Tuesday, November 13, 2007

Hagræðum málin!

Af hverju er sálgreining á jaðrinum? Af hverju eru bara tveir starfandi sálgreinar á Íslandi? Af hverju er sálgreinir ekki lögvarið starf? Það er ekki mitt að svara þessu en ég ætla samt að gera það þar sem þetta vefst fyrir mönnum. Í fyrsta lagi mætti segja að þetta væri tímanna tákn. Það er ekki skrítið að sálgreining sé á jaðrinum á okkar kapitalísku tímum þar sem hugrænni atferlismeðferð er hampað í hástert fyrir að losa okkur við yfirborðseinkenni svo við getum orðið gagnleg aftur sem fyrst. Því við erum jú tannhjólin í hinu kapitalíska gangvirki.
En svo má bæta því við að jaðarstaða sálgreiningarinnar er ekki einungis bundin við okkar tíma. Sálgreining hefur alltaf verið á jaðrinum. Vegna þess að hún fellur ekki stjórnvöldum í geð - ekki í Kína Maos, ekki í Bretlandi Blairs, ekki í Frakklandi Chiracs og ekki á Íslandi Ólafs Ragnars. Öðru gegnir með hugræna atferlismeðferð. Hvenær var henni síðast beitt markvisst á stóran hóp? Það var í Kína Maos þar sem takmarkið var að endur-mennta fólk svo það sæi heiminn með þeim augum sem þóknaðist stjórnvöldum (Darian Leader, Talking Cure). Það er því ekki að furða þó að stjórnvöld taki hugræna atferlismeðferð fram yfir talmeðferð. Af sögunni að dæma miðlar sálgreining ekki málum um þrá sína til þess að þóknast stjórnvöldum og fá að launum lögvernd.
En bíddu, getur talmeðferð ekki bara farið fram á netinu með stöðluðum og leiðandi krossaspurningum, hefði það ekki sömu áhrif? Það er ekki útilokað að talmeðferð geti farið fram á netinu (eins og síma), en að hún fari fram í formi leiðandi krossaspurninga er fráleitt. Í fyrsta lagi eru leiðandi spurningar sjálfur dauðinn í sálgreiningu, og í öðru lagi er ekki hægt að búa til staðlaðar spurningar sem henta öllum. Gott og vel. En getur maður þá ekki bara hitt vin sinn á bar og létt á sér? Er það ekki talmeðferð? Þarf nokkuð sálgreinir til að framkvæma þetta? Ó jú! Sálgreinir er sérþjálfaður í því að heyra þegar dulvitundin talar; hann er líkt og málarinn, sem horfir á það sama og við en er engu að síður fær um að skapa eitthvað alveg nýtt og ófyrirséð, fær um að heyra það sem var alltaf til staðar án þess að nokkur heyrði það. Líkt og listmálarinn er sálgreinirinn fær um að opna fyrir okkur dyrnar að nýjum heim - heim dulvitundarinnar. Það geta tveir sauðdrukknir suddar á bar ekki gert. Það kemur fyrir að við reynum að lesa (fræði)texta en skiljum ekki neitt sökum þess að við höfum ekki þann (fræðilega) hugtakaforða sem nauðsynlegur er til skilnings. Það sama á við um dulvitundina...hún er texti sem við skiljum ekki upp né niður í nema með því að tileinka okkur hugtök og tækni sálgreiningar.
En sálgreining er svo dýr og tímafrek meðferð það hlýtur að vera hægt að hagræða, er það ekki? Nei. Í sálgreiningu gildir ekki eftirfarandi formúla: "Time is money", heldur önnur formúla sem er eitthvað á þessa leið: "Time is interpretation". Sálgreinandinn (Psychoanalysand), eða sjúklingurinn eins og sumir kjósa að kalla meðferðaraðilann, borgar ekki fyrir tíma sálgreinisins (Psychoanalyst) heldur túlkun. Annað væri fáránlegt. Þetta er svo ástæðan fyrir því að lacanísk sálgreining hefur ekki staðlaða tímaleng (50-60mín), heldur sveigjanlega tímalengd þar sem sálgreinirinn ákveður hvenær tímabært er að stoppa hvort sem það er eftir 5mín eða 80mín. Þetta er einfaldlega einn liður af meðferðinni. Ef sá sem er á bekknum talar ekki um annað en leiki helgarinnar, eða túlkun sína á bók eftir Halldóri Laxness, þá ber að brjóta slíkt innantómt hjal upp með því að segja (þó svo að einungis séu liðnar 10mín): "við förum ekki lengra í dag." Eins ef einhver ropar út úr sér grunsamlegri setningu eða mismæli sem gefur vísbendingu um að hugsanlega sé dulvitundin þar á ferð, þá getur verið best að segja: "Aha, hættum hér í dag," vegna þess að þá stendur sálgreinandinn (sjúklingurinn) upp og hugsar með sjálfum sér á leiðinni út og eftir að hann kemur heim, og jafnvel alveg fram að næsta tíma: "ha, bíddu hvað sagði ég?...hvað var svona merkilegt?" Þannig fer vinnan fram. Þetta hef ég eftir þekktum sálgreini sem hefur reynslu af þessu öllu saman. Andmæli eru því óþörf.
Ég hef orðið vitni af því, hér í athugasemdakerfinu, þegar fólk rís upp á afturlappirnar í kjölfar ofanverðra orða og segir eitthvað á þessa leið: "helvítis peningaplokk...hvað er kapitalískra? En eftir því sem ég hef lesið þá er svar mitt þetta: Ef horft er á málin út frá formúlunni "time is money" þá er þetta vissulega peningaplokk, en hef horft er á málin út frá formúlunni time is interpretation" þá sé ég ekki hvernig hægt er að kalla þetta peningaplokk? Það er það einfaldlega ekki.
Það er góðvinur minn hann Bjarni sem heimtar að við spörum tíma og pening...hann vill hagræða, hagræða, hagræða. Þess ber að geta að þetta er einmitt mantra kapitalismans: "spara tíma græða pening spara tíma græða pening...o.s.frv. Ég spurði hann hvort að hann væri ásóttur af orðinu "hagræða" og hann svaraði:
"Nei, en hagræðing er orð sem oft kemur upp í hugann daglega."
Það var einmitt það! Í kjölfar þessara orða minntist ég þess sem Freud sagði, og Lacan síðar, um dulvitundina: "hún er endurtekningarsöm": ákveðnar táknmyndir, setningar og orð koma endurtekið, aftur og aftur, upp í hugann. Því get ég ekki neitað að þarna vöknuðu grunsemdir mínar um orðaval Bjarna Þórs: "...hagræðing er orð sem oft kemur upp í hugann daglega." Athugið að orðið "hagræðing" kemur ekki bara "oft" og ekki bara "daglega" upp í hugann á Bjarna, heldur "oft daglega". Þó að ég hafi ekkert sérstakt tóneyra, þá er sýn mín (eftir sálgreiningarlestur) og heyrn að skerpast þegar kemur að texta dulvitundarinnar, og í þessum orðum Bjarna er ég sannfærður um að dulvitundin sé að tala. Og sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast milli okkar um talmeðferðina og sálgreiningu. En af hverju eilíf endurkoma orðsins "hagræða" í hugarstarfsemi Bjarna? Finnst Bjarna ef til vill tími til kominn að hag-ræða eitthvað? Telur hann sig kannski hafa hag - af því að - ræða eitthvað? Og skýrir það ef til vill það magn af skrifum sem hann skilur eftir sig í athugasemdakerfinu? Við hættum hér í dag!!!

7 comments:

Sólskinsfífl nútímans said...

