Monday, November 5, 2007

Hin gagnslausu gen!

Nú fyrir ekki svo löngu síðan átti ég samtal við Hjalta um genarannsóknir. Hjalti er vísindalega þenkjandi og sagði við mig: "þetta er náttúrulega framtíðin." Þá var minn snöggur til svars: "nei, bíddu hægur", sagði ég við lyfjafræðingin, "þú mátt ekki bara fylgja í blindni." Það sagðist hann ekki gera. Staðreyndin væri einfaldlega sú að sjúkdóma og líkur þeirra væri hægt að skýra með erfðum og genum. Þá flaug mér í hug viðtal sem ég hafði lesið á netinu við sálgreinirinn Darian Leader þar sem hann heldur því blákalt fram að: "On their own, genes are a useless concept. They get used because they tap in to the popular split between nature and nurture." Nú kváði Hjalti og sagði að svona fullyrðingar væri erfitt að setja fram. Það sem sálgreinirinn á hins vegar við er að gen eru ekki eini orsakaþáttur sjúkdóma, heldur verða þau fyrir áhrifum frá ótal öðrum þáttum. Hér á hún við gamla tuggan um samspil erfða og umhverfis. Ég og Hjalti vorum nú sammála um þetta atriði að ég held. Að minnsta kosti sagði Hjalti mér að manneskja gæti verið með gen sem auka verulega líkurnar á því að hún fái einhvern ákveðinn sjúkdóm, segjum kransæðastíflu, en með því að borða rétt kemst hún hjá því. Hér lúta genin í lægra haldi fyrir matarvenjum. Og þetta er ekki búið því Leader heldur áfram. Hann telur að þunglyndi, sem Alþjóðlegu heilbrigðissamtökin gera ráð fyrir að verði algengasti sjúkdómurinn árið 2020, sé ekki hægt að höndla með vísindalegum hætti. Vegna þess að þunglyndi verður í flestum tilfellum ekki greint líffræðilega með blóðprufum eða öðru slíku, heldur eru flestir greindir: "by what they say about them selves, wich makes the condition as much to do with language as laboratories." Bíðum við, átti Lacan þá kollgátuna!!! Þetta er þarft innlegg og umhugsunarvert á okkar myrku tímum þar sem hinum sálræna þætti hefur verið varpað fyrir róða. Spurningin sem ég og Hjalti, sem og aðrir, hljótum að þurfa að svara er spurningin um það hverju við þurfum meira á að halda í dag: Íslenskri erfðagreiningu eða Íslenskri sálgreiningu? Að lokum vil ég vísa áhugasömum á umrætt viðtal: http://www.theage.com.au/articles/2003/07/24/1058853193983.html Einnig fann ég þessa blaðagrein á Timesonline og hef ákveðið að setja hana með fyrir þá allra áhugasömustu: http://women.timesonline.co.uk/tol/life_and_style/women/body_and_soul/article1360009.ece

22 comments:

Sólskinsfífl nútímans said...

:)
Já, þetta hressir - gaman að fá nýjan pistil. Gott hjá þér líka að slengja honum fram í miðri verkefnasúpunni svo að maður sé örugglega ekki með hugan við námið.

Ég nenni ekki út í þessa genaumræðubraut og mér finnst hún ekkert sérstaklega heillandi. En hef samt nokkra punkta.

1. Nú veit ég að fyrirsögnin er gegngert sett fram til að pirra þá sem aðhyllast vísindi og ég skal koma niður á þetta level finnst að þú biður mig nánast um það og segi Spegill ,,nei, bíddu nú hægur - þú mátt ekki trúa í blindni".

2. ,,Að minnsta kosti sagði Hjalti mér að manneskja gæti verið með gen sem auka verulega líkurnar á því að hún fái einhvern ákveðinn sjúkdóm, segjum kransæðastíflu, en með því að borða rétt kemst hún hjá því. Hér lúta genin í lægra haldi fyrir matarvenjum"
Ég er ekki vissum að aðferðafræðingar í félagsvísindum væru sammála þessu. Þarna eru genin aðalbreyta og með þeirri þekkingu má einmitt minnka líkur á sjúkdómi eins og kransæðastíflu. En án hennar getur sami maður dottið niður dauður ef að hann borðar jafn feitan mat og maður sem hefur ekki ,,fjölskyldusögu" um kransæðastíflu - hér eru gegnin því alls ekki gagnlaus - heldur hreint út sagt algjört lykilatriði.
En það að borða hollan mat og gera allt rétt (umhverfi) kemur hins vegar ekki í veg fyrir að einstaklingurinn fái stíflu heldur minnkar það um ákveðin prósent.

3.,,Hann telur að þunglyndi, sem Alþjóðlegu heilbrigðissamtökin gera ráð fyrir að verði algengasti sjúkdómurinn árið 2020, sé ekki hægt að höndla með vísindalegum hætti. Vegna þess að þunglyndi verður í flestum tilfellum ekki greint líffræðilega með blóðprufum eða öðru slíku, heldur eru flestir greindir..."
Þetta er hans mat, en að mínu mati mjög vafasöm fullyrðing miðað við það hversu vísindin eru í raun skammt á veg komin og hafa ekki langa sögu á bakvið sig, bæði lyfjalega (sem hefur þó tekið stökkbreytingum) og varðandi vitneskju okkar á hinu magnaða fyrirbæri heilanum til að nefna tvö atriði í þessu dæmi.
Þegar við hins vegar lítum á mannkynssöguna virðist sem allir vegir liggi í átt að skynsemi vísindanna - það væri annars gaman að fá svör við því hvort að þú teljir hafi orðið meiri þróun innan vísindanna eða innan sálgreiningar á síðustu 200 árum (ef við getum þá aðskilið það)?
Kannski skiptir það ekki máli.

4. ,,Þetta er þarft innlegg og umhugsunarvert á okkar myrku tímum þar sem hinum sálræna þætti hefur verið varpað fyrir róða. Spurningin sem ég og Hjalti, sem og aðrir, hljótum að þurfa að svara er spurningin um það hverju við þurfum meira á að halda í dag: Íslenskri erfðagreiningu eða Íslenskri sálgreiningu?"
Er sálræna þættinum varpað fyrir róða eða hafa menn nálgast hann með vísindalegri hætti?
Ef að einhver myndi beina byssu að höfðinu að mér og biðja mig að segja sér hvort muni ná meiri árangri á næstu 100 árum þá myndi ég hiklaust segja íslensk erfðagreining jafnvel þó að ég hafi engar sérstakar mætur á því fyrirtæki.
Ég er hins vegar svo lítið inn í þessari umræðu að ég hlýt að spyrja hvort að þetta séu andstæðir pólar?
Eins verð ég nú hreinlega að spyrja eins og barn (sem er gott, er það ekki?), þar sem ég er ekki jafn víðlesin um sálgreiningu:
Líkt og í kransæðadæminu þá hélt ég einmitt að stór hluti af andlegum sjúkdómum væru tilkomin vegna erfða en ekki umhverfis svo segir sagan allavegana.
Nú þegar að umhverfið spilar svo inní eins og t.d. með ,,trauma" í æsku sem leiðir svo til geðsjúkdóms seinna meir, er það þá ekki einmitt innri þættir, erfðir sem skipta máli? Þ.e. umhverfið virkjar innri þætti.
Hvers vegna bregðast annars börn (a la tabula rasa) mismunandi við sömu aðstæðum, sem síðan leiða til þess að annað barnið nýtir sér atburðinn og styrkist en hitt ekki?
Allskyns sjúkdómar hafa í gegnum mannkynssöguna verið tileinkaðir andlegum kvillum (og jafnvel að menn séu andsetnir), síðar hafa menn komist að því að þeir sjúkdómar stafa af öðru sem hægt er að leysa með vísindalegum hætti og í formi lyfja (þar á meðal taugasjúkdómar) - það er ekki sönnun þess að um það sé að ræða varðandi þunglyndi, en ég ætla ekki að útiloka það.

Svo er mér illa við þetta bölsýnistal þitt um myrkva tíma:)
Aldrei hefur mannkynið séð fram á jafn bjarta tíma, aldrei hefur fátækt verið hlutfallslega minni, aldrei hafa einstaklingar hins frjálsa heims verið jafn ríkir og aldrei hefur jafn mikið framboð á afþreyingu. Meðal aldur fólks hækkar, vísindum og skynsemi vex ásmegin víðast hvar og stöðugt fjölgar þeim sem aðhyllast lýðræði og frjálst markaðshagkerfi og stríð eru í sögulegu lágmarki.
Hvergi hafa menn áður þurft að hafa jafn lítið fyrir hlutunum miðað við útreiknuð lífsgæði:)
Það má útskýra þetta best með því að segja að fyrir 200 árum lögðust allir eða flest allir á bæn, en nú eru það aðallega sú litla prósenta sem eru andlega veikir sem gera slíkt:)
Ég held að mjög lítil prósenta jarðarbúa myndu vilja ferðast til baka í tíma og upplifa þær hörmungar ef þeir gætu valið það (þá fyrir tilstuðlan vísindanna). Það er gott að vera til, vandamál eru til að leysa þau og þar fara vísindin í broddi fagrar
(Sam)fylkingar:)

Niðurstaða: Ég stend með vísindamanninum í lyfjafræðinni.

Megi vísindin vera með þér!

PS. Ég las hratt yfir hluta af Timeonline greinina og hún var athyglisverð:)
Eitt dæmi: Það væri t.d. ofboðslega gaman ef að allir hefðu tíma og peninga til að láta tannlæknirinn sinn sálgreina sig áður en hann borar í tennurnar:)
Menn þyrftu jafnvel að hakka í sig verkjatöflur, því að þeir kæmust ekki í stólinn fyrr en að þeir væru búnir að mæta þrisvar í sálgreiningu. Það myndi líka þrefalda allan tannlæknikostnað sem er fáranlegur nú þegar. Hagfræðingar myndu mjög snögglega átta sig á því að slíkt væri óendanlega óhagkvæmt, hversu marga tíma sem þyrfti.
A) Kostnaður fyrir sjúkling.
B) Tími tannlæknisins sem myndi fara í sálgreiningu sem myndi leiða að...
C) Skort á tannlæknum og samfélagi fullu af fólki með tannpínu sem væri hálf óvinnufært.
Ef þú tekur undir þetta dæmi með honum þá ættir þú að opna stofu þar sem þú sálgreinir fólk með tannpínu - markaðurinn ætti að vera til staðar og þetta ætti að vera hagkvæmt eða hvað?:)
Ég held hins vegar að fólk hafi því miður hvorki tíma né pening í slíkt - svo að ekki sé talað um þolinmæði þegar að maður er með tannpínu.
Fyrir nútímamanninn yrði þetta hvort sem er gagnslaust, hann veit að hann á ekki að reykja, drekka í óhófi, éta sælgæti eða baða tennunar upp úr gosi - en hvað gerir hann?

PPS. Það er stundum sagt að stjórnmálafræðingar séu þeir sem hvorki vildu verða lögfræðingar né heimspekingar og því hlýt ég að endurtaka spurningu mína og spyrja hvort að sálgreinendur séu ekki þeir sem hvorki vildu verða sálfræðingar né prestar?

Ástarkveðja af nætuvakt - Bjarni.

Sólskinsfífl nútímans said...

