú og ríki aðskilið og þeim fjölgar víðast sem eru trúlausir og hins vegar á þau lönd þar sem trúin ræður ríkjum, þar sem spilling, fátækt og eymd er hið almenna ástand.

Sólskinsfífl nútímans said...

,,En hvað um það Barth lét ekki glepjast því að hann vissi að Guð gat ekki birst í hugmyndafræði nasismans, þriðja ríkinu eða Hitler."

En hann átti í engum vandræðum með að samþykkja u.þ.b. 200 sinnum lengri og mun blóðugari sögu kristinna manna. Að frumkristnir menn voru ennþá meiri barbarar en Hitler og hugmyndafræðin mun barnalegri þó að vísað væri í sögu Jesú í hvoru tveggja. Ja hérna.
Þriðja ríkið kemst nefninlega glettilega nærri hugmyndum kristinna manna um hrylling, að meðhöndla sannleikann og vera æðri en aðrir.

,,Við erum annasr vegar með Biblíu sem er ekkert annað en mannlegir textar sem guðfræðingar og annað fólk túlkar eftir eigin skynsemi og þó svo að hún sé ekki tekin bókstaflega og menn telji að einhverjir atburðir sem frásagnirnar lýsa séu í engu samræmi við það sem skynsamlegt þykir og hafi því ekki átt sér stað, þá er það alls ekki það sama og að halda því fram að helförin hafi ekki átt sér stað."

Common, það eina sem greinir á milli er það hversu stutt er síðan að helförin gerðist. Kristnir menn hylja sig á bakvið fávísi, því heimildirnar eru sorglega litlar og í besta falli mjög ýktar og litaðar, sennilegast helber lygi.
Með öðrum orðum, það yrði hlegið að sagnfræðingum sem færu núna á einhverja litla eyju og ætluðu sér að skrifa um kommúnisma árið 1930 á eyjunni og töluðu við 5 gamla menn sem allir voru háttsettir í kommúnistaflokknum og væru ennþá kommúnistar - djöfull yrði það glæsileg saga... rétt eins og Biblían.

,,Þetta telur hann mögulegt vegna þess að Guð er utan tímans og var á undan öllu lífi. Eftir sköpun lífs hófst þróun þess (Guð fyrst svo Darwin). Eftir að hafa pælt í heiminum og lesið Biblíuna finnst honum þetta skynsamleg kenning"

..og einhver staðar er eldri maður sem hefur pælt meira og eftir að hafa lesið aftan á kexpakka komst hann að því að Djöfullinn er faðir Guðs (fyrst Djöfullinn, svo Guð, svo jólasveinninn og að lokum Darwin)... en það er auðvitað jafn ástæðulaust að hlusta á hann eða rökræða við hann.

Púú á trúarbrögð!!!

A.F.O said...

"Já og það er auðvitað alltaf hægt að segja svona og fela sig á bakvið ný afbrigði af kristni. Öfgatrú er apaskapur en tíðaranda-þjóðkirkju trú er jafnvel meiri hræsni."

Ég get verið sammáls seinni hlutanum, en að menn séu að fela sig bakvið ný afbrigði af kristni er ég ekki svo vissum, því hér gildir aftur það sama: í guðfræði er stefnur og straumar, ólíkar nálganir, ólíkar túlkanir o.s.frv. Menn er einfaldlega að fást við textann og aðhyllast eitt en ekki annað, en það er ekki þar með sagt að þeir séu í feluleik.

"Segðu þeim sem eru annarar trúar það þegar kemur að kristninni öfgatrú, samkynhneigðum þegar kemur að þjóðkirkju Íslands, konum sem eru óléttar eftir nauðgun þegar kemur að kaþólikkum, þeim sem smitast af AIDS í Afríku vegna barnalegrar heimsendakrisni og dæmi má finna á öllum ,,stigum kristninnar - nema kannski afmarkaðri grein sem stofnuð var í gær af því að hún vill ekki svara óþægilegum spurningum um sögu kristinnar trúar."

Hvað varðar mig um þessa afbökuðu og úrkynjuðu "kristni".

"Það sem ég er að benda á er hversu mikil hræsni það er, það geta allir afmarkað sig á gráu svæði sem enginn getur gagnrýnt og sagt ,,úúúú hvað ætlar þú að segja nú". Þeir sem horfa á allt út frá einu sjónarhorni eða sjónarhóli og þrengja sitt svið eftir því sem t.d. vísindin fletta ofan eru hræsnarar ættu ekki að kalla sig fræðimenn. Þess vegna er guðfræðin gervivísindi/gervifræðimennska líkt og kynjafræði eða eins og var eitt sinn í stjórnmálafræðinni að menn kenndu kommúnisma sem fræðimennsku - sem er auðvitað hlægilegt.
Varðandi afarkostina þá mega menn gera það sem þeir vilja, en leyfðu mér þá að njóta sömu forréttinda og Lenin og stilla þeim upp við vegg og skjóta þá... í kaf með gagnrýni. Menn eiga að minnsta kosti að koma hreint fram og setja í ramma hverju þeir trúa af Biblíunni og standa svo og falla með því - en það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess af slíkum gervivísindahræsnurum."