Ég er í heimaprófi til miðnættis annað kvöld og þá ,,ræðum" við þetta frekar - hvorum okkar sem það kann að vera í ,,hag" :)

Kveðja Bjarni Þór

Sólskinsfífl nútímans said...

Jæja Kenningarprófið að baki og þá hafa vinir mínir forgang. Áður en ég svara hér er rétt að benda á þetta:

http://petur4tyrfingsson.wordpress.com/2007/11/14/ham-a%c3%b0gengilegra-i-bretlandi/

Nú ef að þetta verður raunin á Íslandi er þá ekki rétt að pakka niður sálgreiningarbókunum og halda sinn veg? Nei, auðvitað ekki, þú hefur ekki trú á lögmál markaðsins:)



En þá að þessum pistli í hnotskurn:

Það þýðir auðvitað ekki að benda á kapítalískt gangverk, eins og þú kemur síðan inn á í næstu málsgrein.

,,Af sögunni að dæma miðlar sálgreining ekki málum um þrá sína til þess að þóknast stjórnvöldum og fá að launum lögvernd.”

Nei, sálgreining fær ekki lögvernd þar sem það er ekkert sem sýnir fram á að meira sé (vísindalega) að marka greinina en stétt miðla.

,,en að hún fari fram í formi leiðandi krossaspurninga er fráleitt. Í fyrsta lagi eru leiðandi spurningar sjálfur dauðinn í sálgreiningu, og í öðru lagi er ekki hægt að búa til staðlaðar spurningar sem henta öllum. Gott og vel.”

Í fyrsta lagi var þetta sett fram í góðlátlegu gríni til að sýna framá að sálgreining sem viðtalsmeðferð gæti ekki sýnt fram á betri árangur en skitið krossapróf og í öðru lagi hefur þú ekki svarið því hvort að krossapróf gætu ekki nýst í forvinnu t.d. persónuleikapróf og komið þannig öllum til góða – sparað:)

,,Sálgreinir er sérþjálfaður í því að heyra þegar dulvitundin talar… ...Það geta tveir sauðdrukknir suddar á bar ekki gert.”

Þú getur ekki sýnt fram á þetta með nokkrum hætti og hvað þá vísindalegum hætti eða með öðrum orðum, hér standa orð gegn orði og þess vegna geta allir titlað sig sem sálgreina.

,,Það kemur fyrir að við reynum að lesa (fræði)texta en skiljum ekki neitt sökum þess að við höfum ekki þann (fræðilega) hugtakaforða sem nauðsynlegur er til skilnings. Það sama á við um dulvitundina...hún er texti sem við skiljum ekki upp né niður í nema með því að tileinka okkur hugtök og tækni sálgreiningar.”

Fyrri setningin gæti verið beint upp úr kaþólskum miðalda presti, (já eða nútíma guðfræðingi upp í Háskóla) og í seinni textanum getur maður tekið út orðið ,,dulvitund" og sett inn ,,heiminn" (hún dulvitundin verður þá hann heimurinn) og skipt út orðinu ,,sálgreining" fyrir ,,feminismans".

,,Sálgreinandinn (Psychoanalysand), eða sjúklingurinn eins og sumir kjósa að kalla meðferðaraðilann, borgar ekki fyrir tíma sálgreinisins (Psychoanalyst) heldur túlkun. Annað væri fáránlegt. Þetta er svo ástæðan fyrir því að lacanísk sálgreining hefur ekki staðlaða tímaleng (50-60mín), heldur sveigjanlega tímalengd þar sem sálgreinirinn ákveður hvenær tímabært er að stoppa hvort sem það er eftir 5mín eða 80mín.”

Af hverju er það fáranlegt? Hver er réttur sjúklingsins? Myndir þú sætta þig við þetta einhversstaðar annars staðar í þjóðfélaginu? Að sá sem þú keyptir þjónustuna af setti upp einhverja slíka skilmála. Í hvert skipti sem að t.d. rafvirki kæmi til þín þá borgaðir þú honum 7000kr og hann gerði það sem hann vildi, þess vegna ekki rassgat (af því að rafvirkinn er kannski tímabundin og þarf að fara í golf eða heim að annast börnin sín) svo kæmi hann aftur fyrir 7000 kr í næstu viku og aldrei að vita hvað hann gerir eða hvað hann entist lengi – fyrir utan það að sennilega væri hann bara að gera einhverja bölvaða vitleysu:)
Það væri gaman að vita t.d. hvort að 10 skipti hjá sálgreini sé lengra eða styttra tími að meðaltali en hjá Sálfræðingi?
Er t.d. líklegt að þar sem sjúklingurinn borgar fyrir túlkun en ekki tíma að hann geti haldið sálgreini inn á stofu í 10 tíma fyrir þessar fáranlegu 7000 kr sem hann rukkar fyrir skiptið?

,,Ef sá sem er á bekknum talar ekki um annað en leiki helgarinnar"

Hvað ef að sjúklingurinn er eldheitur áhugamaður um knattspyrnu og er a reyna að skýra sínar tilfinningar sem hann hefur ekki komið frá sér, í gegnum knattspyrnuna og leiki helgarinnar - þá ætlar þú sem sagt að varpa honum á dyr?
Þú nefnir einmitt það tvennt þar sem sálgreiningin gæti einmitt nýst sem best (þá auðvitað sem skemmtun) þ.e. í útskýringar á knattspyrnu og bókmenntum.

,,Eins ef einhver ropar út úr sér grunsamlegri setningu eða mismæli sem gefur vísbendingu um að hugsanlega sé dulvitundin þar á ferð, þá getur verið best að segja: "Aha, hættum hér í dag," vegna þess að þá stendur sálgreinandinn (sjúklingurinn) upp og hugsar með sjálfum sér á leiðinni út og eftir að hann kemur heim, og jafnvel alveg fram að næsta tíma: "ha, bíddu hvað sagði ég?...hvað var svona merkilegt?"

,,ropar út úr sér grunsamlegri setningu eða mismæli sem gefur vísbendingu um að hugsanlega sé dulvitundin þar á ferð” nei ekki bjóða mér upp á svo loðinn rykhnoðra að japla á.
Hvað ef einhver mismælir sig og ætlar að segja ,,á endanum var ég kysst” en segir ,,endurkomu Krists”… ætti prestur þá að túlka það sem svo að hér sé hugsanlega á ferðinni skilaboð frá Guði?
Að ætla að byggja einhvern hluta meðferðar í kringum mismæli er alveg fáranlegt, því að sumir mismæla sig aldrei og aðrir oft en það hefur ekkert að gera með veikindi eða nokkurn skapaðan hlut yfirleitt.

,,Þannig fer vinnan fram. Þetta hef ég eftir þekktum sálgreini sem hefur reynslu af þessu öllu saman. Andmæli eru því óþörf.”

Þannig fer vinnan fram. Þetta hef ég eftir þekktum sjáanda/presti/formanni geimverufélagsins sem hefur reynslu af öllu saman. Andmæli eru því óþörf.

,,Ef horft er á málin út frá formúlunni "time is money" þá er þetta vissulega peningaplokk, en hef horft er á málin út frá formúlunni time is interpretation" þá sé ég ekki hvernig hægt er að kalla þetta peningaplokk? Það er það einfaldlega ekki.”