Eitt sem ég gleymdi og þá kemur upp gamall ,,púki" í mér:
Hvernig stendur á því að það eru aðeins tveir starfandi sálgreinendur á Íslandi, í grein sem hefur svo langa sögu á bakvið sig? Það er ekki eins og þetta sé 21.aldar bull um að tala við stofnfrumuna.

Sem leiðir af sér eftirfarandi spurningu: Hefur þú ,,trú" á sálgreiningunni eða er það blákaldur kapítalisminn sem býr að baki - að fylla upp í tómarúm á markaði?
Það væri viðeigandi að fá svör við þessu á sjálfan byltingardaginn:)
Til hamingju með hann!

A.F.O said...

Ég skal reyna að svara því sem svara er vert.
Fyrirsögnin er ekki sett gagngert fram til þess að pirra þá sem aðhyllast vísindi. Ég er ekki andvísindasinni. Þegar ég tala um hin gagnslausu gen, þá á ég við vísindalegt gagnsleysi þeirra þegar þau eru skoðuð ein og út af fyrir sig og gerð að hinni einu orsök. Það er óvísindalegt. Þannig að stað þess að staðsetja mig með andvísindasinnum, frem ég fram á vísindalegri vinnubrögð.

"Þarna eru genin aðalbreyta og með þeirri þekkingu má einmitt minnka líkur á sjúkdómi eins og kransæðastíflu."

Fyrst langar mig að spyrja þig hvers vegna þú telur genin vera aðalbreytu en ekki umhverfisþáttinn sem hefur úrslita áhrif á genin, þ.e. hvort sjúkdómurinn geri vart við sig eða ekki? Það er ekki hægt að tala um neina "aðalbreytu" í þessu samhengi.


"En án hennar (þekkingar á genum) getur sami maður dottið niður dauður ef að hann borðar jafn feitan mat og maður sem hefur ekki ,,fjölskyldusögu" um kransæðastíflu - hér eru gegnin því alls ekki gagnlaus - heldur hreint út sagt algjört lykilatriði."

Nei það er alveg rétt hjá þér þarna eru genin ekki gagnslaus vegna þess að í þessu dæmi skarast þau einmitt við umhverfisþáttinn. Gen eru gagnslaust og vísindalega ónothæft hugtak ætli menn sér að skoða þau ein og út af fyrir sig óháð öðrum orsakaþáttum sem hafa áhrif á sjálf genin eins og ég benti á hér að ofan. Það er því ekki hægt að draga skýra og einfalda línu og tala um eitthvert "lykilatriði" í þessu samhengi, ekki frekar en "aðalbreytu". Það er óvísindalegt.

Þú vilt meina að fullyrðing Leaders um að þunglyndi sé ekki hægt að greina líffræðilega sé hæpin. En ég segi: þetta er bara staðreynd. Og það þýðir ekkert að flýja á náðir líffræðilegrar smættarhyggju eins og þú gerir þegar þú ýjar að því að vísindin geti staðsett orsök þunglyndis nákvæmlega í heilanum. Í einhverjum tilfellum getur verið um efnaójafnvægi í heila að ræða, en í flestum tilfellum er þunglyndi ekki hægt að greina líffræðilega. Og svo má náttúrulega spyrja sig þeirrar vísindalegu spurningar hvort að sálræni þátturinn geti haft eitthvað með efnaójafnvægi heilans að að gera? Telur þú svo vera? Eða ert þú fylgjandi Réne Descartes og tvíhyggju hans um aðskilnað líkama og sálar?

Allir vegir liggja í átt að skynseminni að þínu mati. Ég leyfi mér hins vegar að efast um það á meðan menn halda að hægt sé að skoða gen sem hina einu orsök fyrir alkahólisma, þunglyndi, offitu, kransæðastíflu o.s.frv. Þetta er algjörlega óvísindalegt og ekki er ólíklegt að einhverjir annarlegir hagsmunir liggi að baki.

Hefur hinum sálræna þætti verið varpað fyrir róða eða höfum við nálgast hann með vísindalegum hætti? Hvað áttu við hér? Þú heldur þó ekki að við höfum nálgast hinn sálræna þátt með vísindalegum hætti með því að greina gen eða heilastarfsemi? Það er þetta sem ég átti við með líffræðilegri smættunarhyggju sem er ekkert annað en römm andvísindahyggja.

Svo er það tannlækna dæmið. Það er sett fram í ákveðnu samhengi. Leader vill meina að það sé gert of lítið af því að hlusta t.d þegar fólk kvartar yfir tannverk. Það er bar sent beint í stólinn og hafist er handa við að bora. Svo veltir þú því fyrir þér hvort að fólk þyrfti ekki bara að fara fyrst í þrjá tíma hjá sálgreini áður en það fer til tannlæknis og hver yrði kostnaðurinn á bakvið það. Hann yrði hár. En það er ekki þetta sem átt er við. Heldur að suma tannverki má rekja aftur til gnístran tanna á nóttinni sem má svo rekja aftur til hins sálræna þátts sem má svo aftur koma í veg fyrir með því að hlusta á viðkomandi og komast að rót meinsins, svo að viðkomandi þurfi ekki að fara til tannlæknis og borga honum fyrir að sparsla í holurnar sem snúa aftur ef hann kemst ekki yfir það álag eða þá sálrænu stíflu sem veldur gnistran tanna.

Jæja þetta er nóg ég hef ekki tíma í meira þar sem athugasemdir þínar eru afar langar, sem er gott, en enn betra væri ef þær væru styttri og hnitmiðaðri þá gæti ég svarað þeim efnislega að fullu. Það er varnarháttur að skrifa svona mikið. Að minnsta kosti sagðist Zizek tala og tala svo það gíni ekki í tómið að baki.

Lifi vísindin!

Sólskinsfífl nútímans said...

1.,,Fyrst langar mig að spyrja þig hvers vegna þú telur genin vera aðalbreytu en ekki umhverfisþáttinn sem hefur úrslita áhrif á genin, þ.e. hvort sjúkdómurinn geri vart við sig eða ekki? Það er ekki hægt að tala um neina "aðalbreytu" í þessu samhengi."

Þetta er undirliggjandi þátturinn, kannski ekki rétt að tala beinlínis um aðalbreytu (og þó) en nokkurs konar frumbreytu sem mestu máli skiptir.
Umhverfisþátturinn skiptir vissulega máli - en hversu vel sem menn standa sig í því sem þeir geta gert útilokar ekki sjúkdóma sem erfast.

2. ,,Nei það er alveg rétt hjá þér þarna eru genin ekki gagnslaus vegna þess að í þessu dæmi skarast þau einmitt við umhverfisþáttinn. Gen eru gagnslaust og vísindalega ónothæft hugtak ætli menn sér að skoða þau ein og út af fyrir sig óháð öðrum orsakaþáttum sem hafa áhrif á sjálf genin eins og ég benti á hér að ofan. Það er því ekki hægt að draga skýra og einfalda línu og tala um eitthvert "lykilatriði" í þessu samhengi, ekki frekar en "aðalbreytu". Það er óvísindalegt."

Aldrei myndi ég skrifa grein sem bæri yfirskriftina ,,Hinir gagnslausu umhverfisþættir" eða ,,Hin ganglausa sálgreining" með sömu rökum - allir hlutir skoðast í samhengi, veröldin er ekki svart/hvít.
Það er hins vegar ekki óvísindalegt að tala um gen sem aðalbreytu eða erfðir (t.d. til að nefna ýkt dæmi) þar sem amma, móðir og 5 dætur deyja úr heilablóðfalli, kransæðastíflu eða hverju sem er?

3. ,,Þú vilt meina að fullyrðing Leaders um að þunglyndi sé ekki hægt að greina líffræðilega sé hæpin. En ég segi: þetta er bara staðreynd. Og það þýðir ekkert að flýja á náðir líffræðilegrar smættarhyggju eins og þú gerir þegar þú ýjar að því að vísindin geti staðsett orsök þunglyndis nákvæmlega í heilanum. Í einhverjum tilfellum getur verið um efnaójafnvægi í heila að ræða, en í flestum tilfellum er þunglyndi ekki hægt að greina líffræðilega. Og svo má náttúrulega spyrja sig þeirrar vísindalegu spurningar hvort að sálræni þátturinn geti haft eitthvað með efnaójafnvægi heilans að að gera? Telur þú svo vera? Eða ert þú fylgjandi Réne Descartes og tvíhyggju hans um aðskilnað líkama og sálar?"

Ég hef nú ekki mikið velt þessu fyrir mér og get ömulega svarað þessari Descartes spurningu - þó ekki væri nema fyrir það að ég nenni því ekki.
Ég veit hins vegar ekki hvernig þú getur útilokað að hægt verði að greina þunglyndi líffræðilega - er það vísindaleg nálgun? :)
Hvers vegna eru t.d. svo mörg dæmi um andlega sjúkdóma innan fjölskyldna? Eru það ekki erfðir? Hvernig útskýrum við það án þess að komi beinlínis við líffræði?
Þú veist það nú eftir kynni þín af nætuvaktinni að ýmsum fáranlegum aðferðum var beitt þar, en nú eru lyf t.d. að verða betri og betri - kannski kemur að því einn daginn að lyf koma gjörsamlega í veg fyrir þunglyndi... einu sinni trúðu menn því ekki að nokkurt lyf gæti komið í veg fyrir sýkingu, kvef eða hvað eina.

4. ,,Allir vegir liggja í átt að skynseminni að þínu mati. Ég leyfi mér hins vegar að efast um það á meðan menn halda að hægt sé að skoða gen sem hina einu orsök fyrir alkahólisma, þunglyndi, offitu, kransæðastíflu o.s.frv. Þetta er algjörlega óvísindalegt og ekki er ólíklegt að einhverjir annarlegir hagsmunir liggi að baki."

Nei, ég er alveg sammála þér í því að við eigum að skoða allt, ég held bara að vitneskjan um gen og erfðir muni hjálpa mannkyninu meira en það mun skaða hana. Er ekki betra að menn viti hvernig skynsamlegt er að haga sér til að ,,virkja" ekki erfðasjúkdóma - hverjir sem þeir eru?
Er ekki skynsamlegra að segja munaðarlausu barni frá því að foreldrar, afar og ömmur hafi verið alkahólistar áður en barnið fer að drekka áfengi?
Maður hlýtur svo að spyrja sig hvort að það liggi ekki annarlegir hagsmunir hjá sálgreinendum þegar að þeim er vegið?

5. ,,Hefur hinum sálræna þætti verið varpað fyrir róða eða höfum við nálgast hann með vísindalegum hætti? Hvað áttu við hér? Þú heldur þó ekki að við höfum nálgast hinn sálræna þátt með vísindalegum hætti með því að greina gen eða heilastarfsemi? Það er þetta sem ég átti við með líffræðilegri smættunarhyggju sem er ekkert annað en römm andvísindahyggja."