Ég stórefa að það sé markmið manna að reyna að afmarka sig á einhverju gráu svæði svo að þeir geti forðast gagnrýni. Menn halda einfaldlega áfram sínum rannsóknum. En ef svo er þá er hið gráa svæði manna eins og Barths ansi stórt þar sem magnum opus hans telur 13 bindi. Afmörkunin er nú ekki meiri. Þar má eflaust finna eitthvað gagnrýnivert.En ég tek ekki undir það að fræðistarf manna miðist við það að vera á flótta undan gagnrýni inn í einhver fræðileg skúmaskot. Og enn og aftur viltu etja saman vísindum og biblíunni sem er auðvitað fásinna.

"Ég stend ennþá við það sem ég sagði, það virðist hins vegar vera afstætt hvað mönnum finnst um það og ég þarf ekkert að þræta við þig um það. En hvað er það sem er svona frábært við Ágústínus og alla hina geðsjúklingana?
Hugmyndir þeirra um guð - nei hættu nú. Þessir menn gerðu meira slæmt en gott í sínu lífi - kannski að trúin hafi spilað þar inn í?"

Það má segja að Ágústínus sé síðasti risi fornaldarspekinganna og fyrsti miðaldarspekingurinn. Það sem ég á við er að hann brúar bilið á milli fornaldar og miðalda og við stöndum þakkarskuld við hann vegna þess að hann er ein helsta ástæða þess að speki fornaldar (Platon, Aristóteles) varveittist inn í miðaldir og allt fram á okkar daga eftir það. Það efast enginn skynsamur maður um snilli hans sé sést glögglega á skrifum hans um tíma hugtakið, frjálsan vilja, hið illa o.s.frv. Auk þess er mér tjáð að táknfræði okkar daga megi rekja aftur til Ágústínusar. Ég vil líka bæta því við hér að þú virðist hafa afbakaða mynd af miðöldum, þar voru ekki bara myrkur ánauð og drulluguar miðaldarkirkjur. Ég meina miðaldir eru frá 400-1400 og þar eru miklir umbrota tímar og margt sem ruddi brautina fyrir vísindalegar framfarir: glerslípun, málmgerð, málmsmíði, fyrsta vélræna klukkan svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað var opinberun Guðs lengi vel sett ofar skynsemi vísindanna, en það neitar því enginn að á miðöldum átti sér stað tækniframfarir sem eiga ríkan þátt í framgangi vísindanna. Hinar myrku miðaldir eru rangnefi í þessum skilningi. Og af hverju þetta ofstækistal um geðsjúklinga, fávita og hræsnara og ég veit ekki hvað og hvað? Ég mæli með því að þú farir þess í stað og kaupir Játningar Ágústínusar og Ánauð viljans eftir Lúther í lærdómsritaröðinni.

"Zizek getur sagt slíkt á þeim tímum sem við lifum, annað gilti um Lúther, hann hefði varla farið að vera kaldhæðin sem hefði getað kostað höfuð hans nema auðvitað að veikur væri. Megas myndi t.d. átta sig á því að hann gæti ekki grínast með trú og sögu landsins ef að hann hefði fæðst í Íran.
Af hverju ætti ég að gæta hófs g af hverju er þetta meira óviðeigandi en þegar þú gefur í skyn að mögulega hafi Lúther verið að grínast eins og Zizek?"

Já, já vissulega eru breyttir tímar, en það breytir því ekki að Lúther sagði ýmislegt sláandi eins og Zizek hefur gert. Af hverju á Lúther ekki að hafa geta sagt eitthvað í kaldhæðni? Margt af þessum setningum sem hafðar eru eftir honum lét hann falla á heimili sínu, við matarborðið japlandi á kjöthleif og drekkandi hákúltúrvín í syngjandi maníu. Var kannski ekkert grín og engin kaldhæðni á þessum tíma? Síðasta setning hans fannst eftir að hann var látinn undir kodda hans að mér skilst og á honum stóð: "við erum öll betlarar: það er satt". Maðurinn var greinilega óðamála á köflum og sískrifandi á snepla og ég veit ekki hvað. Þó að margt sé vafasamt í skrifum hans skulum við fara varlega í sakirnar þegar við plammerum menn.

"Er það? Nýtir hann ekki (að þínu mati) einmitt skynsemina til að túlka það sem honum hentar? Er ekki valið hans að túlka?"