Út frá sömu rökum geta prestar réttlæt launin sín - þeir eru jú að túlka orð Guðs þó að þeir geri ekki rassgat þess á milli. EN auk þess og aðallega er hægt að kalla þetta peningaplokk þar sem viðkomandi þarf ekki neina menntun né þekkingu til að geta kallað sig sálgreini og ef það er ekki peningarplokk að þiggja ráð eða túlkun frá slíkum manni þá veit ég ekki hvað – lærður sálgreinir getur ekki heldur sýnt fram á nein gögn eða nokkuð um að meðferð hans sé að gera gagn – nema þá helst að mæra starfsgrein sína með rómantískum innihaldslausum faguryrðum og hjákátlegum samanburði. Hvaða aðrar starfsgreinar nota slíkt tungutak?
Ég hélt að þú gagnrýndir það sjálfur manna mest?

,, hagræðing er orð sem oft kemur upp í hugann daglega”

Já á maður að líta framhjá því þegar að maður sér í kringum sig hluti sem mættu betur fara?
Það er kannski að maður hoppi upp/niður á stig orðaleikja og segi hátt og snjallt SPEGILL!
Hvor hefur hag af því að rætt sé við, sá sem telur sig sjá reglulega það sem betur mætti fara eða sá sem sú heilbrigða gagnrýni beinist að?

Sem sálgreinir sjálfur sé ég einmitt á þessari þrá þinni til að verða ,,lærður” sálgreinir að þar skín í gegn ósk þín til að þurfa ekki að sætta þig ekki við lögmál þessa kapítalíska heims sem við búum í og taka upp þín eigin lögmál t.d. launalega séð – til að ég tengi þetta við bókmenntafræðina (og Halldór Laxness fyrst að þú minnist á hann) og leyfi mér að vera háfleygur eins og venja er meðal okkar starfsbræðra þá minnir þetta mjög á kommuníska söguhetju, sjálfan Björn bónda í Brekkukotsannáli sem lét hvorki lögmál kapítalismans né nýstárlegar aðferðir ráða ferðinni þegar kom að verði og veiði á fisknum sem hann seldi.
Löngu eftir að sjávarútvegur (vísindi og sálfræði) hafði þróast og fiskverð lækkað (niðurgreiðsla á alvöru úrlausnum) stóð Björn fastur á sínu verði og aðferðum en nokkrir sérlundaðir og hollir viðskiptavinir (sjúklingar) keyptu en af Birni því þeir töldu fiskinn hans (sálgreiningin) vera bestan.
Það þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það hver varð ofan á í þeirri baráttu og kannski að Pétur Tyrfingsson sé að gera þig að síðasta móíkana íslenskrar sálgreiningar?
Það er ekki alslæmt - mun skemmtilegra að börn framtíðarinnar hlæji að fallegum og greindum manni eins og þér, þegar minnst er á sálgreiningu í sögubókum framtíðarinnar en ef mynd birtist af einhverjum ljótum hálfvita:)

Við hættum hér í bili og tökum upp þráðinn hvenær sem þú vilt og í hvaða magni sem er:)

Lifi kapítalisminn og vísindaleg heilbrigðisþjónusta:)

Ástarkveðja Bjarni Þór Sálgreinir.

A.F.O said...

"Það þýðir auðvitað ekki að benda á kapítalískt gangverk, eins og þú kemur síðan inn á í næstu málsgrein."

Af hverju ekki? Það er ekki eins og maður standi frammi fyrir einhverjum afarkostum.

"Nei, sálgreining fær ekki lögvernd þar sem það er ekkert sem sýnir fram á að meira sé (vísindalega) að marka greinina en stétt miðla."

Alltaf eru þær á sínum stað hinar umsnúnu miðaldar hugkvíar sem þú styðst við í máli þínu. Það er ekkert sameiginlegt með þessu sem þú bendir á að ofan, ekkert.
Sálgreinir fæst við sálræn áföll og tilfinningar sem eru, eins og ég hef alltaf haldið fram, mikilvægur orsakaþáttur margra sjúkdómseinkenna. Þessu mótmælir enginn tjáði Hjalti mér og er hann fróður maður þegar kemur að genum til dæmis. Miðill er að tala um einhvern handanveruleika. Tilfinningar (eða hugsanir) tilheyra ekki handanveruleika.

"Þú getur ekki sýnt fram á þetta með nokkrum hætti og hvað þá vísindalegum hætti eða með öðrum orðum, hér standa orð gegn orði og þess vegna geta allir titlað sig sem sálgreina."

Þó svo að sálgreining setji niðurstöður sínar ekki upp í tölfræðilíkan eða línurit þá er ekki þar með sagt að það sé enginn árangur. Þú virðist vera að gefa í skyn að ef ekki er hægt að mæla eitthvað þá sé það ekki til. Þess vegna segi ég að þú sért svolítið gamaldags vísindalegur kreddukarl. Tilfinningar okkar og sálræn áföll hafa áhrif á okkur þó svo að þau séu ekki mælanleg með nokkrum hætti. Ég held að það neiti þessu enginn. Hægt er að taka röntgenmynd af beinbroti, hægt er að setja atferli upp í tölfræðilíkan, en tilfinningar okkar verða hvorki myndaðar né mældar. Þær birtast í tungumálinu. Og eins og Lacan sagði þá er dulvitundin uppbyggð eins og tungumál - sem sálgreinir er sérþjálfaður í að greina. Nú ert þú ástfanginn maður Bjarni, en ég spyr hvort að þú sért búinn að láta mæla það, eða tókstu kannski krossapróf á netinu sem staðfesti að þú ert 93% ástfanginn. Ef svo er, viltu þá ekki bjóða Örnu út að borða og opna umslagið með þessari frábæru niðurstöðu yfir rómantískum dinner? Tja, nema að Arna trúi þér þegar þú talar eins og miðill um ást þína til hennar? Það geta allir sagst vera ástfangnir (eða sálgreinir) en það kemur fljótlega í ljós ef svo er ekki.
Svo vil ég bæta því við að það er mjög óvísindalegt að taka ekki sálræn áföll með í jöfnuna.

"Fyrri setningin gæti verið beint upp úr kaþólskum miðalda presti, (já eða nútíma guðfræðingi upp í Háskóla) og í seinni textanum getur maður tekið út orðið ,,dulvitund" og sett inn ,,heiminn" (hún dulvitundin verður þá hann heimurinn) og skipt út orðinu ,,sálgreining" fyrir ,,feminismans"."

Já einmitt?

"Af hverju er það fáranlegt? Hver er réttur sjúklingsins?"

Réttur sjúklingsins er að fá bót meina sinna í því ferli sem fram fer milli hans og sálgreinisins. Sjúklingur borgar fyrir túlkun ekki tíma. Það er fáránlegt að borga fyrir tímann út af fyrir sig. Ég man nú ekki betur en þú hafir gert grín að hugmynd Marx um að handverksmenn (t.d.) ættu að fá borgað miðað við þann tíma sem fór í að búa til stól eða borð. Það skiptir ekki máli þó svo að hann hafi verið 10 ár að búa til stólinn, hann fer bara út á markaðinn. En nú viltu að borgað sé fyrir þann tíma (og ekkert annað) sem fer í vinnuna með sálgreininum. Þú ert kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan þig. Þvílík ósamkvæmni!

"Það væri gaman að vita t.d. hvort að 10 skipti hjá sálgreini sé lengra eða styttra tími að meðaltali en hjá Sálfræðingi?"

Þú misskilur þetta. Enda ekki víðlesinn í sálgreiningar literatúrnum. Freud talaði um mikilvægi þess að stilla sig inná tímaleysi dulvitundarinnar. Hún gleymir engu, þar er saga okkar, vistuð í táknmyndum.

"Er t.d. líklegt að þar sem sjúklingurinn borgar fyrir túlkun en ekki tíma að hann geti haldið sálgreini inn á stofu í 10 tíma fyrir þessar fáranlegu 7000 kr sem hann rukkar fyrir skiptið?"