Það sem ég á við er það að framþróun í öllum vísindum er af hinu góða og menn eiga ekki að halda í sína fræðimennsku af því að þeir hafa étið hana í sig. Sálfræði, genaumræðan og læknavísindin hafa verið í framþróun. Hvers vegna eiga þá menn að bíta í sig gamlar hugmyndir sem eiga ekki lengur við?
Ég fæ stundum á tilfinninguna þegar að ég ræði sálgreiningu við fólk í kringum mig (og verð ég þó að taka fram að ég veit ekki mikið um þetta og er ekki óskeikull fremur en aðrir menn) að sálgreiningin sé á svolítið svipuðum stað innan fræðanna og guðfræðin eða þjóðkirkjan þar sem nýjar kenningar spretta fram eftir að gamlar kenningar verða úreldar vegna vísindalegrar þekkingar á öðrum sviðum og að það þrengi að. Er það rétt nálgun?
Ég veit að móðir mín og vinkona hennar sem er ágætur sálgreinandi hnakkrifust um ýmis mál á sínum skólaárum og ansi margt hefur breyst síðan þá - sálgreiningin nánast útdauð á Íslandi.


6. ,,Svo er það tannlækna dæmið. Það er sett fram í ákveðnu samhengi. Leader vill meina að það sé gert of lítið af því að hlusta t.d þegar fólk kvartar yfir tannverk. Það er bar sent beint í stólinn og hafist er handa við að bora. Svo veltir þú því fyrir þér hvort að fólk þyrfti ekki bara að fara fyrst í þrjá tíma hjá sálgreini áður en það fer til tannlæknis og hver yrði kostnaðurinn á bakvið það. Hann yrði hár. En það er ekki þetta sem átt er við. Heldur að suma tannverki má rekja aftur til gnístran tanna á nóttinni sem má svo rekja aftur til hins sálræna þátts sem má svo aftur koma í veg fyrir með því að hlusta á viðkomandi og komast að rót meinsins, svo að viðkomandi þurfi ekki að fara til tannlæknis og borga honum fyrir að sparsla í holurnar sem snúa aftur ef hann kemst ekki yfir það álag eða þá sálrænu stíflu sem veldur gnistran tanna."

Eins og ég segi, ef að það er markaður fyrir þessu þá stofnar þú stofu sem fyllir upp í markaðinn. Ég held reyndar að það sé mjög lág prósenta sem rústar í sér tönnunum vegna gnístan tanna og sálræna þátta. Ég er nokkuð vissum að slæm tannhirða og sælgæti og gos sé skýringin í flestum tilfellum - en kannski að þú getir afsannað það með könnun og þá verður þú líka ríkur maður.
Á tímum þar sem bílar eyðileggjast vegna þess að fólk hefur aldrei sett á þá olíu, þegar börn eru eru í miklum mæli illa uppalin vegna tímaskorts og þegar að fólk reykir, drekkum og dópar þrátt fyrir að vita betur, þá held ég að afar fáir myndu nýta sér slíka þjónustu hvort sem hún væri hjá tannlækni eða sálgreinanda og hvort eð er ekki taka skilaboðunum... hversu oft hefur tannlæknirinn ekki sagt okkur að hætta gosdrykkju eða vísindamenn að kaffibolli að morgni geri ekkert gagn til lengri tíma?
Málið er einfaldlega það að flest fólk er tilbúið til að ræða hlutina, nema þegar það er að borga fyrir þann tímann.
Fólk fer ekki til tannlæknis til að ræða allar mögulegar orsakir tannverks, frekar en það fer á hóruhús til að leysa þá gátu hvers vegna það er statt á hóruhúsi!

7. ,,Jæja þetta er nóg ég hef ekki tíma í meira þar sem athugasemdir þínar eru afar langar, sem er gott, en enn betra væri ef þær væru styttri og hnitmiðaðri þá gæti ég svarað þeim efnislega að fullu. Það er varnarháttur að skrifa svona mikið. Að minnsta kosti sagðist Zizek tala og tala svo það gíni ekki í tómið að baki."

Þú veist það jafn vel og ég að ef að ég skrifa stuttar og hnitmiðaðar setningar þá hljóma þær yfirborðskenndar og þá bíða mín hér 100 spurningar - þetta er því einungis tímalega hagkvæmt fyrir okkur báða:)

Lifi vísindin!

A.F.O said...

"Þetta er undirliggjandi þátturinn, kannski ekki rétt að tala beinlínis um aðalbreytu (og þó) en nokkurs konar frumbreytu sem mestu máli skiptir.
Umhverfisþátturinn skiptir vissulega máli - en hversu vel sem menn standa sig í því sem þeir geta gert útilokar ekki sjúkdóma sem erfast."

1. Það er ekki hægt að tala um einhverjar aðal- og aukabreytur í þessu samhengi, þar sem hér er um tvo vixlverkandi þætti að ræða. Það er því ekki hægt að tala um að annar þátturinn skipti meira máli en hinn. Það er einmitt þessi víxlverkun sem ber að skoða betur. Og ég er ekki að neita því að til séu sjúkdómar, eins og tauga og lömunarveiki o.s.frv, sem erfast óháð því sem við gerum í lífi okkar.

"Aldrei myndi ég skrifa grein sem bæri yfirskriftina ,,Hinir gagnslausu umhverfisþættir" eða ,,Hin ganglausa sálgreining" með sömu rökum - allir hlutir skoðast í samhengi, veröldin er ekki svart/hvít.
Það er hins vegar ekki óvísindalegt að tala um gen sem aðalbreytu eða erfðir (t.d. til að nefna ýkt dæmi) þar sem amma, móðir og 5 dætur deyja úr heilablóðfalli, kransæðastíflu eða hverju sem er?"

2. Það skoðast alls ekki allir hlutir í samhengi. Allir hlutir eru í samhengi og ber að skoða í samhengi, en gallinn er sá að það er oft á tíðum ekki gert. Eins og í þeim tilfellum þegar menn falla í þá gryfju að skýra alkahólisma, þunglyndi o.s.frv. einungis út frá genum. Gen eru gagnslaust hugtak eitt og sér. Það er staðreynd. Og varðandi dæmi þitt um mæðgurnar, þá er ég alveg sammála því að um erfðafræðilegan sjúkdóm geti verið að ræða. En hvað eigum við að segja: þetta var óumflýjanlegt? Við getum líka spurt okkur hvort ekki sé um að ræða dulvitaða samsömun dóttur við látna móður. Ef svo er má allt eins ætla að genatíski þátturinn sem liggur að baki hefði aldrei komið upp á yfirborðið ef ekki hefði verið fyrir samsömunina. M.ö.o., umhverfisþátturinn getur haft áhrif á genin.

"Ég hef nú ekki mikið velt þessu fyrir mér og get ömulega svarað þessari Descartes spurningu - þó ekki væri nema fyrir það að ég nenni því ekki.
Ég veit hins vegar ekki hvernig þú getur útilokað að hægt verði að greina þunglyndi líffræðilega - er það vísindaleg nálgun? :)
Hvers vegna eru t.d. svo mörg dæmi um andlega sjúkdóma innan fjölskyldna? Eru það ekki erfðir? Hvernig útskýrum við það án þess að komi beinlínis við líffræði?
Þú veist það nú eftir kynni þín af nætuvaktinni að ýmsum fáranlegum aðferðum var beitt þar, en nú eru lyf t.d. að verða betri og betri - kannski kemur að því einn daginn að lyf koma gjörsamlega í veg fyrir þunglyndi... einu sinni trúðu menn því ekki að nokkurt lyf gæti komið í veg fyrir sýkingu, kvef eða hvað eina."

3.(a) Mikilvægt er að taka afstöðu til Descartes og tvíhyggju hans um aðskilnað líkama og sálar. Kenning hans hefur áhrif á samtímann og deilur innan hans. Svo er það þunglyndið, ég sagði ekki að útilokað væri að greina það líffræðilega og rekja til einhvers efnaójafnvægis í heilanum, en staðreyndin er hins vegar sú að langflestum tilvikum er ekki hægt að finna greiningu á rannsóknarstofunni, heldur einungis út frá sem fólk hefur að segja. Hin vísindalega nálgun felst í því að horfast í augu við þessa staðreynd lífsins í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi á bleiku skýi þeirra draumóra að lyf muni koma til með að leysa allan vanda.

(b) Svo spyrðu: "Hvers vegna eru t.d. svo mörg dæmi um andlega sjúkdóma innan fjölskyldna". Það geta verið erfðir, gen, en ekki endilega eingöngu, það má einnig taka til greina (dulvitaðan) samsömunarþáttinn fjölskyldumynstrið, hina ýmsu atburði og umhverfisþætti sem hugsanlega hafa ýft upp hið ættgenga geðsjúkdómagen sem ég neita ekki að geti hugsanlega verið til staðar. Það er ótal þættir og ég segi: skoðum þetta í samhengi á vísindalegan hátt (því gen eru gagnslaus ein og sér).

(c) Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég sé að reyna að sneiða hjá allri líffræði (genum, erfum o.s.frv). En málið er að við erum ekki bara líffræðilegar verur, talverur (parlétre). Líffræðin er vissulega til staðar, hver neitar því, en hún skarast við umhverfisþáttinn. Leader segir að við séum annað og meira en bar "summa líkamspartanna". Og ég held að það sé alveg rétt hjá honum. Eins og ég held að það sé rétt hjá þér þegar þú segir að lyf geti læknað sýkingu og kvef (ver væri svo mikill hálfviti að halda öðru fram), en það er algjörlega fyrir utan það sem hér er um rætt. Eins með hausverk, ég veit að ég get vel tekið lyf við honum, eins og ég get tekið lyf við kvíða. En hvað veldur, hver er orsökin fyrir fyrrgreindum kvillum?

4. "Nei, ég er alveg sammála þér í því að við eigum að skoða allt, ég held bara að vitneskjan um gen og erfðir muni hjálpa mannkyninu meira en það mun skaða hana. Er ekki betra að menn viti hvernig skynsamlegt er að haga sér til að ,,virkja" ekki erfðasjúkdóma - hverjir sem þeir eru?
Er ekki skynsamlegra að segja munaðarlausu barni frá því að foreldrar, afar og ömmur hafi verið alkahólistar áður en barnið fer að drekka áfengi?"

Ég held að ég sé sammála þér að mörgu leyti hér. Rannsóknir á genum geta reynst hjálplegar, en þær geta einnig reynst skaðlegar. Þetta hefur Steindór J. Erlingsson sýnt fram á í bók sinni "Genin okkar" þar sem hann bedir á það að vinnuveitebdur sumir hverjir í Bretlandi eru farnir að notfæra sér niðurstöður úr genrannsóknum þegar þeir ráða fólk áður en þeir ráða fólk til starfa: genatískir aumingjar fá ekki starfið! Þetta er tvíeggjað sverð. Ef það er hægt að einangra alkahólista-genið þá er sjálfsagt að láta barnið vita af því svo það taki nú ekki upp hegðun foreldra sinna og "virkji" erfðasjúkdóminn. En það er nú einu sinni þannig að alkahólismi verður ekki eingöngu skýrður út frá genum. Og það er einmitt athyglisvert að þú skulir tala um að "virkja erfðasjúkdóma" því það er einmitt það sem gerist; umhverfisþátturinn hefur áhrif á genin. Ef við setjum þá staðreynd svo í samhengi við tal þitt um "lykilatriði" og "aðalbreytur" þá fáum við ansi merkilega niðurstöðu. Ef að umhverfisþátturinn hefur áhrif á genin og virkjar erfðasjúkdóminn, telst hann þá ekki "orsök" og sjúkdómurinn "afleiðing." Og hvað er þá "aðalbreyta"? Bara dæmi um það hversu óviðeigandi það er að tala um "aðal og auka breytur". Skoðum víxlverkunin (milli gena, líffræði, umhverfis og menningar).