Það er jú val hans að túlka. Og hvað? Er það eitthvað slæmt? Ég skil ekki hvað þú ert að fara. Á hann frekar að taka þessu bókstaflega? Og jú vissulega nota menn skynsemina þegar þeir takast á við texta og túlka. En ekki bara eftir því hvernig þeim hentar. Nema jú að þú eigir við að þeir túlki og byggi kenningu sína á því sem þeim finnst rétt og samræmist skynsemi þeirra. Nú tek ég dæmi sem er mér nærri: Lacan túlkar rit Freuds og slær henni saman við formgerðar málvísindi. Hann notar skynsemina auðvitað þegar hann túlkar Freud, en ekki bara eftir því sem honum hentar, vegna þess að hann þarf að styðja mál sitt, túlkun og kenningu með vísunum í frumtexta Freud og sýna fram að það sé vísir að því sem hann er að segja í texta Freuds og þar með grundvöllur fyrir því að skeyta saman hugtökum hans um dulvitundina og annað við formgerðarmálvísindi. Barth verður að temja sér þessi vinnubrögð líka, hann getur ekki sett bara eitthvað fram sem honum hentar, hann verður að grundvalla það með vísunum í ritninguna sem ég efast ekki um að hann hefur gert.

Þú talar um innihaldsleysi í orðaflaumi og ég hef gaman af því. En engu að síður er guðshugmynd Barths á þennan veg svo ég leyfi mér að endurtaka flauminn:

Guð er óendanlega fjarlægur mönnunum, hann birtist hvergi í okkur mönnunum eða í náttúrunni og ekkert orð eða hugtak getur fangað hann, en samt er hann undirliggjandi, yfirvofandi og allt um kring.

Ég veit ekki með þig, en mér finnst einhver himnesk fegurð í þessu.

"Það hefði auðvitað verið best fyrir þig að benda fyrst á hið augljósa - að hugmyndafræði nasismans gekk að miklu leyti út á kristna trú og þaðan auðvitað komin gyðingahatrið í gegnum Jesú.
Vissulega var fullt af skynsömu fólki sem lét glepjast en mest af því í gegnum gyðingahatur og trú - yfirgaf skynsemina fyrir trú og fordóma (vanþekkingu)... við höfum nú rekist á þetta tvennt áður í yfirferðinni um kristna trú.
Auðvitað er dæmið þó flóknara en svo að við getum bara bent á kristna trú, það hafði verið kreppa sem Hitler breytti í velsæld og það hafði gengið vel hjá honum, hann hafði endurvakið trú í brjóstum Þjóðverja á sjálfa sig sem höfðu verið frekar skömmustulegir eftir fyrri heimsstyrjöldina en hún varð fljótlega að þeirri hugmynd Hitlers að Aríar væru betri en annað fólk - það var sem sagt alið á tilfinningum í bland við trú, sem á fátt skylt við skynsemi."

Það er voðalega auðvelt að koma eftir á með kassan út í loft og segja fólk yfirgaf skynsemina og leiddist út í trú og fordóma, það er ástæða hörmunganna. En þetta er ekki hjálplegt. Nasisminn og hörmungar hans tengjast ekki á nokkurn hátt kristinni trú, eins og Barth sýndi fram á með því að pakka niður og fara til Sviss.

Sólskinsfífl nútímans said...

Það er auðvitað alltof gott veður og lífið of dásamlegt til að eyða tímanum í svona vitleysu.

Þú getur skrifað hvað sem þú vilt en mér finnst hugmyndir Barths grætilega barnalegar og væru einungis mjög sniðugar ef að þetta væri kaldhæðni og rökin hans fyrir tilveruleysi Guðs.

Þó það nú væri að hinar myrku miðaldir hefðu eitthvað fram að færa hvort sem maður telur þær 1000 ár, 500 ár eða enn styttra tímabil. Jafnvel stuðningsmenn leiðinlegasta knattspyrnuliðs í heimi (Liverpool) geta bent á 2-3 leiki á síðastliðnu tímabili þar sem liðið gat eitthvað - en það er bara fjarri því nóg.

Atburðarásin sem leiddi að uppgangi nasismans og allt þar til að seinni heimsstyrjöldinni lauk er gríðarlega flókinn en að ætla að útiloka kristna trú er fáránlegt. Hitler nota dráp gyðinga á Jesú óspart við að réttlæta atburðina fyrir þegnum sínum og víðs vegar má finna tilvísun í kristindóminn bæði symbolískt eins og krossinn sem menn fengu fyrir hetjudáðir og krossana á flugvélunum (ekki hakakrossinn) og eins þegar kemur að yfirburðum hvíta mannsins og þó að Barth hafi pakkað niður þá skiptir það engu, það var fullt af Þjóðverjum sem flýðu - það þýðir ekki að það sé ekki hægt að benda á Þjóðverja þegar finna á ,,sökudólg".