Ef sjúklingur borgar fyrir túlkun þá getur hann einmitt ekki heimtað að tíminn hjá sálgreininum teygji sig í 10 klukkustundir. En ég skil hvað þú átt við, ef að sjúklingur telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi túlkun, má hann þá ekki bara halda sálgreininum til eilífðarnóns, hann er jú að borga fyrir túlkun? Þetta er nokkuð glúrin spurning - en svarið er nei. Það er ekki sjúklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur sálgreinirinn. Það er á könnu sálgreinisins að bera kennsl á núninginn, togstreituna og glompurnar þar sem dulvitundin birtist, og þar af leiðandi að ákveða hvar er vert að kafa dýpra o.s.frv. Auk þess sem við erum að tala um túlkunarferli. Túlkun sem slær sjúklinginn í fyrstu sem sönn (já þetta er akkúrat málið!) reynist við nánari umhugsun röng, og á hinn bóginn getur röng túlkun (nei þetta hefur ekkert með mig að gera!) reynst við nánari umhugsun verið sönn (fokk þetta er ég, þetta á við mig, það er þá þetta sem drífur mig áfram!!!). Ég undirstrika þetta atriði vegna þess að ekki er um eina algilda túlkun sem sjúklingurinn bíður eftir til eilífðarnóns, heldur ferli. Það er engin töfralausn til þó svo að Freud og félögum hafi fundist það töfrum líkast þegar þeir urðu vitni af því að það að tala um hlutina og setja þá í samhengi gæti leyst upp sjúkdómsenkenni.

"Hvað ef að sjúklingurinn er eldheitur áhugamaður um knattspyrnu og er a reyna að skýra sínar tilfinningar sem hann hefur ekki komið frá sér, í gegnum knattspyrnuna og leiki helgarinnar - þá ætlar þú sem sagt að varpa honum á dyr?
Þú nefnir einmitt það tvennt þar sem sálgreiningin gæti einmitt nýst sem best (þá auðvitað sem skemmtun) þ.e. í útskýringar á knattspyrnu og bókmenntum."

Það getur, ímynda ég mér, þjónað einhverjum tilgangi upp að vissu marki, en á endanum þarf að - cut the crap, sleppa "chit chatinu" - reyna að feta sig að kjarna málsins frá "empty speech" til "full speech". Ég tók þetta sem dæmi (af mörgum mögulegum) um það sem getur virkað sem varnarháttur. Ef viðkomandi talar út í eitt um Dostojevski þá má reyna að lesa eitthvað út úr því eftir því hvaða persónur viðkomandi samsamar sig við o.s.frv., en einnig gæti verið um varnarhátt að ræða eins og ég reyndi að benda á. Geðsýki knattspyrnubullna, sem tengjast knattspyrnuliðum tilfinningaböndum, mætti líka skoða.

",,ropar út úr sér grunsamlegri setningu eða mismæli sem gefur vísbendingu um að hugsanlega sé dulvitundin þar á ferð” nei ekki bjóða mér upp á svo loðinn rykhnoðra að japla á.
Hvað ef einhver mismælir sig og ætlar að segja ,,á endanum var ég kysst” en segir ,,endurkomu Krists”… ætti prestur þá að túlka það sem svo að hér sé hugsanlega á ferðinni skilaboð frá Guði?
Að ætla að byggja einhvern hluta meðferðar í kringum mismæli er alveg fáranlegt, því að sumir mismæla sig aldrei og aðrir oft en það hefur ekkert að gera með veikindi eða nokkurn skapaðan hlut yfirleitt."

Nei, mismæli hafa ekkert með veikindin sem slík að gera. Þau eru ekki sjúkdómurinn, en þau geta hins vegar, líkt og eilíf endurkoma táknmynda, setninga og orða, gefið vísbendingu um þá togstreitu sem býr innra með einstaklingnum, sem er svo aftur hluti af flóknu einkennaknippinu. Nægir hér að nefna pennaglöp þinnar heittelskuðu: "Gleiðilegt". Sérðu ekki hvað býr í þessari táknmynd: "gleðilegt" "gleið",
"leið", "leiðinlegt", "leg". Hér er eitthvað að gerjast! Mismæli, eða pennaglöp eru ekki saklausar tilviljanir sem rekja má til stirðrar tungu eða of hraðrar heilastarfsemi. Nei svo er ekki. Og af hverju tekurðu svo alltaf dæmi sem tengjast trú, prestum, guði og kristi? Dæmið þitt er gott og ég myndi halda að þar gæti hæglega eitthvað verið á ferðinni (ótal túlkunarmöguleikar), en ég myndi hins vegar ekki treysta presti til þess að túlka þetta á hlutlausann hátt - þú sýnir í raun hvernig það myndi enda.

"Þannig fer vinnan fram. Þetta hef ég eftir þekktum sjáanda/presti/formanni geimverufélagsins sem hefur reynslu af öllu saman. Andmæli eru því óþörf."

Ég er hreinlega gáttaður á þessari áráttu-þráhyggju sem birtist í ítrekuðum dæmum þínum af sjáöndum, miðlum, prestum, formani geimverufélagsins o.s.frv. Þetta á ekkert sameiginlegt með sálgreini sem birtir hluta af sjúkrasögum sínum með, og athugaðu, samþykki sjúklingsins. Og það er ekki verið að vinna með neinn handanveruleika, heldur tungumál og tilfinningar. Þá er það komið á hreint.

"Út frá sömu rökum geta prestar réttlæt launin sín - þeir eru jú að túlka orð Guðs þó að þeir geri ekki rassgat þess á milli. EN auk þess og aðallega er hægt að kalla þetta peningaplokk þar sem viðkomandi þarf ekki neina menntun né þekkingu til að geta kallað sig sálgreini og ef það er ekki peningarplokk að þiggja ráð eða túlkun frá slíkum manni þá veit ég ekki hvað – lærður sálgreinir getur ekki heldur sýnt fram á nein gögn eða nokkuð um að meðferð hans sé að gera gagn – nema þá helst að mæra starfsgrein sína með rómantískum innihaldslausum faguryrðum og hjákátlegum samanburði. Hvaða aðrar starfsgreinar nota slíkt tungutak?
Ég hélt að þú gagnrýndir það sjálfur manna mest?"

Hvað voðalegu læti eru þetta? Og enn og aftur guðfræðingar og prestar. "Allt sem fer í taugarnar á okkur í fari annara getur leitt til skilnings á okkur sjálfum". Af því að sálgreinir er ekki lögvarið starf, þá getur hver sem er kallað sig sálgreini, og þá er það peningaplokk ef einhver biður um aðstoð frá sálgreini. Ég veit ekki hvað mér finnst um svona röksemdarfærslu. Ég er allaveganna búinn að fara yfir samband sálgreiningar við bæði stjórnvöld og lögvernd og þar með að hver sem er geti kallað sig sálgreini (af því að stjórnvöld segja það og lög). Árráttukennd áhersla á mælingar leiðir til þess að það er ekki gengist við manneskjunni sem flókinni og þverstæðukenndri veru heldur einungis sem atferli og tölum á blaði. Sálgreining fæst við tilfinningar og hugsanir og þó svo að þær séu ekki mælanlegar þá efast enginn um tilvist þeirra (eins og í þráhyggju eða þunglyndi). Smættum ekki þverstæðukennt og flókið tilfinningalíf mannsins og hugsun niður í tölfræðilíkan.

"Já á maður að líta framhjá því þegar að maður sér í kringum sig hluti sem mættu betur fara?
Það er kannski að maður hoppi upp/niður á stig orðaleikja og segi hátt og snjallt SPEGILL!
Hvor hefur hag af því að rætt sé við, sá sem telur sig sjá reglulega það sem betur mætti fara eða sá sem sú heilbrigða gagnrýni beinist að?"