"Það sem ég á við er það að framþróun í öllum vísindum er af hinu góða og menn eiga ekki að halda í sína fræðimennsku af því að þeir hafa étið hana í sig. Sálfræði, genaumræðan og læknavísindin hafa verið í framþróun. Hvers vegna eiga þá menn að bíta í sig gamlar hugmyndir sem eiga ekki lengur við?"

Sálfræði hefur ekki verið í neinni framþróun síðan Freud og Lacan settu fram sínar hugmyndir. Í dag er fólki boðið upp á úrkynjað drasl, sálfræðimeðferð með engan fræðilegan grundvöll. (a) Hugræn atferlismeðferð er meðferð, og (b) ef þetta er alvöru meðferð þá ætti hún að byggja á fræðilegri kenningu um hugarstarf mannsins, og (c) ef hún hefði einhverja fræðilega kenningu um hugarstarf mannsins þá ætti hún einnig að geta skýrt kvikmyndir, bókmenntir, listaverk, arkitektur og allt hvað eina í menningu okkar. En það gerir atferlismeðferð ekki. Enda engin fræði þar á ferð bara lítið tannhjól í gangverki kapítalismans þar sem markmiðið er að hver og einn komi sem fyrst aftur í vinnu. Er þetta sú sálfræðileg framþróun sem þú átt við? Það hlýtur að vera, þetta er ríkjandi meðferðarform í dag! Þá kýs ég heldur að læsa tönnunum sem fastast í gamlar hugmyndir ef það er sálgreining sem þú átt við (sem er þó ekki gömul miðað við hugmyndasöguna í heild) því að hún á alltaf við. Svo hefur genaumræðan ekki verið í neinni framþróun. Umræðan er lítil innantóm vegna þess að okkur vantar svona punkta eins og Leader og félagar koma með.

Þannig að þegar þú leggur sálgreinir að jöfnu við prest og sálfræðing og sálgreiningu að jöfnu við Guðfræði hvað varðar staðsetningu þeirra innan fræðanna, þá er það alröng nálgun. Sálgreining er alls ekki út dauð þó svo að fáir stunda hana hér á landi. Ég hef kynnst tveim þeirra -bæði tvö flottir fulltrúar. Það er engin áfellisdómur yfir sálgreiningu hversu fáir praktísera hana hér á landi.

Jæja þetta er komið gott.

Sólskinsfífl nútímans said...

1. Ég ætla þá bara að vera ósammála þér í því að annar þátturinn skipti ekki meira máli en hinn. Gaman væri að fá viðbrögð frá Hjalta um þetta.

2.Hér erum við aftur ósammála á forsendum fyrsta atriðisins.

2.1.,,Við getum líka spurt okkur hvort ekki sé um að ræða dulvitaða samsömun dóttur við látna móður."

Nei, hættu nú alveg!

3.,,Hin vísindalega nálgun felst í því að horfast í augu við þessa staðreynd lífsins í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi á bleiku skýi þeirra draumóra að lyf muni koma til með að leysa allan vanda."

Ég er nú ekki staddur á því skýi, ég neita hreinlega að útiloka slíkt og finnst sjálfsagt að við reynum að finna slík lyf - öllum til góðs nema kannski þröngum hagsmunahóp sem hefur hag af veikindum annarra.

(b),,(því gen eru gagnslaus ein og sér). "

Ef gen eru gagnslaus ein og sér, þá er allt gagnslaust eitt og sér: Ég kaupi allavegana ekki ,,dulvitaða samsömun dóttur við látna móður" rökin :)
Mér finnst við vera komin ískyggilega nálægt því að segja hreinlega ,,kannski voru það gegnin - en við getum ekki útilokað að hér hafi Guð verið að refsa fjölskyldunni... við getum ekki útilokað það".


(c) ,, Eins með hausverk, ég veit að ég get vel tekið lyf við honum, eins og ég get tekið lyf við kvíða. En hvað veldur, hver er orsökin fyrir fyrrgreindum kvillum?"

Já og ég vill að læknavísindin finni orsökina og lausnina á því, af því að ég tel það líklegra til árangurs en sálgreining og ég skal glaður éta þessi orð mín þegar einhver sýnir fram á annað.

4.Tvíeggjað sverð vissulega, en hreinlega hluti af mannréttindabaráttu og persónuvernd sem og ætti ekki að geta átt sér stað í lýðræðissamfélagi.

,,Ef að umhverfisþátturinn hefur áhrif á genin og virkjar erfðasjúkdóminn, telst hann þá ekki "orsök" og sjúkdómurinn "afleiðing." Og hvað er þá "aðalbreyta"? Bara dæmi um það hversu óviðeigandi það er að tala um "aðal og auka breytur".

Enda tók ég fram að hugsanlega væri ekki alveg rétt að tala um aðalbreytu (og þó) heldur frumbreytu. Í flestum sjúkdómum er það í það minnsta þannig erfðirnar skipta mestu máli og umhverfisþættirnir þurfa ekki endilega að koma að til að ,,sjúkdómurinn" geti gripið inn í líf manns - eins og nefnt var í fyrri dæmum og öfugt að þrátt fyrir umhverfisþætti þarf ekki að verða til sjúkdómur - þess vegna eru gen frumbreyta og aðalatriði.

5. ,,Sálfræði hefur ekki verið í neinni framþróun síðan Freud og Lacan settu fram sínar hugmyndir. Í dag er fólki boðið upp á úrkynjað drasl, sálfræðimeðferð með engan fræðilegan grundvöll."

Sagði maðurinn sem ver sálgreiningu og guðfræði:)

S.s. allt það menntaða fólk sem vill hjálpa öðrum og hlær eða hristir hausinn yfir bókum Freuds og hefur sennilega aldrei heyrt um Lacan er á völdum kapítalísk hugsunarháttar og aðeins að hugsa um gróðavonina?
Eru einhverjar rannsóknir sem styðja það að sálgreining virki betur en skyndilausnin - ,,hið úrkynjaða drasl"?

6. ,,Þá kýs ég heldur að læsa tönnunum sem fastast í gamlar hugmyndir ef það er sálgreining sem þú átt við (sem er þó ekki gömul miðað við hugmyndasöguna í heild) því að hún á alltaf við"

... og finnst hún á alltaf við setur hún sig í flokk með guðfræði, feminisma og kommunisma... það er aldeilis huggulegt mengi:)

7.,,Enda engin fræði þar á ferð bara lítið tannhjól í gangverki kapítalismans þar sem markmiðið er að hver og einn komi sem fyrst aftur í vinnu."

Höfum þetta lokaorð - ég er farinn að lesa ,,Making Globalization work" :)
(Sem ég verð að lesa af þeirri dulvituðu samsömun við faðir minn sem var kommunisti og hugmyndafræðin hans brást - er það ekki?)

Ástarkveðja Bjarni.

A.F.O said...

"Ég ætla þá bara að vera ósammála þér í því að annar þátturinn skipti ekki meira máli en hinn. Gaman væri að fá viðbrögð frá Hjalta um þetta."

1. Þú kýst sem sagt að þrjóskast við og "ætlar" að vera ósammála, sama hvað, þrátt fyrir að ég hafi bent þér að þá staðreynd að ekki er hægt að tala um annan þáttinn sem mikilvægari en hinn þar sem um samverkun er að ræða. Gen eru ekki einangraður orsakaþáttur - eins og sýklar - heldur hluti af dýnamískri heild þar sem þau koma í langflestum tilfellum ekki upp á yfirborðið nema í tengslum við ótal aðra þætti. Við getum ímyndað okkur gen sem kyrrstæða kúlu sem hreyfist ekki fyrr en önnur kúla (umhverfisþáttarins) skellur á henni. Þetta er grundvallaratrið, basic, orsök og afleiðing. Hér er um samverkun tveggja þátta að ræða og æeg skil ekki hvernig er hægt að neita því (nema í fáeinum tilfellum þar sem um ms-sjúkdóm er að ræða eða eitthvað álika). En þrjóskuleiðin verður jú alltaf leið til skoðunarmyndunar. Það er allavega skárra en kennivaldsleiðin.

"Nei, hættu nú alveg!"

2. Af hverju ætti ég að hætta alveg? Viðbrögð þín við dulvitaðri samsömun eru eins og ég hefði nefnt eitthvert mystískt fyrirbæri. En svo er ekki. Ég skal gefa dæmi um það hversu hversdagslegt þetta er og sýna að upphróðunarmerki þitt var óþarft. Ungur drengur fer í sveit; þegar hann kemur heim aftur er hann orðinn, foreldrum hans til undrunar, smámæltur. Hvers vegna var hann orðinn smámæltur? Ekki gat drengurinn svarað því, hann bara talaði svona. En ástæðan var einföld, hann hafði samsamað sig við smámæltan bóndan í sveitinni sem hann leit upp til og hafði gert að fyrirmynd. Þetta dæmi er eins og kaninn segir "based on a true story". Það sama getur átt við um sjúkdóma.

"Ég er nú ekki staddur á því skýi, ég neita hreinlega að útiloka slíkt og finnst sjálfsagt að við reynum að finna slík lyf - öllum til góðs nema kannski þröngum hagsmunahóp sem hefur hag af veikindum annarra."

3. Nei nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Að stöðug uppfinning nýrra lyfja sé öllum til góðs nema þröngum hagsmunahóp sem nýtur góðs af veikindum annarra! Nei varla. Ef þú heldur að hagsmunirnir liggi hjá þeim þröng hóp sem stundar rannsóknir á sálrænum þáttum sjúkdóma þá skjátlast þér hraparlega. Ég meina hvernig færðu það út? Við lifum á tímum síð-kapitalisma þar sem allt gengur út á að framleiða stöðugt nýjan varning, og ef læknavísindin færu út í það að rannsaka sálræna þætti þá væri engin varningur til að selja. Það verður engin ríkur af rannsóknum sínum á sálrænum þáttum sjúkdóma. Fyrstu sjúklingarnir sem Freud talaði við voru sefasýkissjúklingar sem læknar hunsuðu vegna þess að það fannst engin lífeðlisfræðileg orsök fyrir sjúkdómnum. Þannig að það er ekki verið að hagnast á veikindum annarra, heldur að hjálpa þeim sem eru á jaðrinum, þ.e.a.s. ef það er ekki þegar búið að fletja út persónuleika þeirra með lyfjum. Þeir sem græða eru lyfjarisarnir.

"Mér finnst við vera komin ískyggilega nálægt því að segja hreinlega ,,kannski voru það gegnin - en við getum ekki útilokað að hér hafi Guð verið að refsa fjölskyldunni... við getum ekki útilokað það"."

4. Alltaf nefnir þú Guð og trú endurtekið, ítrekað, aftur og aftur með einum eða öðrum hætti. Þú veist að dulvitundin endurtekur sig! Er trúin svona mikið viðmiðunaratriði í hugsun þinni, einhvers konar svarthol sem sogar umræðuna til sín? Ertu í hlekkjum trúarinnar? Eins og ég sagði áðan þá er samsömun hvort sem hún er meðvituð eða dulvituð afar hversdagslegt fyrirbæri.

"Já og ég vill að læknavísindin finni orsökina og lausnina á því, af því að ég tel það líklegra til árangurs en sálgreining og ég skal glaður éta þessi orð mín þegar einhver sýnir fram á annað."