Jæja, þetta varð miklu lengra en þetta átti að vera - ég ætla út að njóta lífsins og veit ekki hvenær ég commenta hér aftur... geymdu þessar vafasömu uppspuna guðfræðibækur þínar og þá hefur þú eitthvað til að brenna í vetur þegar það fer að kólna.

Ástarkveðja Bjarni

A.F.O said...

"Þú getur skrifað hvað sem þú vilt en mér finnst hugmyndir Barths grætilega barnalegar og væru einungis mjög sniðugar ef að þetta væri kaldhæðni og rökin hans fyrir tilveruleysi Guðs."

jÁ, veistu hvað Barth sagði?, hann sagði: "Trú getur ekki þráttað við trúleysi, hún getur einungis predikað yfir því". En þetta var nú svona til gamans svo þú vitir hverju Barth hefði svarað þér væri hann á lífi. Eða ætli hann myndi ekki taka undir með meistaranum í gamansemi guðanna og segja okkur að vera að steyta rýra hnefa, það fer okkur svo hlægilega takmörkuðum og tregum. Vissir þú að nú eru menn jafnvel farnir að skrifa bækur þar sem þeir bera saman Guðs hugmynd Barths við hugtak Derrida um mismun (differance) og margt fleira. Það er mikill frjósemi í þessum fræðum.

"Þó það nú væri að hinar myrku miðaldir hefðu eitthvað fram að færa hvort sem maður telur þær 1000 ár, 500 ár eða enn styttra tímabil. Jafnvel stuðningsmenn leiðinlegasta knattspyrnuliðs í heimi (Liverpool) geta bent á 2-3 leiki á síðastliðnu tímabili þar sem liðið gat eitthvað - en það er bara fjarri því nóg."

Það er gaman að þú skulir sjá eitthvað sameiginlegt með Liverpool og miðöldum. En þú afskrifar þá Liverpool sem leiðinlegt fótboltalið eins og þú afskrifar miðaldir alfarið sem myrkar? Djöfull myndu kallarnir hlæja að þessum á Ölver?

"Atburðarásin sem leiddi að uppgangi nasismans og allt þar til að seinni heimsstyrjöldinni lauk er gríðarlega flókinn en að ætla að útiloka kristna trú er fáránlegt. Hitler nota dráp gyðinga á Jesú óspart við að réttlæta atburðina fyrir þegnum sínum og víðs vegar má finna tilvísun í kristindóminn bæði symbolískt eins og krossinn sem menn fengu fyrir hetjudáðir og krossana á flugvélunum (ekki hakakrossinn) og eins þegar kemur að yfirburðum hvíta mannsins og þó að Barth hafi pakkað niður þá skiptir það engu, það var fullt af Þjóðverjum sem flýðu - það þýðir ekki að það sé ekki hægt að benda á Þjóðverja þegar finna á ,,sökudólg".

Ég útiloka ekki kristni í þessu samhengi, þ.e. ég útiloka ekki að hún hafi verið notuð í áróðursskyni. En þó svo að kristninnni hafi verið fléttað inn í hugmyndafræði nasismans og notuð í áróðursskyni þá er ekki þar með sagt að það sé hægt að draga eftirfarandi ályktun: "aha dráp nasista á gyðingum tengjast kristinni trú". Nei aldeilis ekki. Og það sama gildir í raun um symbólískar tilvísanir í kristindóminn. Ég meina þó svo að kross sé notaður til þess að verðlauna menn fyrir ódæðisverk þá er ekki þar með sagt að um kristna athöfn sé að ræða. Nei, þvert á móti. Ef orustu flugvél, sem lætur sprengjum rigna yfir einhverja borg, er með kross á sér, er hún þá boðberi kristninnar? Og hvernig heldur þú að þessi djöfulgangur allur, eins að halda fram yfirburðum hvíta mannsins, samræmist svo kristsmiðaðri trú Barths? Svarið er einfalt: hann gerir það ekki. Og svo ruglar þú saman þjóðerni annars vegar og kristinni frásögu hins vegar í lokin.

"Jæja, þetta varð miklu lengra en þetta átti að vera - ég ætla út að njóta lífsins og veit ekki hvenær ég commenta hér aftur... geymdu þessar vafasömu uppspuna guðfræðibækur þínar og þá hefur þú eitthvað til að brenna í vetur þegar það fer að kólna."

Ekki eru þau nú mörg guðfræðiritin mín. Ég á Biblíuna, eina bók eftir Barth, eina um samanburð á Barth og Derrida og eina eftir McGrath. Þannig að brennan yrði ekki ýkja stór.

Luis Bunuel: "Guð sé lof að ég er trúleysingi"?

Hafðu það gott í sumarfríinu og megi Guð geyma þig.

A.F.O said...

segja okku að vera ekki að steyta rýran hnefa átti það að vera, svona hlægilega takmörkuðum og tregum.