Skemmtilegt að þú skulir tala um "orðaleiki" vegna þes að Lacan hvatti einmitt til þess að tilvonandi sálgreinar dunduðu sér við krossgátur. Og, bíddu ha, er ég spegillinn þinn? Hvað ertu kominn út í? Hvers vegna lest þú út úr orðum mínum um að "hagræða hlutina" einhvers konar vangaveltur um það hvor af okkur hafi hag af hverjum ("Frá Bjarnabrunni ber eg vatn er vökvar mig og mettar")?
Ég var ekki að segja að þú hefðir hag af því að ræða við mig með því að skrifa inn í athugasemdakerfið. Þetta hver hefur hag af hverjum er þinn lestur. Það sem ég átti við var einfaldlega, að menn eins og þú sem, af orðanotkun að dæma, telja sig hafa "hag - af því að - ræða" málin (vilja samtalsmeðferð) ættu ekki að atast í mér heldur hafa samband við sálgreini. Hvet ég þig til þess.

"Sem sálgreinir sjálfur sé ég einmitt á þessari þrá þinni til að verða ,,lærður” sálgreinir að þar skín í gegn ósk þín til að þurfa ekki að sætta þig ekki við lögmál þessa kapítalíska heims sem við búum í og taka upp þín eigin lögmál t.d. launalega séð"

Hvar skín þessi þrá mín í gegn? Ég hef visulega áhuga á sálgreiningu bæði persónulega og fræðilega. En ég hef ekki borið kennsl á þrá mína enn, hún er dulvituð. Ég held að hún komi ekki upp á yfirborðið nema í langri og strangri samtalsmeðferð og hver veit hvað kæmi þá ljós - hvaða þrá? Kannski kæmi upp sú þrá sem segði mér að sálgreining væri ekki fyrir mig. Lacan sagði að þrá okkar (eða langanir) væri þrá Hins og markmiðið væri að losa hana af þeim klafa.

"Það er ekki alslæmt - mun skemmtilegra að börn framtíðarinnar hlæji að fallegum og greindum manni eins og þér, þegar minnst er á sálgreiningu í sögubókum framtíðarinnar en ef mynd birtist af einhverjum ljótum hálfvita:)"

Já það er að segja ef þau verða ekki með stirðnað lyfjabros á vör og geta hlegið yfirleitt.

Kær kveðja
AFO

En nú verðum við að fara hittast yfir bolla með gómsætu innihaldi.

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Af hverju ekki? Það er ekki eins og maður standi frammi fyrir einhverjum afarkostum."

Ég er ekki alveg viss en ég held að þú sért að misskilja mig. Það sem ég er að meina er, að það er ekki hægt að benda á eiginleika kapítalíska kerfisins og segja að vegna þeirra hygli kerfið hugrænni atferlismeðferð. Sálgreining hefur væntanlega mjög sjaldan eða aldrei notið hylli nokkurra stjórnvalda - sama hvaða hugmyndakerfi þau búa við.

,, Það er ekkert sameiginlegt með þessu sem þú bendir á að ofan, ekkert."

Nema það tvennt að bæði er óvísindalegt og ekki hægt að sýna fram á neinn árangur.

,,Sálgreinir fæst við sálræn áföll og tilfinningar sem eru, eins og ég hef alltaf haldið fram, mikilvægur orsakaþáttur margra sjúkdómseinkenna. Þessu mótmælir enginn tjáði Hjalti mér og er hann fróður maður þegar kemur að genum til dæmis."

Þarna er mergur málsins. Sálgreinendur ætla sér að fást við eitthvað, en það er bara alveg óvíst hvort þeir eru að gera nokkuð og ef nokkuð þá hvort það er til góðs eða ekki.

,,Tilfinningar okkar og sálræn áföll hafa áhrif á okkur þó svo að þau séu ekki mælanleg með nokkrum hætti. Ég held að það neiti þessu enginn...
...Nú ert þú ástfanginn maður Bjarni, en ég spyr hvort að þú sért búinn að láta mæla það, eða tókstu kannski krossapróf á netinu sem staðfesti að þú ert 93% ástfanginn."

Ég hef aldrei neitað því að tilfinningar væru til, ég efast bara stórlega um meðferðarúrræði sálgreiningar. Menn geta sagst vera að vinna með hluti í dulvitundinni, alveg eins og menn geta sagst... já vera að vinna með líf handan þessa heims. Það er ekkert sem styður grunn meðferðarúrræði sálgreiningar, annars væri hún væntanlega viðurkennd er það ekki?

,,Ég man nú ekki betur en þú hafir gert grín að hugmynd Marx um að handverksmenn (t.d.) ættu að fá borgað miðað við þann tíma sem fór í að búa til stól eða borð. Það skiptir ekki máli þó svo að hann hafi verið 10 ár að búa til stólinn, hann fer bara út á markaðinn. En nú viltu að borgað sé fyrir þann tíma (og ekkert annað) sem fer í vinnuna með sálgreininum. Þú ert kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan þig. Þvílík ósamkvæmni!"

Fyrst ber auðvitað að nefna að stóll eða borð eru eitthvað sem er til (ef að við förum ekki í einhvern heimspekileik) og neytandinn getur gengið að því sem vísu hvað hann fær fyrir peninginn sinn. Það sama má nefna um tíma Sálfræðingsins, þar gengur hann að ákveðinni vísindalegri þekkingu og veit hvað hann er að fara út í og hvað hann borgar fyrir tímann og tími hjá Sálfræðingi getur verið misdýr eftir framboði og eftirspurn.
Hjá Sálgreini færðu ekkert slíkt, engin neytendavernd, þú veist ekki hversu langan tíma þú færð, hvort að greiningin komi til með að hjálpa þér eða ekki, eða hvort eitthvað sé yfir höfuð að marka þessa aðferð.
Myndir þú kaupa stól af manni sem segðist ekki vera smiður heldur stólamaður (sem væri auðvitað ekki lögverndaðstarf og allir gætu unnið við) og þú myndir borga fast verð fyrir stólinn fyrirfram án þess að sjá mynd af stólnum eða nokkuð annað tengd honum? OK segjum að þú gerðir það - yrðir þú ekki svekktur ef að ,,stólamaðurinn" myndi leggja 5 mín í að gera stólinn sem þú vissir ekki hvort virkaði og segði svo ,,hér hættum við í dag":)
Ég hef aldrei sagt að mönnum sé ekki frjálst að gera slíkt en ég er nokkuð vissum að gerð yrði athugasemd við þennan mann.

,,Freud talaði um mikilvægi þess að stilla sig inná tímaleysi dulvitundarinnar. Hún gleymir engu, þar er saga okkar, vistuð í táknmyndum."

Já menn geta sagt hvað sem er - er Freud ekki örugglega mannlega vera fyrir þér eins og við tveir?
...og hvar ætti dulvitundin að stöðvast? Við fæðingu?
Hún er kannski til í móðurkvið eða jafnvel um leið og sæðið kemst inn í eggið?
Hvernig geta menn raunverulega vitað (ef við gefum okkur það að eitthvað sé til í þessu) að þeir atburðir sem dregnir eru upp úr dulvitundinni séu sannir en að þeir séu ekki lygi?