5. Það er eitthvað kolrangt við uppbyggingu þessarar setningar: þú "vilt" að læknavísindin finni orsök og lausn (sem þau eru ekki búin að finna) því þú telur "það" líklegra til árangurs. hvað er líklegra til árangurs: að læknavísindin haldi áfram að leita og reyni hugsanlega að finna einhverja lausn? Er það líklegra til árangurs? Eða: ef læknavísindin finna lausn, þá er það líklegra til árangurs, ha? Ætlaðir þú að segja það? Ég vona ekki þar sem það er alger rökleysa. Þessi setning er skrítin hjá þér. Og í ofanálag segist þ´þú ætla að éta orðin ofaní þig ef einhver fram á annað? Sýnir fram á annað en hvað spyr ég? Auk þess sem læknavísindin með lyf í fararbroddi munu aldrei lækna kvilla eins og kvíða, heldur einungis svæfa hann um hríð, eða þangað til að lyfjanotkun er hætt og þá þarf að gefa önnur lyf við aukverkunum við þeim fyrri.

"Enda tók ég fram að hugsanlega væri ekki alveg rétt að tala um aðalbreytu (og þó) heldur frumbreytu. Í flestum sjúkdómum er það í það minnsta þannig erfðirnar skipta mestu máli og umhverfisþættirnir þurfa ekki endilega að koma að til að ,,sjúkdómurinn" geti gripið inn í líf manns - eins og nefnt var í fyrri dæmum og öfugt að þrátt fyrir umhverfisþætti þarf ekki að verða til sjúkdómur - þess vegna eru gen frumbreyta og aðalatriði.

6. Nei, þú getur heldur ekki talað um frumbreytu. Vegna þess að við höfum "sjúkdóm" og svo "samverkun tveggja orsakaþátta" (eða breyttna). Gen verður ekki að breytu eða orsök sjúkdóms fyrr en aðrir orsakaþættir virkja þau. Það er því rangt hjá þér að tala um gen sem "frumbreytu (orsök)" vegna þess að þau verða ekki að orsök eða breytu fyrr en þau er virkjuð af öðrum þáttum. Hér er um samverkun að ræða en ekki einhver "aðalatriði" og það er ekki nema í örfáum tilfellum sem sjúkdómur grípur inn í líf manns án allrar tengingar við umhverfisþáttinn.

... "allt það menntaða fólk sem vill hjálpa öðrum og hlær eða hristir hausinn yfir bókum Freuds og hefur sennilega aldrei heyrt um Lacan er á völdum kapítalísk hugsunarháttar og aðeins að hugsa um gróðavonina?
Eru einhverjar rannsóknir sem styðja það að sálgreining virki betur en skyndilausnin - ,,hið úrkynjaða drasl"?"

7. Ég sagði ekkert um það hvernig þetta menntaða fólk hugsar. Hvort það er að hugsa um gróðarvon eða eitthvað annað veit ég ekki. Eflaust vilja þau allt fyrir mann gera, en meðferðin sem þau bjóða uppa byggir ekki á fræðilegum grunni um hugarstarf mannsins. En ef svo er sýndu mér þá greiningu hugrænnar atferlismeðferðar á menningarlegum afurðum mannsins. Eru einhverjar rannsóknir sem styðja að sálgreining virki betur? Nei! Einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að setja sálarlíf einstaklingsins upp í súlurit. Þess vegna snýst meðferð í dag eingöngu um að skoða sýnilegt atferli og hegðun en ekki að grafast fyrir um það hvað veldur. Og ástæðan er sú að það er hægt að setja atferli í súlurit og sýna þannig fram á (gervi) rannsóknir til að þóknast kapitalísku kerfinu sem fer fram á sífellt meiri skilvirkni. Hugræn atferlismeðferð var notuð í Kína Maos til þess að endur-mennta fólk í því augnamiði að láta það sjá hlutina eins og yfirvöld vildu að þau myndu sjá hlutina. Þetta bendir Leader til dæmis á.

Sálgreining á enn við í dag, og kannski meira nú en áður?

Vísindalegar ástarkveðjur
AFO

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Gen eru ekki einangraður orsakaþáttur - eins og sýklar - heldur hluti af dýnamískri heild þar sem þau koma í langflestum tilfellum ekki upp á yfirborðið nema í tengslum við ótal aðra þætti."

1.Nú er það orðið ,,í langflestum tilvikum":)
Gen eru einmitt mjög oft einangraður orsakaþáttur t.d. við fæðingu, barn sem fæðist með erfðasjúkdóma á borð við hjartagalla eða barn sem fæðist með downs syndrom eða barn sem fæðist geðveikt - hvernig útskýrir sálgreiningin það.
Þess vegna getur þú ekki sagt hin gagnlausu gen nema með fyrirvara.
Talandi um þrjósku:)

Getur víxlverkun ekki átt sér stað milli frumbreytu og fylgibreytu?
Er einhvern tímann hægt að segja að tveir þættir vegi nákvæmlega jafn mikið?
Annað Dæmi: Nú eru til menn/konur sem vantar ákveðið efni í blóð sitt (nenni ekki að fletta því upp) sem gerir það að verkum að verði þeir fyrir áverka svo að það blæðir þá getur þeim blætt út vegna þess að sárið gróir ekki. Hvort hefur erfðagallinn eða umhverfisþátturinn meira vægi?
Báðir hafa vægi, en maðurinn deyr ekki nema vegna þess að hann hefur erfðagalla.

,,Ungur drengur fer í sveit"

...og þú líkir þessu saman við ,,dulvitaða samsömun dóttur við látna móður"?
Þegar að fimm dætur látast útaf erfðasjúkdóm sem bæði amma og móðir hafa dáið úr er ekki um að ræða neina dulvitaða samsömun:)
Hvað þá með barn sem fæðist andvana og orsökin er rakin til heilabilunar og faðir barnsins og afi hafa látist úr heilabilun?
Hvernig tæklar sálgreiningin það:)
,,Dulvituð samsömun" eða umhverfisþættir?

3. Lyfjarisarnir græða, en það gera líka margir sem lifa á bull lækningum kennda við andlega sjúkdóma (án þess að ég tilgreini sálgreiningu).
Af hvaða ástæðu ættir þú að vera á móti því að menn í framtíðinni takist að búa til lyf sem kemur í veg eða læknar andlega sjúkdóma ef að slíkt er hægt - ef að batin er jafnvel betri en af áralangri sálgreiningu eða annarri spjallmeðferð?
Myndir þú ekki fagna því?


4.,,Eins og ég sagði áðan þá er samsömun hvort sem hún er meðvituð eða dulvituð afar hversdagslegt fyrirbæri."

...og eins og ég benti á hér að ofan, þá getur þú ekki notað hana við hvað sem er... þú gætir alveg eins notað Guð sem rök við öllu.

5. Já ég bæði vil og vona að læknavísindin finni orsök og lausnina að þeim vanda sem steðjar að, treysti þeim vísindum betur en sálgreiningu. Til að kasta sprengju til gamans: Fyrir mér er sálgreining eingöngu að fylla tímabundið í tómt skarð:)

6. Ég er búinn að svara þessu hér að ofan (nr.1).
Umhverfisþátturinn getur skipt máli, en hann þarf ekki að gera það og getur líka skipt minna máli eða meiru.

7. ,,en meðferðin sem þau bjóða uppa byggir ekki á fræðilegum grunni um hugarstarf mannsins. En ef svo er sýndu mér þá greiningu hugrænnar atferlismeðferðar á menningarlegum afurðum mannsins. Eru einhverjar rannsóknir sem styðja að sálgreining virki betur? Nei! Einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að setja sálarlíf einstaklingsins upp í súlurit."

Þannig að sálgreining er alveg jafn ófræðileg og ,,úrkynjað drasl" í þokkabót. Sálgreining getur sem sagt ekki sýnt fram á nein árangur nema það það mat að hver einstaklingur fari betri maður frá meðferð en hann kom inn í hana?
Það gera líka slæm lyf, Kleppur í gamla daga, jafnvel Krossinn eða vera í fangelsi.

Nú reyni ég hins vegar að ljúka máli mínu með annari málsgrein minni í fyrsta commenti:
,,Ég nenni ekki út í þessa genaumræðubraut og mér finnst hún ekkert sérstaklega heillandi."

Kakó/kaffibolli í vikunni?
Þú getur þá útskýrt betur fyrir mér kosti sálgreiningar?
Jafnvel hvernig hún getur nýst við skrif á knattspyrnugreinum.

Ástarkveðja Bjarni.

Sólskinsfífl nútímans said...

Gleymdi einu, er það ekki svo að starfsheitið ,,Sálgreinir" er ekki lögverndað starf á Íslandi, svo að hver sem er getur borið þann titil og væntanlega starfað sem slíkur?
Þetta er sem sagt jafn fræðilegt og að tala við trúnaðarvin sinn eða dauðadrukkin ókunnugan mann á bar?

Viðskiptahugmynd mín er sú að þú býrð til staðlað próf með sem þú lætur fólk borga fyrir og þá getur það einu sinni í viku fengið frá þér staðlaða spurningu/spurningar og ritað sitt svar við því í sína einkamöppu í heimatölvunni og þá ætti einstaklingnum að líða miklu betur - er það ekki. Gætir jafnvel byrjað á víðum spurningum og verið svo leiðandi - jafnvel beitt krossaspurningum.
Viðkomandi borgar minna en að fara til Sálgreinanda og þarf ekki að fara þangað, getur opnað sig algjörlega fyrir sjálfum sér strax í stað þess að þurfa að eyða peningum og tíma í að treysta viðkomandi og þú getur grætt pening fyrir það eitt að sitja heima og drekka kaffi.:)

Við getum allavegana ekki mælt að þetta virki síður en sálgreining á bekk - er þetta ekki bara persónubundið?
:)

Kveðja Bjarni Þór sálgreinir

A.F.O said...

Svaraði en allt datt út. Það er gjörsamlega óþolandi. Sé til hvort ég hef mig til svars eftir slíkt rugl. Það verður þá einhver bið á því.

Sólskinsfífl nútímans said...

Skil þig mjög vel - þetta eru helvísk forrit.
Ég reyni alltaf að hafa varan á og copy-a textann áður en ég sendi hann frá mér.

Kveðja Bjarni Þór stjórnmálafræðingur og sálgreinir.

A.F.O said...

"Nú er það orðið ,,í langflestum tilvikum":)
Gen eru einmitt mjög oft einangraður orsakaþáttur t.d. við fæðingu, barn sem fæðist með erfðasjúkdóma á borð við hjartagalla eða barn sem fæðist með downs syndrom eða barn sem fæðist geðveikt - hvernig útskýrir sálgreiningin það.
Þess vegna getur þú ekki sagt hin gagnlausu gen nema með fyrirvara.
Talandi um þrjósku:)"

Það er eitthvað sem eki virðist komast til skila. Gen eru ekki "í langflestum" tilvikum einangraður orsakaþáttur. Og þú talar hér um algjörlega líffræðilegan sjúkdóm: barn með hjartagalla. Og Downs heilkenni! Sálgreinir læknar ekki hjartasjúkdóma (nema þá að sálrænir séu), og fæst heldur ekki við downs heilkenni. Gen eru sjaldnast einangraður orsakaþáttur heldur einn þáttur í flókinni í heild orsakaþátta. Þetta staðfesti lyfjafræðingurinn fyrir mér þrátt fyrir að vera gríðarlega óánægður með það hvernig hann birtis í færslu minni. Í þeim námskeiðum sem hann hefur tekið er ekki efast um að allskyns sálrænir þættir hafi áhrif og virki á genin. Gen eru og verða hluti af dynamískri heild þar sem óvíst er að þau komi upp á yfirborðið. Þau eru vissulega til staðar, en gagnslaus ef við ætlum að rannsaka þau sem einangruð fyrirbæri. Er ekki fyrirvari í þessari síðustu setningu minni? Jú.

"Annað Dæmi: Nú eru til menn/konur sem vantar ákveðið efni í blóð sitt (nenni ekki að fletta því upp) sem gerir það að verkum að verði þeir fyrir áverka svo að það blæðir þá getur þeim blætt út vegna þess að sárið gróir ekki. Hvort hefur erfðagallinn eða umhverfisþátturinn meira vægi?
Báðir hafa vægi, en maðurinn deyr ekki nema vegna þess að hann hefur erfðagalla."

Hér ertu aftur komin með dæmi um algjörlega líffræðilegan sjúkdóm (sem sálgreinnir er ekki að fara að kippa í liðinn). Og þú hlýtur að sjá að þetta á ekki við þegar um sjúkdóma eins og þunglyndi, alkahólisma, asmi, kransæðastífla o.s.frv. Þú getur til dæmis ekki sagt: hvor hefur meira vægi umhverfisþátturinn eða erfðir þegar kemur að þunglyndi? Báðir hafa vægi, en maðurinn hefði aldrei orðið þunglyndur nema að hafa þynglyndisgenið. Gen eru rannsökuð í samhengi við flókna heild annarra orsakaþátta, nema í undantekningartilfellum þar sem um algjörlega líffðilegan galla er að ræða og því er ekki um aðalbreytur og fylgibreytur að ræða. Við höfum "sjúkdóm" og tvo (eða fleiri) orsakaþætti "gen" og "umhverfi"...sjúkdómurinn varð til í samverkun þessara þátta...segjum að genin séu til staðar, en þau hefði ekki komið upp á yfirborðið nema fyrir tilstuðlan umhverfisþáttarins (t.d. frjölskyldudrama) sem verkar á þau = sjúkdómur.

"Hvað þá með barn sem fæðist andvana og orsökin er rakin til heilabilunar og faðir barnsins og afi hafa látist úr heilabilun?
Hvernig tæklar sálgreiningin það:)
,,Dulvituð samsömun" eða umhverfisþættir?"

Enn og aftur algjörlega líffræðilegt. Þú ert að tala um andvan fætt barn sem vart er hugað líf vegna heilabilunar í fjölskyldunni. Sálgreinir kemur hvergi nærri því, ekki frekar en downs heilkennum. En þú setur sem betur fer broskall sem segir mér að þú sért að grínast.

"Þegar að fimm dætur látast útaf erfðasjúkdóm sem bæði amma og móðir hafa dáið úr er ekki um að ræða neina dulvitaða samsömun:)"

Hver var sjúkdómurinn? Mig minnir að við höfum verið að tala um kransæðastíflu. Í því tilfelli getur til dæmis veriðum samsömun við líferni móðurinnar að ræða.
Það kemst engin okkar hjá samsömun hvort sem hún er meðvituð eða dulvituð. Til þess að taka einfalt dæmi, þá samsömum við okkur við nafnið okkar þrátt fyrir að við vitum að um tilviljunarkennda smíð foreldra er að ræða. Og ef einhver í fjölskyldunni ber til dæmis nafnið getur átt sér stað frekari samsömun. Þú heitir Bjarni eins og afi þinn. Er hugsanlega einhver samsömun þar að verki. Þú skilur hvað ég er að fara.

"Lyfjarisarnir græða, en það gera líka margir sem lifa á bull lækningum kennda við andlega sjúkdóma (án þess að ég tilgreini sálgreiningu).
Af hvaða ástæðu ættir þú að vera á móti því að menn í framtíðinni takist að búa til lyf sem kemur í veg eða læknar andlega sjúkdóma ef að slíkt er hægt - ef að batin er jafnvel betri en af áralangri sálgreiningu eða annarri spjallmeðferð?
Myndir þú ekki fagna því?"

Þau fagnaðarlæti brjótast seint út. Eskatólógísk trú þín á á lyf ber keim af trúnni á endurkomu krists, sem mun frelsa okkur undan öllum okkar kvillum. Lyf koma í veg fyrir með því að svæfa sjúkdóma, en þau lækna þá ekki. Þau geta verið neyðarúrræði, en áherslan á lyf hefur keyrt fram úr öllu hófi. Auk þess var ég að rekast á rannsókn, sem ég hef þó enn ekki lesið sem rannsakar sambandið milli aukinnar dánartíðni og uppáskrifaðra lyfjagjafar sem er skuggaleg. Sálgreining er ekki bulllækning sem kennd er við andlega sjúkdóma, heldur meðferð sem byggð er á traustum fræðilegum grunni. Auk þess sagði Lacan að sálgreining snérist ekki eingöngu um bata. Allt varð vitlaust í kjölfar þessarar fullyrðinga. En það sem hann átti við meðal annars er að sálgreining er ekki í samkeppni við lyf eða skurðhnífa. Sálgreining er ekki spurning um að fjarlægja yfirborðs sjúkdómseinkenni.

"Já ég bæði vil og vona að læknavísindin finni orsök og lausnina að þeim vanda sem steðjar að, treysti þeim vísindum betur en sálgreiningu. Til að kasta sprengju til gamans: Fyrir mér er sálgreining eingöngu að fylla tímabundið í tómt skarð:)"

Af hverju treystir þú þeim betur? Treystir þú þeim til þess að finna réttu lyfin fyrir þig? Og þetta er alls engin sprengja. Lacan hefði hreinlega skrifað undir þessa sprengju þar sem hann hélt því fram að ekkert væri til þess fallið að fylla upp í hið tóma skarð lífs okkar.

"Þannig að sálgreining er alveg jafn ófræðileg og ,,úrkynjað drasl" í þokkabót. Sálgreining getur sem sagt ekki sýnt fram á nein árangur nema það það mat að hver einstaklingur fari betri maður frá meðferð en hann kom inn í hana?"

"ófræðileg", hvað áttu við? Nei sálgreining sýnir ekki fram á árangur með því að setja bata fólks upp í súlurit. 'I þeim felst einmitt úrkynjunin.

Svo bætir þú einhverju við í lokin og kallar þig síðan sálgreini. Eina sem ég get sagt að ég er sammála þér: það réttlætir enginn starf sálgreinisins, nema hann sjálfur. En viðskiptahugmynd þín er fráledd.

Kveðja AFO

A.F.O said...

Fáum okkur svo kaffi sem veldur því að sáðfrumurnar synda hraðar. Ímyndaðu þér hvað það gerir fyrir heilafrumurnar.

Kær kveðja
AFO

Sólskinsfífl nútímans said...

Ég nefndi þessa líffræðilegu sjúkdóma vegna þess sem þú sagðir um dulvitaða samsömun ömmu/móður og dóttur, svo einfalt er það.
En þú vilt sem sagt útiloka að barn geti fæðst með andlegan sjúkdóm sem eingöngu má rekja til erfða? Segjum þunglyndi?

,,Eskatólógísk trú þín á á lyf ber keim af trúnni á endurkomu krists, sem mun frelsa okkur undan öllum okkar kvillum."

:) Nei, ég neita bara að útiloka það. Munurinn er sá að til þess þyrftu framfarir vísindanna en ekki kraftaverk - sem enginn nú til dags virðist hafa orðið vitni af án þess að það megi ekki útskýra.

,,Sálgreining er ekki bulllækning sem kennd er við andlega sjúkdóma, heldur meðferð sem byggð er á traustum fræðilegum grunni."

Á hvaða trausta fræðilega grunni byggir sálgreining?
Af hverju er sálgreining ekki lögvarið starf á Íslandi?
Af hverju hefur sálgreining aldrei verið kennd í akademískri vísindalegri sálfræði sem sálfræði?
Af hverju eru það einkum bókmenntafræðingar og prestar nú á dögum sem hygla sálgreiningu en ekki sálfræðingar, geðlæknar, læknar?
Ég get látið skrá mig sem sálgreini, eins og ég get látið skrá mig sjáanda eða framsóknarmann en ég get ekki látið skrá mig sem sálfræðing, lögfræðing... ekki einu sinni ómerkilegan prest - hvernig stendur á því?
Finnst þér ekkert leiðinlegt að þegar þú hefur lokið langri og strangri meðferð og háskólanámi í sálgreiningu að þá get ég opnað stofu við hliðina á þér sem Sálgreinir?
:)

Hvað er fráleitt í viðskiptahugmyndinni? Er ekki meginmarkmiðið að sjúklingurinn átti sig á því hvers vegna hann er kvíðinn eða hvað sem hann er og hvert er markmið sálgreinandans?
Hvað getur sálgreinirinn gert sem spurningarlistar, leiðandi spurningar og krossaspurningar geta ekki náð utan um - svo að ég tali nú ekki um í upphafi meðferðar?
Mætti ekki spara öllum tíma og peninga?
Snýr þessi sálgreiningarhugmynd þín ekki einmitt svolítið um það hvernig þú horfir á þennan fallega heim sem við búum í. Þér er (eða virðist vera) illa við hraða þjóðfélagsins, alþjóðavæðinguna, kapítalismann og samkeppnina sem knýr manninn áfram og þess vegna leitar þú skjóls í sálgreiningunni en ekki það að sálgreiningin hafi einhver svör við nútímanum, frekar en heimspekin eða kommunisminn - í sálgreiningunni eru einungis tveir einstaklingar í rólegu og huggulegu herbergi í ,,óra"fjarlægð frá umheiminum og er það ekki það sem heillar:)
(svo að ég nýti mér starfsheiti mitt sem Sálgreinir).

Með vísindalegri kveðju Bjarni Þór Sálgreinir.

A.F.O said...

"Ég nefndi þessa líffræðilegu sjúkdóma vegna þess sem þú sagðir um dulvitaða samsömun ömmu/móður og dóttur, svo einfalt er það.
En þú vilt sem sagt útiloka að barn geti fæðst með andlegan sjúkdóm sem eingöngu má rekja til erfða? Segjum þunglyndi?"

Þrátt fyrir að hafa ekki lagst í ítarlegar rannsóknir á þunglyndi sjálfur, er svar mitt afdráttarlaust JÁ. Miðað við það sem ég hef lesið tel ég að þunglyndi sé ekki algjörlega líffræðilegur sjúkdómur sem rekja má eingöngu til erfða og hægt er að eyða með lyfjum. Ef svo væri væri formúlan þessi: "ýkt óheppinn þú hefur erft þunglyndi og verður að taka lyf." Þunglyndi er miklu frekar eins og Leader segir "mind-body condition." Þarna finnst mér síðasta orðið eiga vel við því að ég held einmitt að þunglyndi sé einhvers konar ástand sem má breyta án lyfja. Gummi lati sagði mér eitt sinn frá manni (sem ég man ekki hvað heitir) sem skrifaði um reynslu sína af heiftarlegu þunglyndi í 8 bindum (sem eiga að vera fáanleg á hlöðunni). Þessi maður sagði að það væri tvennt sem bæri að forðast 1) einvera og 2) aðgerðarleysi. Það fyrsta sem manni dettur í hug er: bíddu var hann ekki einn þegar hann skrifaði? Jú, en augljóslega ekki aðgerðarlaus. Þessi 8 bindi um þunglyndi bera þess vitni að hann hefur fengið eitthvað út úr því að skrifa um ástand sitt og hver veit nema að hann hafi skrifað sig út úr veikindum sínum? Í mörgum tilfellum er það þannig. Hvernig útskýrum við að annars bætta lungnastarfsemi asmasjúklinga eftir að þeir fara að skrifa um traumatísk móment í lífi sínu? Það er þetta sem mér finnst merkilegt.