,,Túlkun sem slær sjúklinginn í fyrstu sem sönn (já þetta er akkúrat málið!) reynist við nánari umhugsun röng, og á hinn bóginn getur röng túlkun (nei þetta hefur ekkert með mig að gera!) reynst við nánari umhugsun verið sönn (fokk þetta er ég, þetta á við mig, það er þá þetta sem drífur mig áfram!!!). Ég undirstrika þetta atriði vegna þess að ekki er um eina algilda túlkun sem sjúklingurinn bíður eftir til eilífðarnóns, heldur ferli. Það er engin töfralausn til þó svo að Freud og félögum hafi fundist það töfrum líkast þegar þeir urðu vitni af því að það að tala um hlutina og setja þá í samhengi gæti leyst upp sjúkdómsenkenni."

Þetta skýtur alveg ótrúlega skökku við.
Í fyrsta lagi af hverju er þetta þá ekki kallað sannleiksferli í staðinn fyrir túlkunarferli (er það ekki eitthvað til að sálgreina).
Í öðru lagi nefnir þú að rangt geti verið rétt og rétt reynst rangt - þannig að menn vita það ekki og gera hreinlega ráð fyrir því.
Í þriðja og síðasta atriði setur þú það fram að ekki sé um algilda túlkun að ræða sem sjúklingur geti beðið með til eilífðarnóns en samt er verið að setja hluti í samhengi og þeir eiga að leysa upp sjúkdómseinkenni - ÞANNIG AÐ Í TILBÚNU DÆMI geta 10 menn með sama vandamál fengið 10 mismunandi túlkanir frá 10 sálgreinum (já eða einum) og allir losna þeir við sjúkdómseinkennið:)
Hahahaha!
Þeir eiga auðvitað þá bara að losa sig við lyfin eða hefðbundin meðferðarúrræði og svíf út í lífið alheilbrigðir á slíkri blekkingu:)

,,Nægir hér að nefna pennaglöp þinnar heittelskuðu: "Gleiðilegt". Sérðu ekki hvað býr í þessari táknmynd: "gleðilegt" "gleið",
"leið", "leiðinlegt", "leg". Hér er eitthvað að gerjast!"

Já, menn geta túlkað þetta út frá sálgreiningu, eðlilegasta orsökin er sennilega sú að fólk notar flest þessi orð reglulega og af því að þau eru svipuð þá eru líkur á innsláttarvillu og sérstaklega er hætt við því þar sem bókstafurinn ,,i" kemur á eftir ,,ð" að hann tvískrifist.
Hvað ef að 5 ára gömul stelpa skrifar óvart gleiðileg án þess að skilja þekkingu þess orðs eða vita nokkuð um kynlíf?
Hvað með mann sem er hvorki trúaður og hefur aldrei kynnst trúarbrögðum og er ekki hestaáhugamaður og hann skrifar stundum ,,hross" eða ,,kross" þegar hann ætlar að skrifa ,,koss"?
Það sér auðvitað hver sálgreiningarlaus maður að þetta er tóm steypa?
Áður en ég sá villuna hér að ofan skrifaði ég meira að segja ,,Sálgreiingarmaður" - það er kannski af því að ég vorkenni þér eða hvað?:) Mín útskýring er sú að ég gleymdi einfaldlega einu ,,n"-i.
Hvað ef að Linda ætlar einhvern tímann að skrifa ÁRA en skrifar ÓRA, jafnvel HÓRA - ætlar þú þá að leggjast í vinnu við að sálgreina það?

,,Þetta á ekkert sameiginlegt með sálgreini sem birtir hluta af sjúkrasögum sínum með, og athugaðu, samþykki sjúklingsins. Og það er ekki verið að vinna með neinn handanveruleika, heldur tungumál og tilfinningar."

Það eru allskyns kuklarar t.d. höfuðbeina og spjaldhryggsjafnarar (þeir sem þykjast geta læknað einhverfu) sem fá samþykki sjúklings og notast við sjúkrasögu einstaklingsins.
Svo vil ég nú nefna það að bæði prestar og sjáendur vinna auðvitað líka með tungumál og tilfinningar -eru í rauninni snillingar í því að nýta sér þær til (beina) tekna. Þeir hins vegar líkt og sálgreinar fást ekki við vísindi og efast má um fagleikann svo ekki meira sé sagt.

,, Sálgreining fæst við tilfinningar og hugsanir og þó svo að þær séu ekki mælanlegar þá efast enginn um tilvist þeirra (eins og í þráhyggju eða þunglyndi). Smættum ekki þverstæðukennt og flókið tilfinningalíf mannsins og hugsun niður í tölfræðilíkan."

Það er engin að segja, allavegana ekki ég að tilfinningar og hugsanir séu ekki til, ég hef bara stórar efasemdir um það að sálgreinendur séu að gera það sem þeir þykjast vera að gera og það er heldur ekkert sem þeir geta bent á sem mælir gegn þeim efasemdum. Það þarf ekki allt að vera í tölfræðilíkönum, en menn þurfa að minnsta kosti að vita hvernig á að nota þau - er það ekki?
Síðasta setningin endurspeglar svo hreinlega hvers vegna ég þarf aftur og aftur að bera saman Sálgreiningu og Trúarbrögð... ekki af því að þau fjalli bæði um ímyndaða veru, heldur afsakanirnar sem eru svo keimlíkar. Hversu oft hefur maður ekki heyrt ,,látum ekki eins og vísindin geti útskýrt hinn flókna heim sem við búum í - nei notum frekar fullyrðingar sem eiga við engin rök að styðjast:)

,,Ég var ekki að segja að þú hefðir hag af því að ræða við mig með því að skrifa inn í athugasemdakerfið. Þetta hver hefur hag af hverjum er þinn lestur. Það sem ég átti við var einfaldlega, að menn eins og þú sem, af orðanotkun að dæma, telja sig hafa "hag - af því að - ræða" málin (vilja samtalsmeðferð) ættu ekki að atast í mér heldur hafa samband við sálgreini. Hvet ég þig til þess."

OK - ég held hins vegar að sálgreinir hefði meiri hag af því að ræða við mig en ég við hann. Hann myndi bæði græða pening fyrir að bulla og ég gæti kannski útskýrt fyrir honum að hann væri að bulla - en sennilega er hann orðinn of heilaþveginn af meðferð að slíkt geti gengið upp... og þó kannski blundar það einhvers staðar í dulvitundinni:)

,, Hvar skín þessi þrá mín í gegn?"

Hún skín í því að þurfa ekki að sætta þig ekki við lögmál þessa kapítalíska heims sem við búum í og taka upp þín eigin lögmál t.d. launalega séð sem er ekki af kapítlísku lögmáli og þar að auki að vera sjálfs þíns herra á afmörkuðum stað - fjarri hinum kapítalíska heimi og reyna að ,,lækna" þá sem kunna að vera sjúkir af hans völdum. Þetta er rómantíkin sem felst í því að snúa aftur fyrir tíma hins brjálaða neyslusamfélags (kannski er dulvitundin þá pre-capitalism sem enginn man eftir) og byggja ekki vinnu sína út frá sömu nálgun og þú telur t.d. að hugræn atferlismeðferð geri. Allt sé of flókið til að setja megi fólk niður í afmarkaða kassa eða línurit og þér finnst eins og sjúklingar séu gerðir að neytendum bæði með pillugjöf og ,,snöggum" meðferðum.
Með öðrum orðum - andstyggð þín á kapítalisma og skortur á því hvernig vinna megi gegn honum (þú manst Zizek og skuggaboxið) rekur þig út í afmarkað svæði þar sem þú sjálfur þarft ekki að upplifa hann og telur þig getað læknað fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á honum - ekki satt?
Á endanum ertu samt einungis mannlegur eins og við hin og munt læra eins og kommunistar bæði í Sovétríkjunum og Kína að enginn sleppur undan honum því við lifum ekki frekar án peninga en við lifum án súrefnis - eða verður kannski ókeypis hjá þér tíminn... fyrirgefðu túlkunin:)

,,Já það er að segja ef þau verða ekki með stirðnað lyfjabros á vör og geta hlegið yfirleitt."