"Á hvaða trausta fræðilega grunni byggir sálgreining?
Af hverju er sálgreining ekki lögvarið starf á Íslandi?
Af hverju hefur sálgreining aldrei verið kennd í akademískri vísindalegri sálfræði sem sálfræði?
Af hverju eru það einkum bókmenntafræðingar og prestar nú á dögum sem hygla sálgreiningu en ekki sálfræðingar, geðlæknar, læknar?"

Heildarsafn Freuds eru um þrjátíu bækur og Lacan skrifaði annað eins. Þar er hinn fræðilega grunn að finna, hugtökin sem móta aðferðina. Að sálgreining sé ekki lögvarin er í fyrsta lagi bara tímanna tákn. Annars held ég að henni sé nett sama um allt slíkt. Eins og Lacan sagði: "það réttlætir engin starf sálgreinisins nema hann sjálfur." Sigurjón Björnsson sálgreinir kenndi sálfræði upp í háskóla og þar með talið sálgreiningu. En auðvitað hefur hún ekki verið kennd sem hluti af "vísindalegri" sálfræði (hugræn atferlismeðferð) sem ætlar sér að setj hugarstarf mannsins í súlurit. Hér kemur brandari: maður fór í hugræna atferlismeðferð og náði svo góðum árangri að hann birtist sem súlurit í nýjasta vísindalega sálfræðitímaritunu! HAHAHAHAHAHA!Djöfulsins drasl. Þar sem bækur eru afurð mannshugans geta bókmenntafræðingar notað sálgreiningu við til þess að skoða verkið, höfund þess og persónur. Það sama á við um presta; það þýðir ekki bara að þylja upp dæmisögur biblíunnar. Læknar nota ekki sálgreingu vegna þess að þeir einblína á líkamann. Geðlæknar nota ekki sálgreiningu (daðra þó við hana sumir) vegna þess að þeir gefa lyf.

"Ég get látið skrá mig sem sálgreini, eins og ég get látið skrá mig sjáanda eða framsóknarmann en ég get ekki látið skrá mig sem sálfræðing, lögfræðing... ekki einu sinni ómerkilegan prest - hvernig stendur á því?
Finnst þér ekkert leiðinlegt að þegar þú hefur lokið langri og strangri meðferð og háskólanámi í sálgreiningu að þá get ég opnað stofu við hliðina á þér sem Sálgreinir?"

Láttu skrá þig og titla eins og þú vilt. Þetta snýst ekki um það. Hvað með það þó að sálgreining sé ekki lögvarið starf? Það gerir ekkert til? Þú lætur eins og það sé eitthvað hrikalegt. Ég veit ekki hvernig mér líður eða hver ég verð eftir að hafa undirgengist stranga meðferð og nám í sálgreingu þannig að ég veot ekert um það hvernig mér liði með það að þú myndir titka þig sálgreini og opna stofu. Líklega myndi ég bara fagna því.

"Hvað er fráleitt í viðskiptahugmyndinni? Er ekki meginmarkmiðið að sjúklingurinn átti sig á því hvers vegna hann er kvíðinn eða hvað sem hann er og hvert er markmið sálgreinandans?
Hvað getur sálgreinirinn gert sem spurningarlistar, leiðandi spurningar og krossaspurningar geta ekki náð utan um - svo að ég tali nú ekki um í upphafi meðferðar?"

Sálgreining snýst ekki um að svara stöðluðum krossaspurningum einni af annarri. Og leiðandi spurningar eru dauðinn sjálfur í sálgreiningarmeðferð. Betra er að tala í véfréttarstíl. Sálgreinir er sérþjálfaður túlkandi. Sálgreinirinn heyrir þegar dulvitundin talar. Sálgreinirinn er listamaður, eins og málarinn, sem horfir á það sama og við, en er fær um að skapa eitthvað algjörlega nýtt og ófyrirséð. Það er þetta sem góður sálgreinir gerir, hann kemur auga á og heyrir eitthvað sem var til staðar allann tímann en enginn tók eftir því. Fyirirframtilbúin stöðluð krossapróf með leiðandi spurningum koma ekki í staðinn fyrir þetta. Heldurðu virkilega að það sé hægt að búa til spurningar fyrirfram sem virka á alla? Sveiattann!

"Mætti ekki spara öllum tíma og peninga?"

Þú segir "time is money" en sálgreinirinn segir "time is interpretation".
Spara tíma græða pening, spara tíma græða pening, spara tíma græða pening! Er þetta mantran sem þú ferð með kvölds og morgna?

"Snýr þessi sálgreiningarhugmynd þín ekki einmitt svolítið um það hvernig þú horfir á þennan fallega heim sem við búum í. Þér er (eða virðist vera) illa við hraða þjóðfélagsins, alþjóðavæðinguna, kapítalismann og samkeppnina sem knýr manninn áfram og þess vegna leitar þú skjóls í sálgreiningunni en ekki það að sálgreiningin hafi einhver svör við nútímanum, frekar en heimspekin eða kommunisminn - í sálgreiningunni eru einungis tveir einstaklingar í rólegu og huggulegu herbergi í ,,óra"fjarlægð frá umheiminum og er það ekki það sem heillar:)
(svo að ég nýti mér starfsheiti mitt sem Sálgreinir)."

Sálgreining hefur ekkert með "skjól" að gera eða veru í "rólegu og huggulegu herbergi". Sálgreiningarferlið er að sögn langt, strang, erfitt, og felur í sér róttækar efasemdir um sjálfan þig og á því sem þú heldur að þú sért. Lacan sagði að í lok sálgreiningarinnar sé maður "á milli tveggja dauða" uppfullur af "angist og þunglyndi." Það eru nú meiri rólegheitin, notalegheitin og huggulegheitinn. Ástandið verður fyrt óþægilegt þegar þú legst á bekkinn. Væri ekki notalegra að fara bara í kringluna eða horfa á góða DVD með snakki og ídýfu, fylltar lakkrísreimar og gosi? Væri ekki þægilegra að vera bara í umheiminum í órafjarlægð frá bekk sálgreinisins?

Kær kveðja
AFO

Sólskinsfífl nútímans said...

1. ,,Þrátt fyrir að hafa ekki lagst í ítarlegar rannsóknir á þunglyndi sjálfur, er svar mitt afdráttarlaust JÁ."

OK.

2. ,,Heildarsafn Freuds eru um þrjátíu bækur og Lacan skrifaði annað eins. Þar er hinn fræðilega grunn að finna, hugtökin sem móta aðferðina."

Skrifaði Lenin ekki jafn margar bækur samtals þar sem hann lagði fræðilegan grunn? Samt hafði hann svona gjörsamlega rangt fyrir sér í nánast öllum aðalatriðum þegar að fram liðu stundir.

3. ,,Hvað með það þó að sálgreining sé ekki lögvarið starf? Það gerir ekkert til? Þú lætur eins og það sé eitthvað hrikalegt."

Það sem það segir okkur er það að Sálgreining er hvorki talin svo vísindaleg né fræðileg hérlendis að nokkur maður geti ekki titlað sig sem slíkan.

4. ,,Sálgreining snýst ekki um að svara stöðluðum krossaspurningum einni af annarri. Og leiðandi spurningar eru dauðinn sjálfur í sálgreiningarmeðferð. Betra er að tala í véfréttarstíl. Sálgreinir er sérþjálfaður túlkandi. Sálgreinirinn heyrir þegar dulvitundin talar"...
,, Heldurðu virkilega að það sé hægt að búa til spurningar fyrirfram sem virka á alla? Sveiattann!"

En það er ekkert sem sýnir fram á það að sálgreining á bekk virki betur en sálgreining á netinu.
Sálgreinir þarf ekki að vera sérþjálfaður túlkandi og hann þarf ekki að heyra þegar að dulvitundin talar. Hann getur þess vegna verið óþjálfaður Framsóknarmaður sem segir fólki sem það vill heyra og veit ekki hvað dulvitund er.

5. ,,Sálgreinirinn er listamaður, eins og málarinn, sem horfir á það sama og við, en er fær um að skapa eitthvað algjörlega nýtt og ófyrirséð."

Hér erum við komnir að skemmtilegum punkti, sem er sá að bestu listamennirnir eru ekki endilega og kannski síst þeir sem hafa gengið í skóla og þurftu ekkert að hafa lært, geta alveg notað sínar hugmyndir eins og þeim listir án þess að þær séu í nokkru samhengi við einhvern fræðilegan grunn.

6. ,,Spara tíma græða pening, spara tíma græða pening, spara tíma græða pening! Er þetta mantran sem þú ferð með kvölds og morgna?"

Nei, en hagræðing er orð sem oft kemur upp í hugann daglega.

7. ,,Lacan sagði að í lok sálgreiningarinnar sé maður "á milli tveggja dauða" uppfullur af "angist og þunglyndi." Það eru nú meiri rólegheitin, notalegheitin og huggulegheitinn."

... og þetta er það sem þú sækist í, bölsýnismaðurinn:) Vitandi það að þú gætir tekið að þér sama starf án þess að gera það:)

8. ,,Væri ekki þægilegra að vera bara í umheiminum í órafjarlægð frá bekk sálgreinisins?"

Ég tek undir það. Það væri bæði þægilegra og betra - sérstaklega fyrir sjúklinginn:)

Prakkarakveðja Bjarni Þór Sálgreinir.

A.F.O said...

"Skrifaði Lenin ekki jafn margar bækur samtals þar sem hann lagði fræðilegan grunn? Samt hafði hann svona gjörsamlega rangt fyrir sér í nánast öllum aðalatriðum þegar að fram liðu stundir."

Ég var ekki að halda því fram að það væri samasemmerki á milli magns og gæða. Þú spurðir einfaldlega á hvaða fræðilega grunni sálgreining byggir og ég vísaði þér á bækur meistaranna. Svo verða menn að lesa og dæma hver fyrir sig. Nú eða láta það eiga sig. En ég segi sálgreining á við í dag.

"Það sem það segir okkur er það að Sálgreining er hvorki talin svo vísindaleg né fræðileg hérlendis að nokkur maður geti ekki titlað sig sem slíkan."

Eins og ég sagði þá er það bara tímanna tákn en enginn áfellisdómur yfir sálgreiningu. Auðvitað er hún á jaðrinum í kapitalískum samtímanum sem hampar hugrænni atferlismeðferð. Hver í ósköpunum heldur því fram að sálgreining sé ekki fræðileg? Hahaha hvernig er það hægt? Sálgreining er ekki vísindaleg í strangasta skilning þess orðs af fyrrgreindum ástæðum. En það má segja að hún sé for-vísindaleg í þeim skilningi að hún gerir grein fyrir hugarstarfi mannsins sem stundar vísindi.