Börn verða hvorki með stirðnað lyfjabros né munu sjúklingar (sálgreina) hoppa hér um í sjálfsblekkingu (eftir ótal mismunandi túlkanir) þegar að áform Péturs Tyrfingssonar verða að raunveruleika. Þá kætast ungir sem aldnir og allt verður þetta þjóðhagslega hagkvæmt.

Kapítalísk raunsæ vísindarkveðja Bjarni Þór.

Sólskinsfífl nútímans said...

:)
Það mætti nú hreinlega halda að einhver væri að fylgjast með okkur:

http://petur4tyrfingsson.wordpress.com/2007/11/17/grein-um-freud-og-beck/

Lestu þessa grein sem hann bendir á:

http://www.prospect-magazine.co.uk/article_details.php?id=7457

Meðal þess sem kemur fram:

Anyone who has undergone traditional psychoanalysis will know that it is not about finding a cure for an illness, or even relieving the symptoms of one.

---

Lengthy, complex and expensive, it is conducted mostly in private practices and, in Britain, is confined largely to London. Around 250 accredited psychoanalysts work in the NHS, along with counsellors, art and drama therapists, consultant psychotherapists, and other psychodynamically inclined practitioners.
But as a feature of public health in this country, psychoanalysis in its pure form is almost non-existent. It is hard to argue that such an uneconomic method, which makes such conditional claims for what it can achieve, should play much of a part in the big problems facing the NHS in treating mental illness.

-------------

Perhaps Freud was similar to Darwin (whom he admired), providing a model which would later be refined by scientific developments. In fact, the better analogy may be with Marx (whom he did not admire)—hugely influential in the 20th century, but with little evidence for his "scientific" theories.

------------------

Freud did not claim that psychoanalysis was capable of treating profound or psychotic mental illnesses, and he never denied that the foundations of human psychology were material and biological. But a genetics of the human mind—which viewed madness as the downstream biological effect of a genetic disorder—threatened to flood into even the areas he did consider to be available to therapeutic intervention. More damaging still for the Freudians were the increasingly detailed and sophisticated classifications of mental illnesses, which completely re-categorised the hysterical or neurotic symptoms that Freud had observed and attempted to explain. In 1980, in a dramatic move that sent shocks of both glee and horror through American psychiatry, the word "neurosis" was struck out of the third edition of the Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders—never to return. The American bible of psychiatric diagnosis had effectively declared that the key mental phenomenon on which Freud based his ideas did not exist.

And if the news from biologically-inclined psychiatry looked bad for Freudian theory, the message from neuroscience was worse. The 1990s was the decade of the brain. Language, memory and voluntary action had been mapped out in their particular locations. With the discovery of functional neuroimaging, an increasing number of mental operations could be watched in real time. Motivational and emotional states were shown to have a specific underlying brain circuitry. We began to learn about what happens in the pre-frontal cortex, the hippocampus and the amygdala, and there didn't appear to be any particularly useful correlation with an id, ego or superego.

And what of the unconscious, and the mechanism of repression? Without these, there can surely be nothing foundational left in the Freudian system. What we know for certain is that most of the brain is not conscious; but this does not mean that the subconscious pathways of cognitive science amount to the same dynamic region of conflicting desires that Freud postulated. It simply tells us the obvious, that the brain conducts most of its operations without our being aware of them. The non-conscious mind may even have turned out to be less of a mystery than the conscious one. It is consciousness that cognitive scientists find hardest to locate rather than what lies beneath it. And if we want myths to explain our strange drives, we can as well go to the evolutionary psychologists for their tales of prehistoric survival strategies as to Freud for his psychosexual dramas.

Even the idea of repression, the last stronghold of Freudianism, has been dismantled over the last 30 years. After a shock or trauma, someone may be unable to process a memory, which gets blocked, or comes back in nightmare or flashback form. But this may be understood as the brain's failure to process terrible events, rather than the repression of forbidden desire under the strains of civilisation. Freud's model of repression emerged not just out of 19th-century Viennese society, but out of the age of the steam train. Science is always hypothesised through the metaphors of the day. Freud viewed man as being under pressure from his inner furnace, blowing off steam. Now, we are more likely to imagine ourselves like the interspersing windows of a computer screen, in which operations take place simultaneously and the hard drive of our brains runs the software of our psychology.

------------------------

No one has fully explained the great riddle of how flesh became thought, but it is now perfectly possible to piece together a working model of the mind from neuroscience and cognitive psychology that contains no oedipal conflict, no thanatos or eros, no pleasure principle, no ego and—decisively—no unconscious. We may be emotionally attached to some of these ideas but, scientifically speaking, we don't need them.

Does this mean that the big dream of the talking cure inspired by Freud has been swept aside by a biology of the mind? Far from it. Despite the development of increasingly refined pharmacological treatments, new drugs do not work much better than the old ones. At the front line of psychotic disorders, the beneficial effects of medication are often accompanied by devastating side-effects. Having made its big pharmacological leap, psychiatry remains largely a process of diagnosis, risk assessment, containment and care. Almost nothing has yet come of the great hope of the 1990s that—as with Huntingdon's and Alzheimer's disease—the genetic sources of mental illness would be revealed. For the moment, the big themes of mental illness have been distilled into "gene-environment interaction," the old question of how a person's life-circumstances trigger and shape his biological predispositions, and vice versa.
There is one model of the mind, however, complete with its own particular brand of therapy, which has been gaining a slow ascendancy over the last 30 years. Cognitive psychology has suffered from few of the problems that Freudian theory faced as it confronted developments in biological psychiatry, genetics and neuroscience. Observational and experimental by habit, it is the relatively new science of cognition—the mental functioning that processes information—and since its inception in the late 1950s it has increasingly integrated itself with neurobiological and computer-oriented conceptions of the mind.

---------------------------------------------------------------------------


Beck wanted to provide proper evidence for Freudian ideas—to convince "hard-headed" psychologists. So he focused his research on an area of psychoanalysis with which everyone was familiar: dream analysis. The hypothesis he tested was the basic one that depression is caused by inverted hostility: aggression unconsciously turned against oneself. The Freudian assumption behind this was that the type of thought that takes place in dreams must be qualitatively different from that of waking consciousness—because dreams reflected unconscious motives.

But the more Beck examined patient responses, the more something obvious began to dawn on him. Most of his depressed patients were not actively seeking failure, either consciously or unconsciously. The dreams themselves seemed merely to confirm what the patients said when they were awake. Perhaps, Beck reflected, there was a simpler explanation: "that the person sees himself as a loser in the dream because he ordinarily sees himself as a loser."

With this little shift in perspective, Beck began to take a path away from the entire model of the Freudian unconscious, with all its motivational and instinctual drives, towards one in which the conscious mind was the key. As he told the British psychologist Paul Salkovskis in 1990: "If you take motivation and wish fulfilment out of the dream, this undermines the whole motivational model of psychoanalysis. I started looking at the model all the way through, and… it did not hold. Once I inserted the cognitive model, I saw no need for the rest of the superstructure of psychoanalytic thinking."

Æi, þú getur lesið restina - þetta er alltof löng grein til að smella henni allri inn. Gagnrýnir líka lyfjageirann og telur að hugræn ateflismeðferð sé ekki fullkominn (ég tek undir bæði).

Kveðja Bjarni

A.F.O said...

"Ég er ekki alveg viss en ég held að þú sért að misskilja mig. Það sem ég er að meina er, að það er ekki hægt að benda á eiginleika kapítalíska kerfisins og segja að vegna þeirra hygli kerfið hugrænni atferlismeðferð. Sálgreining hefur væntanlega mjög sjaldan eða aldrei notið hylli nokkurra stjórnvalda - sama hvaða hugmyndakerfi þau búa við."

Hvað meinaru? Ég get auðveldlega haldið því fram, þó svo að sálgreining sé ávallt út í kuldanum hjá stjórnvöldum, að kapitalískt kerfið hampi hugrænni atferlismeðferð. Hvað er bógið við það? Ekkert.

"Nema það tvennt að bæði er óvísindalegt og ekki hægt að sýna fram á neinn árangur."

Hvað meinaru? Hvers vegna er sálgreining óvísindaleg? Er það vegna þess að hún sýnir ekki fram á mælanlegar niðurstöður? Sálgreining fæst við hugsanir og tilfinningar, sem enginn efast um að séu til þrátt fyrir að engar mælingar séu til staðar. Það sem er óvísindalegt er að taka ekki sálræna þáttinn með í jöfnuna. Ég hreinlega skil ekki hvað er flókið við þetta???

"Þarna er mergur málsins. Sálgreinendur ætla sér að fást við eitthvað, en það er bara alveg óvíst hvort þeir eru að gera nokkuð og ef nokkuð þá hvort það er til góðs eða ekki"

Hvað meinaru? Mergur málsins hvað? Hvað veist þú um þetta? Það eru til ótalmörg dæmi sem staðfesta árangur samtalsmeðferðar.

Nei ég má ekki vera að þessu núna. En eitt vil ég nefna varðandi hugleiðingar þínar um tilurð dulvitundarinnar. Ég er margoft búinn að segja að dulvitundin er uppbyggð eins og tungumál. Dulvitundin er ekki líffræðileg, heldur málvísindaleg. Hún er ekki eingöngu innri geymslustaður bældra hvata eða langanna. Nei, hún er hið ytra, þ.e. í tungumálinu. Við tölum ekki tungumál, tungumálið talar okkur. Tungumálið er formgerð sem er til áður en við fæðumst. Tungumálið er sú formgerð sem við beygjum okkur undir; hún hefur ekkert með lífeðlisfræði að gera, en mótar engu að síður hugsun okkar, þrár og langanir; hún mótar sýn okkar á heiminn; hún mótar sjálfsmynd okkar, tilfinningar, ást, hatur, jafnvel heilsu okkar. Við erum þetta alkunna "Tabula rasa" áður en máltaka hefst og við göngum inn í hinn táknræna heim tungumálsins með öllum þeim siðum, reglum, hefðum, boðum og bönnum sem því fylgir. Við erum gjörsamlega útkrotuð af táknmyndum. Þarna myndast klofningur milli líkamans og tungumálsins. Tungumálið hefur áhrif á líkamann. Ef Arna ýjar að því (með orðum að sjálfsögðu) við þig, graðann manninn, hvort þið ættuð ekki að skutlast upp í rúm og gera dodo, þá rís þér hold. Hvað olli því: tungumálið. Hér hef ég lýst dulvitundinni. Hún er ofurhversdagslegt fyrirbæri: hún er tungumálið sem talar okkur!

Kveðja
AFO

Sólskinsfífl nútímans said...

Má ég spyrja fyrst: Lastu greinina?

,,Hvað meinaru? Ég get auðveldlega haldið því fram, þó svo að sálgreining sé ávallt út í kuldanum hjá stjórnvöldum, að kapitalískt kerfið hampi hugrænni atferlismeðferð. Hvað er bógið við það? Ekkert."

Þú getur sagt hvað sem er en það gerir það ekki rétt. Sama hvaða hugmyndakerfi stjórnvöld búa við þá virðast þau ekki hampa hugrænni atferlismeðferð og þó að kerfið hampi hugrænni atferlismeðferð þarf þá það endilega að hafna sálgreiningu? Nei er væntanlega svarið og við getum séð hvernig málin eru að þróast í Bretlandi, eins og stendur í greininni sem ég benti á.

,,Sálgreining fæst við hugsanir og tilfinningar, sem enginn efast um að séu til þrátt fyrir að engar mælingar séu til staðar. Það sem er óvísindalegt er að taka ekki sálræna þáttinn með í jöfnuna. Ég hreinlega skil ekki hvað er flókið við þetta???"

Enn og aftur það er enginn að segja að hugsanir og mælingar séu ekki til en það eitt og sér réttlætir ekki að menn þykist geta beitt aðferðum Sálgreiningar.
Enn og aftur trúarlegt dæmi: ,,Allir" viðurkenna að það að trúatilfinningin sé til sem fyrirbæri en þar með er ekki sagt að Guð sé til eða að prestar hafi rétt fyrir sér.
Svo að ég vitni nú líka aftur í greinina:
But as a feature of public health in this country, psychoanalysis in its pure form is almost non-existent. It is hard to argue that such an uneconomic method, which makes such conditional claims for what it can achieve, should play much of a part in the big problems facing the NHS in treating mental illness.

,,Hvað meinaru? Mergur málsins hvað? Hvað veist þú um þetta? Það eru til ótalmörg dæmi sem staðfesta árangur samtalsmeðferðar."

Ég sagðist aldrei vita neitt um þetta, ég sagði einfaldlega ,,það er bara alveg óvíst hvort þeir eru að gera nokkuð og ef nokkuð þá hvort það er til góðs eða ekki".
Það er alveg rétt að ótal dæmi eru til sem staðfesta að samtalsmeðferð getur virkað - við kölluð hana hugræna atferlismeðferð:)
Sálgreiningin getur bent á einhverja einstaklinga og sagt að þessir einstaklingar hafi tekið stökkbreytingum með því að mæta í sálgreiningu en það er ekkert sem rökstyður það - það er allt eins víst að einstaklingarnir hefðu náð jafn miklum ,,bata" með því einu að mæta 1 sinni í viku og leggjast á bekkinn án sálgreinis.
Það er t.d. fjöldi fólks sem segist hafa upplifað bata eftir samtal við presta eða töfralækna:)

,,Ég er margoft búinn að segja að dulvitundin er uppbyggð eins og tungumál."

Nú ert þú búinn með heimspeki, af hverju ferðu þá ekki í íslensku og bókmenntafræði. Það virðist vera það, einna helst sem gæti nýst ef þú virkilega trúir því að með því að einbeita sér að orðavali eða mismælum geti menn útskýrt eða undirbúið grunnvinnu til að náð einhverjum tökum á samtalsmeðferð og hún virkað.

En endilega þegar þú hefur tíma svaraðu því sem þú slepptir síðast og lestu greinina ef að þú hefur ekki þegar gert það:)

Endurtek:
In 1980, in a dramatic move that sent shocks of both glee and horror through American psychiatry, the word "neurosis" was struck out of the third edition of the Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders—never to return. The American bible of psychiatric diagnosis had effectively declared that the key mental phenomenon on which Freud based his ideas did not exist.

The 1990s was the decade of the brain. Language, memory and voluntary action had been mapped out in their particular locations. With the discovery of functional neuroimaging, an increasing number of mental operations could be watched in real time. Motivational and emotional states were shown to have a specific underlying brain circuitry. We began to learn about what happens in the pre-frontal cortex, the hippocampus and the amygdala, and there didn't appear to be any particularly useful correlation with an id, ego or superego.

...And if we want myths to explain our strange drives, we can as well go to the evolutionary psychologists for their tales of prehistoric survival strategies as to Freud for his psychosexual dramas.


Ástarkveðja Bjarni Sálgreinir.