"En það er ekkert sem sýnir fram á það að sálgreining á bekk virki betur en sálgreining á netinu."

Það er vel hugsanlegt að sálgreiningarmeðferð geti farið fram á netinu. En alls ekki með þessum stöðluðu krossaspurningum þínum. Það yrði að vera eitthvað interaktívitet, milli sálgreinis (psychoanalyst) og sálgreinanda (psychoanalysand). Menn hafa víst verið að prufa sig áfram með símaviðtöl og það er að ganga vel. Kannski er netið næst, hver veit?

"Hér erum við komnir að skemmtilegum punkti, sem er sá að bestu listamennirnir eru ekki endilega og kannski síst þeir sem hafa gengið í skóla og þurftu ekkert að hafa lært, geta alveg notað sínar hugmyndir eins og þeim listir án þess að þær séu í nokkru samhengi við einhvern fræðilegan grunn."

Sálgreinir heyrir það sem ávallt var til staðar en enginn annar heyrði, málarinn horfir á það sama og við hin en skapar úr því eitthvað alveg nýtt. Það er þetta sem er líkt með þessum greinum. Báðir aðilar þurfa að tileinka sér ákveðna tækni, það er ljóst. Það sem ég á við er að góður málari (hvort sem hann er sprenglærður eða ekki) opnað nýjan heim, eins og sálgreinir (sem verður að vera vel þjálfaður) getur gert það sama...opnað nýjan heim, heim dulvitundarinnar. Ég var ekki að leggja greinarnar algjörlega að jöfnu, að þær væru eins í öllu tilliti, heldur einungis að varpa ljósi á starf sálgreinisins með líkingu við góðan listmálara (óháð menntun). Það var allt og sumt þannig að ég skil ekki hvert vandamálið er?

"Nei, en hagræðing er orð sem oft kemur upp í hugann daglega."

Ertu ásóttur af orðinu "hagræða"?

"... og þetta er það sem þú sækist í, bölsýnismaðurinn:) Vitandi það að þú gætir tekið að þér sama starf án þess að gera það:)"

Nei maður þarf að vera bjartsýnn. Og það er ekki hægt að taka sér sama starf þó svo að maður gæti alltaf þóst. Auk þess sem það er nauðsynlegt að undirgangast meðferð og þjálfun. Þú verður að vit hvað þú ert að gera. Sálgreining er ábyrgðarfullt starf, ein mistök...röng túlkun eða sönn á vitlausm tíma, og sjúklingnum er ýtt fram af klettinum.

"Ég tek undir það. Það væri bæði þægilegra og betra - sérstaklega fyrir sjúklinginn:)"

Við erum öll sjúk. Ég ber brigður á það að maðurinn sé heilbrigður. Vegna þess að égið (the ego) hefur formgerð sjúkdómseinkennis, það er geðsjúkdómur mannsins.

Kær kveðja
AFO

Biggie said...

Gaman að þessari umræðu.

"Hvernig stendur á því að það eru aðeins tveir starfandi sálgreinendur á Íslandi, í grein sem hefur svo langa sögu á bakvið sig?"

Hvernig stendur á því að það starfa fjölmargir húðsjúkdómalæknar á Íslandi, þegar flestar starfsaðferðir þeirra eru ekkert nema bæði sjálfsblekking og blekking til sjúklinga?

"kannski kemur að því einn daginn að lyf koma gjörsamlega í veg fyrir þunglyndi"

Ef ég er þunglyndur, þá hlýt ég að vera þunglyndur. Lyf lækna mig ekki.

En fólk trúir á lyf.

Afsakið truflunina.

Ég bið fyrir þér Bjarni. Það er reimt í 104.

Óhefðbundinna lækninga-kveðja,
Birgir

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Þú spurðir einfaldlega á hvaða fræðilega grunni sálgreining byggir og ég vísaði þér á bækur meistaranna. Svo verða menn að lesa og dæma hver fyrir sig."...

...,,Hver í ósköpunum heldur því fram að sálgreining sé ekki fræðileg? Hahaha hvernig er það hægt?"

Humm?

,,Það er vel hugsanlegt að sálgreiningarmeðferð geti farið fram á netinu. En alls ekki með þessum stöðluðu krossaspurningum þínum. Það yrði að vera eitthvað interaktívitet, milli sálgreinis (psychoanalyst) og sálgreinanda (psychoanalysand). "

Krossaspurningarnar voru nú hreinlega ætlar sem nokkurs konar persónuleikapróf og svo var ein hugmyndin einmitt sú að það yrðu samskipti milli sálgreinandans og sjúklingsins.
En svarið er sem sagt það að mögulega mætti HAGRÆÐA:)
Sparnaður í tíma fyrir báða aðila og væntanlega í pening fyrir sjúkling og þú gætir verið heimavinnandi faðir og sinnt almennilegu uppeldi - eitthvað sem of fáum leyfist í dag.
Hvort að ég sé ,,ásóttur" af hagræði veit ég ekki - ég held að það sé aðallega það hversu oft það kemur upp daglega að breyta má einhverju til batnaðar.

,,Sálgreinir heyrir það sem ávallt var til staðar en enginn annar heyrði"

..eins og sjáandinn:)

,,Nei maður þarf að vera bjartsýnn"...
,,Við erum öll sjúk"

Hahaha:)

Sólskinsfífl nútímans said...

,,Hvernig stendur á því að það starfa fjölmargir húðsjúkdómalæknar á Íslandi, þegar flestar starfsaðferðir þeirra eru ekkert nema bæði sjálfsblekking og blekking til sjúklinga?"

Hvað sem þér kann að finnast um húðsjúkdómalækna, þá er þetta næstum einmitt punkturinn.
Það eru fjölmargir kuklarar í hinum ýmsu kukl greinum nútímans - en samt höfum við eingöngu tvo starfandi sálgreinendur á Íslandi.
Hvað veldur?

,,Ef ég er þunglyndur, þá hlýt ég að vera þunglyndur. Lyf lækna mig ekki.

En fólk trúir á lyf."

Engin þunglyndislyf sem lækna þig og þú útilokar komu þeirra? Þá ertu í vanda staddur.

Megi vísindin vera með þér Birgir og lýsa upp þinn veg.

Skynsöm vísindakveðja Bjarni.

A.F.O said...

"Humm?"

Stöku hmm? er gulls-ígildi. En finnst þér skrítið að ég skuli hlæja að þeim sem halda því fram að sálgreining sé ekki fræðileg. Það væri hægt að núllstilla greindarvísitölumæla með þeim mönnum sem halda því fram að Freud og Lacan hafi ekki verið fræðimenn.

"En svarið er sem sagt það að mögulega mætti HAGRÆÐA:)
Sparnaður í tíma fyrir báða aðila og væntanlega í pening fyrir sjúkling..."

Af hverju gefur þú þér að það sé hagræðing. Símaviðtal eða netviðtal myndi taka jafn mikin tíma og kosta jafn mikin pening væntanlega. Auk þess sem lacanísk sálgreining hefur engann staðlaðan tíma. Sálgreinir ákveður hvenær tímabært er að hætta...hvort það er eftir 5 mínútur eða 60 skiptir ekki máli - hann rukkar alltaf það sama. Eins og ég sagði "Time is interpretation". Sjúklingurinn er ekki að borga fyrir tíma, heldur túlkun!

"Hvort að ég sé ,,ásóttur" af hagræði veit ég ekki - ég held að það sé aðallega það hversu oft það kemur upp daglega að breyta má einhverju til batnaðar."

Ég vil bara segja þér að eitt megineinkenni dulvitundarinnar er að hún er endurtekningarsöm. Ákveðnar táknmyndir, orð og setningar koma aftur og aftur. Ertu þú ásóttur!!! Þegar ég tala um hið sálræan þá er ég að tala um tungumál.

,,Nei maður þarf að vera bjartsýnn"...
,,Við erum öll sjúk"

Af þessu þykist þú geta hlegið. En það er fyrst þegar við erum búinn að átta okkur á sjúkleika ég-sins að við getum verið raunverulega bjartsýn. Þá öðlumst við tækifæri til þess að taka teningin upp og kasta honum einu sinni enn!

Sálgreinir fæst við hugarstarf einstaklingsins og dulvitund sem er uppbyggð eins og tungumál. Það gerir sjáandi ekki!!!

Kveðja
AFO

Sólskinsfífl nútímans said...

,,En finnst þér skrítið að ég skuli hlæja að þeim sem halda því fram að sálgreining sé ekki fræðileg. Það væri hægt að núllstilla greindarvísitölumæla með þeim mönnum sem halda því fram að Freud og Lacan hafi ekki verið fræðimenn."

Jú,jú vissulega má kalla hvað sem er fræðilegt. Hvort sem það eru skrif um sálgreiningu, guð,,fræði" eða höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun en það segir bara akkúrat ekki neitt og þetta getur verið argasta della fyrir því.

,,Sálgreinir ákveður hvenær tímabært er að hætta...hvort það er eftir 5 mínútur eða 60 skiptir ekki máli - hann rukkar alltaf það sama. Eins og ég sagði "Time is interpretation". Sjúklingurinn er ekki að borga fyrir tíma, heldur túlkun!"

Aldrei hef ég lesið jafn greinilega orðið fjárplokkun út úr nokkrum skrifum.
A) Sálgreinirinn ákveður hvenær tímabært er að hætta
B) Hann rukkar alltaf það sama, af því að sjúklingurinn er að borga fyrir túlkun en ekki tíma.
Hugsaðu þér ef allt þjóðfélagið hugsaði svona!
Skrýtið að svona skuli koma frá manni sem gagnrýnir kapítalisma!

,,Af þessu þykist þú geta hlegið. En það er fyrst þegar við erum búinn að átta okkur á sjúkleika ég-sins að við getum verið raunverulega bjartsýn."

Úúú! Hinn æðri raunveruleiki. Við lifum öll í blekkingu sem höfum ekki ,,uppgötvað" sálgreiningu og lifum í tómri blekkingu bjartsýninnar:)
Já maður myndi nú sennilega bera þetta saman við trúarbrögð ef að þú værir ekki orðinn langþreyttur á þeim samanburði.

,,Sálgreinir fæst við hugarstarf einstaklingsins og dulvitund sem er uppbyggð eins og tungumál."

Já og ef að það væri eitthvað að marka þessi ,,fræði", sem fást við að hjálpa fólki þá ætti maður að geta tekið 10 starfandi sálgreinendur (sem eru reyndar ekki til á Íslandi) borið undir hvern og einn þeirra einhverja dellu og allir myndu þeir svara á ca. sama hátt - en er það raunin?

,,Ákveðnar táknmyndir, orð og setningar koma aftur og aftur. Ertu þú ásóttur!!!"

Segðu mér, er ég ásóttur? Þú ert verðandi sálgreinir (og ég er reyndar sjálfur sálgreinir - en það er gott að fá aðra túlkun... er það ekki). Þarf ekki fyrst einhvern til að ásækja mig eða hvað og hver er það?
Og ef ég er ásóttur, eru þá ekki allir ásóttir - sem gerir hugtakið alveg merkingarlaust.

Það verður samt gaman að fá frá þér pistil og pistla um andfotbolta - knattspyrnuáhugamenn eru jú ansi stór markaður af hálfvitum sem sækja má á.

Ástar og saknaðarkveðja Bjarni